Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.01.1946, Blaðsíða 5

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.01.1946, Blaðsíða 5
son, og einnig stóð og studdi að forsetakjöri mínu óskiptur hinn fjölmenni „Friðarfrelsisflokkur“. Einn- ig má og geta þess hvaða álits ég nýt, og hvaða virð- ingarmerki mér hafa verið sýnd út um heim og það af mestu menningar- og lýðræðisþjóðum heimsins, þjóðhöfðingjum og stjórnednum, og er þetta svo sem ekki sambærilegt við Svein Björnsson. Ég skýri ekki frá þessu hér til þess að mikla sjálfan mig, en gef Guði dýrðna í þessu sem öðru góðu mér tillagt. Þar sem nú, eins og sýnt hefur verið í framanskráðu, að forsetatigninni hefur á algerlega ólöglegan hátt verið stungið að Sveini Björnssyni, eða hún honum veitt, þá er það krafa mín til hins háa Alþingis, að það láti löglegt forsetakjör fara fram um mig og Svein Björnsson næstkomandi sumar, á þeim tíma sem for- setakjörslögin mæla fyrir. Við fyrrnefnda ráðstöfun ynnist það, að bætt væri fyrir það, að lýðræðisreglum var traðkað, og einnig þjóðin firrt skömm og álits- hnekki út á við. Við þessari málaleitun minni krefst ég að fá svar innan 15. janúar 1946, og er þessi krafa mín gerð einnig fyrir hönd meðmælenda minna og í nafni mikils hluta íslenzku þjóðarinnar sem og annars lýð- ræðis og réttlætisreglna. Friðsamlegast, virðingarfyllst og vinsamlegast, Jóhannes Kr. Jóhannesson, Sólvallagötu 20. 5

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.