Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.01.1946, Side 11
inga, þó það uppfyllti öll lögleg^skilyrði til forseta-
kjörsins. Því var stungið undir stól.
íslenzka þjóð! Er þetta lýðræði? Er þetta nazismi?
Þú svarar því.
íslendingar! Ég tala nú inn á þessa plötu til þess að
hún geymist, en gleymist ekki, því sá dagur mun
koma, að platan verður flutt í útvarpinu fyrir alþjóð.
Friðarvinsamlegast.
Jóh. Kr. Jóhannesson.
Sólvallagötu 20.
Reykjavík, 30. des. 1945.
TILLÖGUBRÉF
frá Jóhannesi Kr. Jóhannessyni trésmið,
Sólvallagötu 20,
til bæjarstjórnar, byggingarráðs og borgarstjóra
Reykjavíkur, um stað fyrir hið fyrirhugaða Ráðhús
Reykjavíkurborgar, og Friðarfrelsishöllina!
Ef grundvöllurinn rétt er fenginn,
auðgast mun þá sæld og gengi.
Öll velmegun í framtíð fyrir ráðhúsbygginguna er
undir því komin, að staðurinn sé rétt fundinn fyrir
ráðhúsið. Að mínu áliti er rétti staðurinn fyrir aust-
11