Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.01.1946, Síða 12

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.01.1946, Síða 12
vestan lystigarð bæjarins;, á þeim stað, sem iggur að Hringbraut og Njarðargötu og sem liggur í beina línu vestur í Skerjafjörð að Grímsstaðaholti, ofan úr Austurbænum, yfir Sóleyjargötu, sem er í áframhaldi af Fríkirkjuveginum. Þeir kostir, sem fylgja því að hafa Ráðhúsið þarna eru meðal annars þessir: 1. Bærinn á landið sjálfur (mér er ekki annað kunnugt). 2. Gott aðsýni til Ráðhússins frá öllum hliðum. 3. Ráðhúsið verður rétt við hinn framtíðar fagra lystgarð og skemmti- og skóggarð Reykjavíkur- bæjar. 4. Það verður mörg hundruð þúsund krónum ódýr- ara fyrir Reykjavíkurbæ að byggja ráðhúsið þarna heldur en hinum þremur stöðunum, sem tilnefndir hafa verið eða bent á, í Morgunblaðinu laugardaginn 29. des. 1945. Ódýrara: a. Vegna þess að þarna er autt landrými nægi- legt. b. Vegna þess að þarna þarf ekki að rífa niður annarra manna eignir til að fá pláss fyrir ráðhúsið og umhverfi þess. c. Þrna er góð aðstaða og pláss við byggingu ráðhússins. d. Þar þarf ekki byggingin að trufla umferð bæjarins. 5. Þarna stendur ráðhúsið við hjartastað og miðbik bæjarins. 12

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.