Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.01.1946, Síða 16
sem bömum gefur góðan arf
svo hverfi deyfð, sem lamar.
Ég þakka vil vel bæjarstjóm,
borgarstjóra, vinum
risgjaldahóf og öll góð störf
nú í stríðsins hvinum.
Ég óska þess af heilum hug
að læknist sárin sverða,
svo sorg og kvíði fari bug,
en friður megi verða.
Með innilegri hamingjuósk til borgarstjómar og
borgarstjóra Reykjavíkur og allra borgarbúa sem og
allra sannra íslendinga.
Friðsamlegast.
Jóhannes Kr. Jóhannesson.
VOTTORÐ.
Hr. Jóhannes Kr. Jóhannesson trésmiður hefur unn-
ið við trésmíði hjá mér fyrir nokkrum árum og get ég
vottað það, að hann er vel starfi sínu vaxinn og vand-
virkur smiður.
Reykjavík, 19. maí 1932.
Finnur Ó. Thorlaciusi
trésmiðam.
Ritstjóri, útgefandi og ábyrgðarmaður:
Jóhannes Kr. Jóhannesson,
Sólvallagötu 20 — Reykjavík.
Hrappseyjarprent h.f.
16