Eldhúsbókin - 10.09.1959, Side 3

Eldhúsbókin - 10.09.1959, Side 3
ELDHÚSBÓKIN Í3i Stúlkubörn eru fyrr til máls en drengir. þetta þýði sem pabbi kallaði hana! Að refsa barninu fyrir slíkt, sýnir þroskaleysi og kemur sjálfu foreldr- inu í koll, barnið missir traust og ást á því vegna óréttlætis sem það er beitt. Á 5 ára aldursskeiðinu kemur glöggt fram eðlismunur kynjanna. Stúlkubörnin fara að verða hégómleg með útlit sitt, þeim er umhugað um allt hreinlæti, þær fara að verða ráð- ríkar og að halda fast í sínar eignir! Drengirnir aftur á inóti fyllast áhuga á vélum og allri vélamenningu, og lífinu í kringum þá, sýna aftur lítinn skilning á þessu hreinlætistali kven- fólksins! OSKABARNIÐ. Þ.e.a.s barnið sem foreldrunum var hamingjuefni að eignast, og sem lifir við ástríki og umönnun, mun fljótara til máls held- ur en barn, sem skortir ást og ör- yggi. Ástríkt umhverfi örfar þroska barnsins. Rannsóknir sálfræðinga á börnum hafa leitt það í Ijós, að stúlkubörn tala fyr en drengir, en að drengir eru hinsvegar fljótari til að skilja meiningu orða og hugfcaka eins og t.d. ást, hatur o.s.frv. Samkvæmt því gæti maður ætlað að kvenfólkið væri það kynið sem raunsæara er. Þegar barnið er orðið 4 ára getur það yfirleitt sagt allt það sem það þarf að tjá, eða réttara sagt, það tal- ar, því máli sem fólkið í nánasta umhverfi þess talar. Það notar orða- lag móðurinnar og föðursins og stæl- ir þau í öllu sínu tali. Barnið er málugt. Það getur rausað án afláts og fengið allskonar hug- dettur sem erfitt er oft fyrir fullorðna fólkið að botna nokkuð í. Skemmti- legt er að heyra á tal barna þegar þau ekki vita af því að hlustað er á þau. Ef maður freistast til þess að taka upp tal þeirra á stálþráð, eða láta þau vita að maður hlustar á tal þeirra, ber að gæta mikilla varúðar svo að þau styggist ekki og álíti að vcrið sé að skopast að þeim eða njósna um þau; eins gæti það haft þær afleiðingar að þau færu að streit- ast við að gera sig skemmtileg fyrir fullorðna fólkið, það væri þeim ó- hollt og óeðlilegt. Þar sem afi og amma eru á heim- ilinu (og nú á tímum jafnvel lang- afi og langamma) leita börnin yfir- leitt meira til þeirra og m.a. vegna þarfarinnar til þess að tjá sig í góðu tóni. Afi og amma hafa bæði meiri tíma, þolinmæði og ánægju af rausinu og hugdettunum. Barn, sem er óvenju málugt, er þó rétt að stöðva dálítið, það er uppeldisatriði að barnið finni að það iná ekki í tíma og ótíma taka fram í og „taka orðið af“ fullorðna fólkinu þannig að það geti ekki talað saman í friði fyrir því. Sjálfsagt er að kenna því sem fyrst hið gullna meðalhóf. Á liinn bóginn er ákaflega þýðingarvert að fullorðna fólkið sýni þroska sinn í nærveru barnsins og hafi aðgát orða sinna. Ef pabbi het- ur orðið á í reiðikasti að kalla tengda- móðurina sem býr á heimilinu skap- illt skass, á hann á hætlu að barnið í sakleysi sinu spyrji ömmu hvað Tvíburar eru seinni til tals. Tvíburar eru ekki eins fljótir til tals og önnur börn. Séu tvíburarnir drengur og stúlka, talar s'.úlkan fyr, og fylgir drengurinn henni þá eftir og er því fyr til tals en þar sem tvíburarnir eru 2 drengir. Stúlkutví- burar eru fyrri til tals en drengir. Orsökin til þessa er sú, að tvibur- ar snúa sér mestmegnis hvor að öðr- um, en eitt barn snýr sér að fullorðna fólkinu og stælir það. Lítil börn eiga oft erfitt með að bera fram orð þar sem 2 samhljóðar fara saman, þetta er alls ekki Ireg- leiki hjá börnunum, heldur fullkoinn- lega eðlilegt og lagast af sjálfu sér þegar börnin fara að ganga í skóla.

x

Eldhúsbókin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.