Eldhúsbókin - 10.09.1959, Síða 5

Eldhúsbókin - 10.09.1959, Síða 5
ELDHÚSBÓKÍN Á kaffiborðið Frönsk ronunkaka „Baba au rhum“. FRÆGUR franskur eftirréttur er ,,Baba au rhum", en þaö þýftir drykkju- rúturinn, enda getur hún drukkiS ótrúlega mikió í sig af rommi! Skammturinn sem hún fær hér á aS nægja til þess aS hún sé sannkölluS rommkaka, en ekki mundi þaS “kkaSa hana þótt hann væri ennþá stærri! 1. 240 gr. síað hveiti, 4 egg, 1 tesk salt, 4 matsk. rjómi, 125 gr. strásykur, IV2 tesk. ger, 100 gr. smjörlíki, V2 vatnsglas te, 100 gr. molasykur, 4 portvínsglös romm, þeyttur rjómi. 2. Hveiti, eggjum, salti, rjóma, strásykri og geri er blandað saman í stórri skál. Smjörlíki brætt og hrært í degið. 3. Djúpt eldfast fat eða kökumót er smurt vel í botn og hliðar. Raspi stráð yfir. 4. Deginu helt í mótið og smurðum smjörpappír helt yfir. 5. Molasykurinn bræddur í hálfu glasi volgu te (eða bræddur í teinu í skaft- potti við vægan hita) því næst er 4 portvínsglösum bætt út í. G. Þegar kakan er bökuð, er henni hvolft á fat eða í grunna skrautskál, og romminu helt yfir hana. Látin standa þannig þar til hún er orðin alveg köld. Kakan er skreytt með þeyttum rjóma. Einnig má bera þeyttan rjóma í skál með henni. Þessi kaka er einnig mjög ljúffeng með kaffi eða te.

x

Eldhúsbókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.