Eldhúsbókin - 10.09.1959, Blaðsíða 7

Eldhúsbókin - 10.09.1959, Blaðsíða 7
ELDHl'JSBÓKIN 135 Hálsmál eru iðulega flegin á síð- degiskjólum, sem rainmi um háls og höfuð. Sama gildir um ltálsmál sam- kvæmiskjóla, þau eiga að ramma inn fagrar línur háls og höfuðs. Þröngt mitti er mikilvægast atriði tízkunnar. En á dragtarjökkum er mittið aldrei aðskorið eins og á „smoking“ — dragtinni forðum. Mitt- issíður jakki sem fellur þétt að mitt- inu er þó mjög í tízku. Á slíkum jökkum er hálsmálið flegið með stór- tim kraga. Þessir jakkar eru aðallega notaðir yfir kjóla úr sama efni og jakkinn. Tvær aörar gerfiir á dragtarjökkum eru ríkjandi: Síddin rétt ofan við miðja mjöðm, jakkinn fellur laust að líkamanum vottar aðeins fyrir að hann falli inn að mitti, einhnepptur, 3 hnappar. Oftast 2 vasar, nokkuð stórir, ýmist neðst á jakkanum eða sem brjóst- vasar. Chanel, drottning tízkunnar í ár (var það líka fyrir 40 árum!) hryddar allar sínar dragtir og dragt- arkjóla leggingum í andstæðum lit við cfnið, á kraga, vösum og að neðan. Þriðja jakkalagið er ýmist styttra eða síðara en það fyrnefnda, sport- legra í sniði, með belti í mittið og bakið oft látið poka út yfir beltið. Ermar % lengd, aldrei lengra en 7/8. I kjóldrögtum er það injög í tizku nú að fóðra jakkann, (bolerojakkar mest í tízku) sama efni og er í blúss- unni, og þá mest notað rósótt efni í skærum litarsamstæðum við einlitt efni kjóldragtarinnar. Kápur eru aðallega ineð þrenns- konar móti: Þröngar, sléttar, hneppt- ar gríðarstórum linöppum, oftast stpttri en kjóllinn. Laus vídd slétt niöur en strengd í mittið með belti, sem ýmist er bund- ið eða ineö spennu. Sportlegt snið kallað „French-coat“. (I kvöldkápum úr þykku alsilki eða flaueli þykir þetta snið mjög ,,chic“.) Loks eru kápur með geipilega mikilli vídd, sem hjúpa konuna eins og kúpt skel. Erm- ar ísettar að framan, langt neðan við öxl, mjög víðar, % sídd. I kjólum eru plisseringar ákaflega mikið í tízku nú, ýmist allur kjóll- inn, blússan eða laust plisserað axla- slag á sléttum kjól. Draperuð hálsmál og blússubak, sem pokar út yfir belt- ið, sömuleiðis. Síöir samkvæmiskjólar eru aftur að ryðja sér til rúms. Blúndur og knipl- ingar ávallt mjög í tízku. Hattar eru yfirleitt litlir. Hólfið á að verka lítið og nett með stuttri greiðslu þar sem lokkarnir lyftast mjúkt hátt uppi á höfðinu. Hanskar eiga að vera háir eins og gefur að skilja þar sem langar ermar fyrirfinnast alls ekki í þessari tízku.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.