Alþýðublaðið - 16.01.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.01.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 iunar, að byrja brennivínsverzlun- ina aftur aö striðinu loknu. En forlög hennar voru ákveðÍD, og l>aÖ er alment ætlun manna, að bannið hafi átt mikinn þátt í því að steypa henni, því meðan al- l>ýða manna var gerspilt af of- örykkju, var hún ekki hættuleg, en eftir að bindindisstarfsemi óx, lukuat augu hennar upp fyrir svívirðingum stjórnarinnar. Þá t>oidi hún ekki lengur svipurnar, en reis upp sameinuð. Bolsivíkarnir hafa séð þetta, og hafa því sett ströng lög gegn brennivínsnautninni, og bindindis- semi þjóðarinnar hefir verið þeim ómetanlegur styrkur í baráttunni gegn ofríki Bandamanna. Rúss- öeskir bændur og verkamenn eru því frjálsir menn, sem ekkert fær lengur kúgað. Þó svipurnar verði einhvern tíma reiddar að þeim, öiunu þær ekki geta haldið þjóð- inni niðri, því frelsiskend þá, sem vakin er með byltingunni og brennivínsbannið hefir styrkt, fær enginn máttur drepið. Di daginn og veginn. Fnndrinn, sem Umdæmisstúk- an hafði boðað til, var haldinn á t'lteknum tíma. Urðu þar tölu- verðar umræður, og lauk þeim svo, að kosin var 5 manna nefnd t'l þess að reyna að hafa áhrif á Það, að flokkarnir settu bannmenn efsta á lista sína. Þessir hlutu ^osningu í nefndina: Ottó N. Þor- táksson verkamaður (form.), Þórð- Ur Bjarnason kaupm., Halldór Jónasson cand. phil., Jónatan Þor* steinsson kaupm., Pelix Guð- tbundsson verkstjóri. öýrtíðaruppbót húsaleigu- ^ftidar var feld á bæjarstjórnar- ÍUndinum í gær. Húsaleigunefnd á árinu sem leið 199 fundi, og skrifaði 700 bréf, svo margur tttun segja, að hún hafi ekki verið ^gerðalaus. En hún hefir svo 8em ekki gert þetta alveg ókeypis, bvi hver nefndarmaður fékk á ár- iöu sem leið 1592 kr. fyrir starf 8ltt- Borgarstjóri' og Sighv. Bjarna- Son (tjárhagsnefnd) höfðu lagt til að nefndarmenn fengju 50®/» UPP- bót, frá 1. júlí að telja, síðastliðið ár, eða um 400 kr. Tillagan var feld. Titamálastjórinn fékk ekki leyfið (fyrir landssjóð) til þess að byggja húsið við Klapparstig, sem getið var um hér í blaðinu í gær. Leyfl til húsabygginga fengu á bæjarstj.fundi í gær: Óskar Lár- usson, einiyft portbygt íbúðarhús úr timbri, 110 ferm. að flatar- máli. Það á að standa á lóð, sem hann hefir keypt úr Thomsens- túni, ofanvert við götu þá, sem á að liggja fyrir ofan Staðastað; Valdimar Jónsson: viðlika timbur- hús við Ingólfsstræti (á Pálsbæjar- bletti); Jakob Möller: leyfi til þess að byggja timburhúsið við Hóla- torg, sem hann er búinn að byggja; Guðm. Jónsson: tvílyft íbúðarhús á lóð 32 B við Njáls- götu; Jóhannes Kr. Ólafsson: tví- lyft steinhús á lóð hans við Garða- stræti; Hannes Ólafsson: vöru- geymsluskúr á lóð nr. 2 við Grett- isgötu, og Þórður Jónsson úrsmiður leyfi til að byggja kvist á norður- hlið hússins nr. 9 við Aðalstræti. Styrkveitinganefnd. Á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur, í gær- kvöld, var Árni Pálsson bóka- vörður kosinn í nefnd þá, sem úthlutar skálda- og listamanna- styrknum í ár. Áður voru kosnir af Háskólaráðinu dr. Ágúst H. Bjarnason prófessor, og af Bók- mentafélaginu fornmenjavörður Matthías Þórðarson. Er þá nefndin fullkosin og mun bráðlega taka til starfa. Embættispróf í guðfræði hefst 28. þ. m., og munu 6 stúdentar ganga undir það að þessu sinni. ísland kom í morgun frá út- löndum. ðatiir eiga litið gnlL Eins og menn vita standa danskir peningar í lágu verði, og er það sökum þess hve miklu meira Danir flytja inn en út af vörum. 10 fyrstu mánuði ársins 1919 fluttu Danir fyrir 1286 milj. meira inn í landið en út. En nú eiga Danir ekki meira en 2—300 milj kióna í gulli, svo þeir hljóta að tapa stórfé á gengismismunum úr því þeir borga ekki með gulli. Sem kunnugt er fengu Danir 25 milj. dollara fyrir Vesturind- isku eyjarnar. Láta þeir nú þessa peninga liggja í London til trygg- ingar innkaupum sínum í útlönd- um. Danir hafa enn þá útflutnings- bann á gulli, enda mundi það hrökkva skamt, og þeir væri að eins ver settir hvað lánstraust snerti eftir en áður. Xoli konungur. Eftir Upton Sinclair. (Prh.). ,Það getur nú verið gott og blessað", sagði gámli maðurinn. ,Þegar menn eru ungir og þar að auki kona —* „Kona! Eru það þá að*eins konur sem geta verið hugrakkarf" „Svo er víst“, sagði hann með klunnalegu hrosi, „það eru^kon- urnar sem hafa munnin fyrir neð- an nefið og geta ekki stilt sig um að nota hann. Jafnvel verk- stjórinn veit það“. • „Ef til vill“, svaraði Mary. „Og ef til vill þola konurnar lfka mest í kolahéruðunum og kannske veit verkstjórinn það lfka“. Kinnar ungu stúlkunnar voru orðnar blóð- rjóðar. „Kannske", sagði Rafferty. Nú varð þögn meðan hann hristi úr pfpu sinni. Það var auðséð, að honum var ekki um að halda áfram og hann kærði sig ekki um það, að rætt væri um verka- mannasamtök í sínum húsum. Rétt á eftir gerði kona hans til-' raun til þess, að brjóta upp á öðru umræðuefni, roeð því að spyrja um lfðan systur Maryar, sem hafði verið veik; og þegar talað hafði verið litla stund um það, hvað bezt sé að gefa börn- um þegar þau eru veik, stóð, Mary upp og sagði: „Nú er víst' bezt að eg fari“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.