Fréttablaðið - 18.03.2022, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 18. mars 2022
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is
Hljómsveitin ÞAU er skipuð listaparinu Garðari Borgþórssyni og Rakel Björk Björnsdóttur. Fyrsta plata þeirra, ÞAU taka Vestfirði, kom út í síðustu viku og inni-
heldur tólf lög sem öll eru samin við gömul vestfirsk ljóð sem veita innsýn í sögu, menningu og líf fólks í landinu á ólíkum tímum. MYND/AÐSEND
Perlur úr leyndum fjársjóðum
Hljómsveitin ÞAU gaf út fyrstu plötu sína í síðustu viku en sveitin er skipuð listaparinu
Rakel Björk Björnsdóttur og Garðari Borgþórssyni. Frumsamin lög við gömul ljóð vest-
firskra skálda er uppistaðan í tónlist sveitarinnar. ÞAU halda tónleika í næsta mánuði. 2
Í apríl 2019, varð stórbruni í Notre
Dame. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
jme@frettabladid.is
Fornleifafræðingar sem vinna við
endurbyggingu á Notre Dame-
kirkjunni í París uppgötvuðu
nýlega áður óþekktar grafhvelfing-
ar undir hinni 850 ára byggingu.
Ásamt grafhvelfingunum fundu
þeir einnig blýkistu, líklega frá
14. öld. Einnig fundust hlutar af
máluðum skúlptúrum sem hafa
líklega verið hluti af róðugrind
kirkjunnar, sem er skrautlegt skil-
rúm á milli kórsins og kirkjuskips-
ins. Aðrir hlutar af sama skilrúmi
fundust við viðgerð kirkjunnar á
18. öld og eru geymdir á Louvre-
safninu.
Koddi úr laufum
Undir kirkjugólfinu fannst pyttur
sem fornleifafræðingar telja að
hafi verið grafinn í kringum 1230,
þegar kirkjan var byggð. Í pytt-
inum fannst blýkistan sem áður
var nefnd. Hægt var að smeygja
myndavél inn í kistuna gegnum
sprungu og skoða innihaldið. „Við
fundum mjög vel varðveitt lík,“
sagði Christophe Besnier, forn-
leifafræðingurinn sem er yfir
verkefninu. „Það var hægt að sjá
hluta úr tauefni, hári og umfram
allt fannst koddi úr laufum ofan
á höfðinu, sem tíðkaðist þegar
trúarleiðtogar voru grafnir.“ Því er
talið að leifarnar séu af háttsettum
trúarleiðtoga. Sagnfræðingar vita
að um 400 manns, meðal annars
biskupar og erkibiskupar, eru
grafnir í Notre Dame. ■
Nýir
fornleifafundir í
Notre Dame