Fréttablaðið - 18.03.2022, Blaðsíða 8
Sergeíj Beseda (til hægri),
y rmaður utanríkisdeildar
leyniþjónustunnar FSB,
handtekinn ásamt undirmanni
fyrir að útvega
lélegar upplýsingar.
Heimildir: Brown University, New York Times Myndir: Telegraf, Twitter, VPK News
Hershöfðingjar Rússa á meðal fallinna
Þrjár vikur eru liðnar frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússar hafa nú
þegar misst eiri hermenn en Bandaríkjamenn misstu á tveimur
áratugum í Afganistan og Írak.
7.059
bandarískir hermenn
féllu í Afganistan
og Írak.
20.752
særðust
7.000+
rússneskir hermenn
hafa fallið í Úkraínu.*
14.000-21.000
særðir
26. febrúar:
Magomed Tushaev,
hershöfðingi í 141.
skriðdrekaherdeild
Tsjetsjeníu.
28. febrúar:
Andrei Súkovetskíj,
hershöfðingi,
41. herinn.
15. mars: Oleg Mítíjaev (til vinstri),
ofursti, 150. herdeild.
7. mars:
Vítalíj Gerasímov,
hershöfðingi,
41. herinn.
15. mars:
Andrei Kolesníkov,
hershöfðingi,
29. herinn.
© GRAPHIC NEWS
498
Rússneska varnar-
málaráðuneytið
segir að 498
ha fallið
*Mat bandarísku
leyniþjónustunnar
LÁTIN
N
LÁTIN
N
LÁTIN
N
LÁTIN
N
HANDTEKIN
N
LÁTIN
N
Fjóla
í fyrsta
sæti
1. sæti í Árborg
Fjóla Kristinsdóttir
Ábyrgur og skilvirkur
rekstur er lykillinn að
góðri grunn þjónustu og því
forsenda þess að sveitar
félagið megi vaxa og dafna.
fjolakristins.is FjolaKristins
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Árborg Laugardaginn 19. mars
Mannfallið mun meira en Rússar gefa upp
Úkraínskir hermenn í Lvív bera félaga sinn til grafar. Talið er að um þrjú
þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Leyniþjónustur telja mannfall
Rússa mun meira en stjórn-
völd gefi upp. Árásir Rússa á
óbreytta borgara héldu áfram
í gær.
arib@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Hægt hefur á framgangi
rússneskra hersveita á öllum víg-
stöðvum í Úkraínu síðustu daga og
er mannfallið mikið, samkvæmt
upplýsingum frá leyniþjónustum
Breta og Bandaríkjanna.
Erfitt er að fá upplýsingar frá víg-
stöðvunum og áróður er stífur bæði
af hálfu Rússa og Úkraínumanna.
Rússar segja opinberlega að tæp-
lega 500 hermenn hafi fallið frá því
innrásin hófst fyrir þremur vikum,
á sama tíma segjast Úkraínumenn
hafa banað á annan tug þúsunda.
Samkvæmt skýrslu bresku leyni-
þjónustunnar hafa rúmlega sjö
þúsund rússneskir hermenn fallið,
starfsbræður þeirra í Bandaríkj-
unum komast að sömu niðurstöðu.
Ef þær tölur standast þýðir það að
Rússar hafa misst f leiri hermenn í
Úkraínu á síðustu þremur vikum en
Bandaríkin í Írak og Afganistan frá
aldamótum.
Rússar hafa misst töluverðan
fjölda hershöfðingja, talið er að um
tuttugu þeirra hafi tekið þátt í inn-
rásinni. Þeir hafi verið færðir framar
á víglínuna á síðustu dögum til að
bæta andann meðal óbreyttra her-
manna og þannig lagðir í meiri
hættu.
Talið er að Úkraínumenn hafi
misst hátt í þrjú þúsund hermenn
frá upphafi innrásarinnar, Úkra-
ínumenn sjálfir segja töluna nær
einu þúsundi. Samkvæmt Sam-
einuðu þjóðunum hafa minnst 700
almennir borgarar fallið.
Loftvarnir Úkraínumanna hafa
skipt sköpum, að sögn ráðamanna
þar, og hefur komið á óvart hversu
vel hefur gengið að koma í veg fyrir
að Rússar nái loftyfirráðum í land-
inu. Mikið af orku þeirra hefur farið
í að verja Kænugarð fyrir árásum.
Þrátt fyrir að víglínan hreyfist
lítið halda Rússar áfram að skjóta
eldflaugum á almenna borgara. Í
gær létust meira en 20 og 25 særðust
í loftárás á skóla og félagsmiðstöð í
bænum Merefa skammt frá Karkív í
austurhluta landsins.
Úkraínumenn halda enn yfir-
ráðum í hafnarborginni Maríupol
í suðurhluta landsins þrátt fyrir
umsátur, íbúar eru enn vatnslausir
og hungur hrjáir marga. Hátt í 1.200
konur og börn höfðu leitað skjóls í
leikhúsi sem varð fyrir f lugskeyti.
Búið var að setja stórar merkingar
á bílastæði fyrir utan þar sem stóð
„börn“ áður en árásin var gerð. Ekki
liggur fyrir hversu margir létust en
einhverjir náðu að koma sér út eftir
árásina. Talið er að níu af hverjum
tíu byggingum í borginni séu
skemmdar eða eyðilagðar.
Borgin Tjerníhív norðaustan við
Kænugarð er ekki umkringd en
stöðugar árásir hafa verið á borgina
síðustu vikur. Rúmlega fimmtíu létu
lífið í gær. Í gær bárust einnig óstað-
festar fregnir af því að f lugskeyti
hefði hafnað nálægt röð af fólki að
kaupa brauð.
Úkraínumenn gáfu út í gær að
Ívan Fedorov, borgarstjóri Melíto-
pol sem Rússar rændu, sé laus úr
haldi í skiptum fyrir níu rússneska
stríðsfanga. Var tekið fram að allir
rússnesku stríðsfangarnir væru
fæddir á árunum 2002 og 2003.
Áfram er unnið að vopnahlés-
samningi. Jean-Yves Le Drian, utan-
ríkisráðherra Frakka, hefur sakað
Rússa um að þykjast aðeins vilja
semja. Oleksí Resníkov, aðalsamn-
ingamaður Úkraínu, sagði á fundi
með Evrópuþingmönnum í gær að
mikil vinna færi í tæknileg atriði,
mestu skipti að Rússar hættu öllum
árásum, í raun væri boltinn hjá rúss-
neskum stjórnvöldum. ■
8 Fréttir 18. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ