Sókn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sókn - 15.10.1931, Qupperneq 5

Sókn - 15.10.1931, Qupperneq 5
Ritnefnd: Felix Guðmundsson. Friðrik A. Brekkan. Jakob Möller. SOKN Afgreiðsla: Skrifst. Stórst. íslands. Hafnarstræti 10. Sími 1235. Pósth. 14. ********** ÚTGEFANDI: STÓRSTÚKA ÍSLANDS ********** I. árg. Reykjavík, 15. október 1931 1. blað Ávarp. Það þykir hlíða að gera nokkra grein fyrir því, að þetta litla blað hefur göngu sína. En ásíæður til þess eru sem hér segir: Allir þeir, er hugsa sér að hafa áhrif meðal fólksins nú á tímum, verða að hafa málgagn, — verða að hafa blað, og því öflugra og útbreiddara, sem það er, því meiru fær það á- orkað. Því verður tæplega neit- að, að það séu blöðin, sem gefi tóninn og mest áhrif hafi á hugsunarhátt og skoðanir manna. Sá flokkur manna, sem hefir sérstaklega tekið sér það fyrir hendur að berjast móti áfengisbölinu, en það eru fyrst og fremst Góðtemplarar, hafa komið auga á þetta. Síðasta Stórstúkuþing fól framkvæmd- arnefnd st. st. að byrja á að gefa út lítið vikublað. Um nokkur ár gaf Stórstúk- an út mánaðarblað »Templar«, en það var meira innbyrðis félagsblað, og náði því ekki þeirri útbreiðslu, sem þörf var á, þótt það ætti annars tölu- verðum vinsældum að fagna, og margir hafi saknað þess nú, síðan það hætti að koma út. Því mun ekki verða neitað, að áfengismálið megi teljast til stórmála þjóðanna, og að það sé eitt af erfiðustu viðfangs- efnum, sem þurfi að leysa, það ætti því að vera þess vert, að eítt blað á íslandi tæki upp sérstaklega baráttu fyrir því. Þetta ætlar »Sókn« að gera. Pað var sú tíðin fyrir fáum árum, að talað var um ísland í sambandi við áfengismálið, og það sem brautryðjanda. En sú ógæfa hefir hent, að íslend- ingar urðu ekki sjálfráðir um löggjöf sína um þetta mál, — og því hefir áfengisaldan risið á ný ver og viðar meðal lands- ins barna en nokkru sinni áð- ur. Hin svonefndu »léttu og fínu vín« hafa orðið til þess áð koma þeim hluta þjóðarinnar, er áður hafði sig lítt að drykkju, út á villigötu áfengisnautnar- innar, er hér sérstaklega átt við æskulýð landsins karla og konur. Þess vegna er brýnni ástæða en nokkru sinni fyr, til adallt alvarlega hugsandi fólk í land- inu taki höndum saman gegn þeirri hættu, sem æskulýður landsins er staddur í vegna vínnautnar. Um stefnu blaðsins þarf ekki að fjölyrða. Hún verður sú að ráðast gegn hverskonar hættum og spillingu, er af vín- nautn leiðir, og því fyrst og fremst gegn víninu sjálfu og hverskonar mishöndlun, aukn- ingu eða viðleitni til aukning- ar á sölu eða veitingum. Og »Sókn« mun ekki láta sér það nægja, hún mun beita sér fyrir hverskonar hugsanlegum tak- mörkunum, og þegar því verð- ur við komið fullkomnu banni. »Sókn« mun flytja fræðandi greinar um þetta mál. Hún mun hafa vakandi auga með þvi, að núverandi ákvæðum þessu máli viðvíkjandi séfram- fylgt af yfirvöldunum, og hún mun vægðarlaust, hver sem í hlut á, benda á hverskonar veilur eða vanrækslur er kunn- ugt verður að eigi sér stað. Og »Sókn« mun hafa vak- andi auga á leiðandi mönnum og starfsmönnum þjóðarinnar, með sérstöku tilliti til áfengis- málsins, og engum hlífa. En því skal óhætt að treysta að satt eitt verði sagt, og hlut- drægnislaust án nokkurs tillits til stétta eða flokka. Þá mun »Sókn« flytja er- lendar og innlendar fréttir, sem varða sérstaklega þetta mál, svo og almennar fréttir eftir því sem rúm og ástæður leyfa. Hér gefur þá að líta starfs- svið og stefnu þessa litla blaðs. Og það skal þegar sagt, að »Sókn« byggir vonir sínar algerlega á því, að enn sé til meðal íslendinga ákveðinn vilji til slíkrar mannúðar- og umbótastarfsemi, sem þetta blað ætlar að berjast fyrir. Og vér erum bjartsýnir, vér trúum þvi, að enn sé meiri hluti íslenzku þjóðarinnar á- kveðinn í því að láta ekki Bakkus drekkja börnum sín-

x

Sókn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.