Sókn

Tölublað

Sókn - 15.10.1931, Blaðsíða 6

Sókn - 15.10.1931, Blaðsíða 6
2 S ó K N Sókn kemur út vikulega, og hefir verið ákveðið, að selja þau blöð sem koma út til áramóta á kr. 1,00, en síðan árganginn á kr. 4,00. Gjalddagi er 1. april ár hvert. Blaðið verður nú sent ýms- um mönnum víðsvegar um land allt, og eru þeir vinsam- lega beðnir að athuga það, að það er gert í því trausti, að þið gerist kaupendur þess, og greiðið götu þess á einn eða annan hátt. Þá verður »Sókn« að sjálf- sögðu send öllum kaupendum »Templars«, og treystum vér því að þeir reynist henni góðir drengir og liðsmenn ótrauðir, með því að afla henni kaupenda. En ef einhverjir af þeim, sem blaðið verður sent, ekki vilja — mót vonum okkar — gerast kaupendur þess, þá eru þeir beðnir að gera afgreiðslu- manni aðvart hið allra fyrsta, ella verður þeim sent blaðið áfram og þeir skoðaðir sem kaupendur. Afgreiðslu annast nú fyrst um sinn Jóh. Ögm. Oddsson Hafnarstræti 10 (Edinborg). Utanáskrift til blaðsins er: Sókn. Box 14. Rvík. um. Að enn sé fjöldi manna og kvenna reiðubúin til fórn- fúsrar, óeigingjarnar starfsemi i þarfir þeirra mörgu, sem eru í hættu vegna áfengisflóðsins. Vér trúum því, að hvervetna um landið sé fólk reiðubúið til að rétta »Sókn« hendina til hverskonar fyrirgreiðslu, og í skjóli væntanlegra vina verði hún stórt og voldugt málgagn, sem megni að bjarga börnum landsins frá bölinu mesta. Hvar stöndum vér? Það eru æði margir, sem ekki telja það ómaksins vert, að vera að skifta sér af þjóð- félagsmeinum, sem þeir þó viðurkenna að séu til og þörf sé á að bæta úr, og fari mað- ur svo að spyrja um ástæður fyrir tómlætinu, þá eru það algengustu svörin, að þeir hafi ekki tíma til þess, og að þeir vilji ekki koma nálægt félags- legri starfsemi vegna þess að forsvarsmenn hinna ýmsu mannbótamála séu svo voða- legir öfgamenn. Þeir sem lengi hafi unnið fyrir bindindis- og bannmáliðþekkja velsvonasvör. Á fyrstu árum Góðtemplar- reglunnar hér á landi voru búnar til hinar ferlegustu fyrr- ur um þann félagsskap, siðar, þegar almenningsálitið var orð- ið með starfsemi félagsskapar- ins, vegna sjáanlegs gagns er hann gerði, þá var viðkvæðið það, jú, að félagsskapurinn væri góður og vert að styðja hann, en þeir vildu bara ekki vera í honum. Og svo þegar bannið kom. Þá komu þessar sárfrómu sálir, sem aldrei höfðu viljað rétta út minnsta fingur til stuðnings hindindismálinu og urðu allt í einu eldheitir bindindismenn. Já. já, bindindi var ágætt, það höfðu þeir allt- af sagt, en bann öfgar, vitleysa stórhættulegt löghlíðni manna’ — Bannið stóð samt, og gerði ómetanlegt gagn. Drykkjuskap- ur hvarf gersandega hjá fjöl- mennustu stéttum landsins. Samt héldu víndýrkendur á- fram að klifa á þvi, að á- standið væri slæmt, það þyrfti að bæta úr því, það mætti ekki vera svona strangt, bezt mundi að leyfa létt vín, og léttu vínin komu, en bara á þann sorglega hátt, sem allir þekkja. Og með sína sorglegu og dýrkeyptu reynslu, því að síðan hefir enginn hemill verið hafður á vínnautn í landinu, í skjóli þeirra hafa vaxið upp leynisölustaðir og heimabrugg. Og þeir sem báðu um léttu vinin una engu betur ástand- inu nú en áður, þeir segja að ástandið sé afleitt, ráð þeirra til umbóta eru misjöfn, sumir vilja fá sterka drykki, og þá muni þetta lagast, aðrir telja það ekki nauðsynlegt, en aftur á móti mjög nauðsynlegt að leyfa tilbúning sterkara öls. Af því sem sagt hefir verið, og margir munu kannast við að sé rétt, eru skoðanirnar skiptar meðal þeirra er vínið viljað hafa um það, hver ráð séu bezt til þess að draga úr áfengisnautn, því miður eru bindismenn ekki á einu máli um það heldur. Reynslan virð- ist sýna það, að við hverja til- slökun hefir ástandið vernsað. Og eitt eru menn yfirleitt sammála um, það, að núver- andi ástand sé slæmt, og að þjóðin sé í hættu vegna auk- innar vinnautnar. »Sókn« tel- ur það sitt sérstaka hlutverk að ræða þetta mál, gera til- lögur til umbóta, og birta til- lögur og skoðanir málinu við- komandi. Fyrir dyrum virðast erfiðir tímar, kreppan er skoll- in yfir, ef til vill geigvænlegri en nokkru sinni áður, mundi þjóðinni nokkru sinni fyr hafa riðið meir á að vera bindind- issöm. Er ekki það ástand er nú ríkir, tilvalið til að taka sér fram, og hafna óþarfasta og skaðleg- ustu vörutegundinni sem flutt er til landsins, víninu? F.

x

Sókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.