Sókn

Tölublað

Sókn - 15.10.1931, Blaðsíða 8

Sókn - 15.10.1931, Blaðsíða 8
4 S Ó K N umsetningu, hvorki á vínum né öðru. Þvert á móli er það opin- bert leyndarmál, að vínveit- ingaleyfið á Hótel Borg hefir iðulega verið misnotað, þvi hefir verið lýst opinberlega í blöðum og stendur ómótmælt, og því furðulegra er það, að hótelið skuli fá nýtt leyfi, sem hlýtur að leiða til meiri mis- notkunar. — Það er nýmóðins réttarfar, sem maður hefði eigi búizt við af núverandi dóms- málaráðherra, að verðlauna sökudólginn með auknum rétt- indum. Enda mun það reyn- ast skammgóður vermir. Það er þegar uppi almenn krafa um það, að vínveitinga- leyfið verði tekið alveg af Hót- el Borg, þeirri kröfu mun verða framfylgt með festu og alvöru og fyr en varir mun það sýna sig, að það er hið eina rétta. Mótmæli. Út af kvöld-vínveitingaleyfi því, er getið er um á öðrum stað í blaðinu, hafa verið sam- þykkt mjög ákveðin mótmæli, svo og áskoranir um hinar ítrustu takmarkanir á vínsölu, af bæjarstjórn Beykjavíkur og auk þess af eftirtöldum félög- um og borgarafundum: Almennur fundur Góð- templara. Miðstjórn alþýðuflokksins. 2 borgarafundir í Beykjavik. Bandalag kvenna. Yerkakvennafél. Framsókn. Verkalýðsfélag Hellisands. Auk þess hafa öll blöð í Rvík, er á málið hafa minnst, fordæmt þessa ráðstöfun, að »Tímanum« einum undantekn- um, sem þó hefir ekki treyzt sér að verja hana. Og það er vert að taka eftir því, að Tím- anum fannst sú tillaga, sem lengst gekk af þeim, er fram komu á borgarafundinum, bezt, og að því er virðist sjálfsögð- ust. Það var tillaga um að af- nema Spánarundanþáguna nú þegar. Þetta virðist benda á, að stjórnarblaðinu sé ekki kunn- ugt um, að neitt sé því til fyr- stöðu. Fréttir. Ungmennafélagið Velvak- andi hélt skemmtisamkomu, sem byrjaði með borðhaldi, að kveldi 2. þ. m., til minningar um að þá voru liðin 25 ár frá því að U. M. F. Reykjavíkur var stofnað. Hafði fagnaður þessi farið vel fram og verið hinn skemmtilegasti, og verið mjög i anda U. M. F. Iðunnar og U. M. F. R., en þau félög störfuðu af eldmóði og áhuga fyrir menningu og manndóm að velferðarmálum æskulýðs- ins, þar á meðal bindindis- og bannmálinu, og mega þau þakkir hljóta fyrir það. Og er Velvakanda og öllum ung- mennafélögum, er nú starfa, þess óskað, að þau megi lengi starfa, og vel sé þeim, taki þau áðurnefnd félög til fyrir- myndar í starfi sínu. Óleyfileg vínsala. Nýlega hafa 4 menn og 4 konur verið sektuð fyrir óleyfilega vínsölu og vínbrugg hér í bænum. — Sektirnar voru kr. 600,00 til 1000,00 hjá hverju. Frú Marta Pétursdóttir, kona Indriða Einarssonar skrif- stofustjóra, andaðist að heimili sínu, Tjarnargötu 3 hér í bæn- um, aðfaranótt 4. þ. m., rúm- lega 80 ára að aldri. Þessar- ar sæmdarkonu verður nánar minnst síðar. Vigfús Guðbrandsson klæðskeri. Sími 470. — Símn. VIGFÚS. Austurstræti 10 (uppi). Fjölbreytt fataefni! 1. flokks saumastofa. Geir Konráösson Laugaveg 12. SÍMI 2264. Innrömmunar- vinnustofa 09 Rammaverzlun. Fataefni, Frakkaefni og ágætir Rykfrakkar. Lágt verö! G. BjarDason í Fjeldsted. Sænska. Kenni tungumál — sér- grein sænska — eftir ný- tízku- og tímasparandi adferðum. Estrid Falberg-Brekkan. Gróðrarstöðin. Ábyrgðarm.: Felix Guðmundsson Laufásveg 16. Sími 639. Box 351. Rikisprentsm. Gutenberg.

x

Sókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.