Sókn

Tölublað

Sókn - 15.10.1931, Blaðsíða 7

Sókn - 15.10.1931, Blaðsíða 7
S Ó K N 3 Fjársöfnun í útbreiðslusjóð Alþjóðareglu Góðtemplara. Bréf frá Hátemplar til Góðtemplara á Norðurlöndum. Er í raun og veru ástæða til að láta hina árlegu fjársöfnun í útbreiðslusjóð fara fram einn- ig í næstkomandi nóvember, eins erfiðir og tímarnir eru nú fjárhagslega ? Það er nauðsynlegt! í bræðrafélagsskap eins og Góðtemplarareglunni útheimt- ist jafnan hin mesta fórnfýsi, er neyðin vofir yfir, einnig þeg- ar tímarnir eru hinir allra erf- iðustu fyrir meðlimina. Og ein- mitt nú stendur neyð fyrir dyr- um. Reglan má ekki við því, að henni hnigni meira en orðið er. En það á hún mjög á hættu á þessum yfirstandandi fjár- hagslega krepputíma, og þeirri yfirvofandi hættu verður að af- stýra. — Einasta meðalið til þess er að leggja fram nýjar fórnir — einnig fjárhagslega. Einmitt eins og nú stendur megum vér alls ekki á nokk- urn hátt missa tökin á þeim stöðum úti í heiminum, þar sem viðhald og framgangur starfseminnar algerlega er kom- ið undir þeirri hjálp, sem vér erum megnugir að láta í té. Skandínavisku stórstúkurnar standa nú fremstar í alþjóða- reglu vorri. Sú aðstaða leggur oss skyldur á herðar, einnig þegar ræða er um fjármuna- legar fórnir í anda alþjóða-sam- hygðarinnar í reglunni. Sviþjóð einsömul á nú helminginn af öllum Góðtemplurum í þeim hluta heimsins, sem útbreiðslu- sjóðurinn er ætlaður, en í fyrra gáfu Sviar aðeins einn þriðja hluta þess fjár, sem safnað var. Norðmenn hafa í þessu tilliti ávallt staðið sig betur og gefið fullkomlega í hlutfalli við með- limatölu sína og meira til. — Prátt fyrir neyðina i Þýzka- landi var stórstúkan þar í broddi fylkingar með fjársöfn- un til útbreiðslusjóðsins í fyrra eins og að undanförnu. Auðvitað eru ekki allir svo staddir, að þeir geti gefið, hversu fegnir sem þeir vildu. En það mark ættum vér að setja oss, að hver einasti U. Æ. T. hér á Norðurlöndum sæi um, að frá hverri stúku í hans umdæmi kæmi til jafnaðar minnst ein til tvær krónur. — Þótt þær stúkur séu til, sem ef til vill gætu ekki gefið svo mikið, þá eru aftur á móti aðr- ar, sem mundu geta safnað tvöfaldri þessari upphæð eða meiru. Vér væntum því, að í nóv- ember leggi hver stúka sig fram til þess ýtrasta og safni ein- hverri upphæð inn handa al- þjóða-útbreiðslusjóði Reglunn- ar, og sendi upphæðina tafar- laust til stórstúku sinnar. Vínveitingatíminn á Hótel Borg. Um miðjan sept. s. 1. var sú ósæmilega ráðstöfun gerð að leyfa hótelinu að hafa vínveit- ingar til kl. 11 að kvöldi, á borðunum til kl. II1/*. Að ráðstöfun þessi, sem gerð var af dómsmálaráðherra, sé ger- samlega óverjandi, er öllum augljóst. Og meira að segja er það sjáanlegt af bréfum þeim, er fara á milli hóteleigandans og ráðherra, og birt eru í Tím- anum 18. sept. s. I., að þeim sjálfum hefir verið það ljóst, að ráðstöfun þessi var óverj- andi, því bréfin eru eymdar- legt yfirklór manna, sem auð- sjáanlega sjálfir ekki trúa því, sem þeir ætlast til að hægt verði að telja almenningi trú um, þótt það hafi algerlega mistekist. Biéf þessi væru vel þess verð að vera birt, sem sýnishorn af óskammfeilni, en rúmsins vegna verður það ekki gert að þessu sinni. Hér skal aðeins bent á ósamræmið. Baðir þessir herrar Iáta það í veðri vaka, að ráðstöfun þessi eigi ekki að auka vínnautn, en það bara gloprast upp úr hót- eleigandanum, að þaðséóþægi- legt að taka vínið af borðun- um á kvöldin, því að þá sé eftirspurnin mest eftir því. Og það er það sanna í málinu, á kvöldin á tímabilinu frá klukkan 10 til llx/s þ. e. til lokunartíma er fjölmennast á svona stöðum, og auðvitað mest keypt, og ráðstöfunin því einungis gerð til þess að auka vínsöluna, auka vínnautnina, enda er húsbóndinn á þessu hóteli ekki þekktur að því að vilja minnka sína verzlunar- Bróðurlegast. Oscar Olsson. I. C. T.

x

Sókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.