Eldhúsbókin - 10.01.1958, Blaðsíða 5

Eldhúsbókin - 10.01.1958, Blaðsíða 5
hCskAð FEGRUN, SNYRTING o. f. KÖKUR — MATUR Ef kartöflurnar brenna við: Einfaldasta ráðið er að setja lok- ið á pottinn, láta hann síðan í fat með köldu vatni. Innan nokkurra mínútna munu kartöflurnar leysast frá botninum, og bruna- bragðið hverfur. Matarlykt: Slæm matarlykt í eldhús- inu getur breiðst út um íbúðina svo að óþolandi verði. Með því að setja dálítið af ediksýru í pott, og hita hana þar til hún gufar upp, eyðist öll lvkt mjög fljótlega. Hreinsun á silkislæðum: Silkislæðurnar eru brotnar marg- faldar saman, þvegnar vandlega úr benzíni, og breiddar á strokborð þar til þær eru orðnar þurrar. Jaðrana má strjúka með strokjárni. Iíaup á nylonsokkum: Ráðlegt er að kaupa 30 denier sokka með hæstri lykkjutölu (gauge) til hversdagsnotkunar, sumar vor og haust, kaupið þykkari sokka til vetr- arnotkunar. 15 deniers sokkar eru raunverulega aðeins til spari. Vökvun blóma: Minnist þess, að langflestar jurtir þurfa meira vatn vor og sumar, en á vetrum. Þegar blóm eru vökvuð, skai það gert svo ræki- lega að jurtin blotni í gegn. — Vatni, sem safnast á undirskálina eftir vökvunina, á að fleygja burtu, því að fæstar jurtir þola að standa í vatni. Á sumr- in er bezt að vökva blómin að kvöld- inu (tvisvar á dag ef sólskin erbjart). Á vetrum er aftur á móti heppilegast að vökva á morgnana, sumar jurtir þó ekki á hverjum morgni. — Ávallt skal nota ilvolgt vatn, stundum bland- að með volgu tei. — Vilji maður kom- ast að raun um hvort jurt þarfnist vatns, er einfalt ráð að slá lauslega í pottinn. Ef hljóðið í pottinum er hvellt, er blómið þurrt, sé hljóðið ■dimmt er moldin blaut. Rommpönnukökur: Ca. 300 gr. hveiti, sem síast tvisvar sinnum, 10 eggjarauður sem blandað er með sykri og salti eru látnar sam- an við hveitið. Hálfur lítir af rjóma hellist í smátt og smátt. — Síðan setjið þér stórt portvínsglas af rommi í, ef til vill hakkaðar möndlur eftir vild, og hin stífþeytta eggjahvíta l)landist varlega í. — Pönnukökurnar eiga að vera mjúkar í köntunum. Hrukkur undir augum: Til þess að eyða smáhrukkum, sem oft vilja myndast kringum augun, er gott að smyrja þær með rjómalaginu sem iðulega sezt efst í stút- inn á mjólkurflöskum. Einnig er gott að bera það á varirnar til þess að hindra, að þær þorni eða springi. Norskar vöfflur: 3 egg, 125 gr sykur, 150 gr. smjör- líki, 150 gr. kartöflumjöl. Eggin eru þeytt vel með sykrinum og bráðið smjörlíki er hrært saman við og deig- ið látið standa svo- litla stund. Loks er kartöflumjölið hrært saman við og þá er deigið tilbúið Irskar vöfflur: 2 bollar hveiti, 4 egg, 2 tesk. lyftiduft, 1 tesk. sódi, 100 gr. brætt smjörlíki, ca. 2 bollar mjólk. — Smjörlíkið er brætt og kælt, hvíturnar eru þeyttar, síðan er öllu hrært saman nema hvíturnar eru látnar síðast og reynið að hræra eins lítið og hægt er í deiginu eftir það. Gott er að bragðbæta þessar vöfflur með annaðhvort vanillu eða kardimommum. Haf rain jölskökur: 2 dl. haframjöl, 1% dl. hveiti og 1 dl. strásykur blandað saman við 2 tesk. gerduft, 1 j u tesk. kanel og 1 tesk. engifer. Á meðan er brætt 125 gr. smjörlíki ^ sem kæla á við opinn glugga. Þeg- ar smjörlíkið er kælt hrærist það saman við deigið ásamt tveim matsk. rjóma. Þá eru gerðar litlar kúlur (laus- lega hnoðaðar), sem eru látnar strjált á plötuna, og bakast í 10 mín. Ef yður sýnist svo má stinga % möndlu ofan á hverja köku. LANÖSBDKASAFN 222577 ÍSLANDS Hárlos: Þvoið hárið þriðja hvert kvöld úr tjörusápu eða seyði af kínaberki. Eft- ir þvottinn skal vaselíni nuddað inn í hárssvörðinn. — Annað ráð við hár- losi: Einu sinni í viku er hárið vætt úr sápuvinanda, sem þynntur er til helminga með vatni. Eftir nokkrar mínútur er hárið skolað og þerrað vandlega. Þurrt hár og gljáalaust: Hárið verður gljá- andi og fallegt ef það er burstað upp úr 15 gr. sápuvín- anda, 15 gr. benzoe- dropum, 15 gr. lax- erolíu og 150 gr. vínanda sem bland- að hefur verið saman, og nokkrum dropum af möndluolíu bætt í. Gelgjubólur: Þevtið sápu í heitu vatni og núið froðunni vandlega inn í hörundið með grófurn klút nokkrum sinnum á dag, berið síðan á það andlitsvökva sem þurrkar hörundið (Dryinglotion). Þessi síendurtekni þvottur mýkir fílapensana, eyðir ónauð- synlegri húðfitu og fjar- lægir dauðar húðþekju- frumur, þannig að losnar um stíflurnar í holunum. Næsta skref er að stand- ast þá freistingu, sem flestum reynist erfitt, að kreista fílapensana eða gröftinn úr bólunum. Slíkt getur orðið til þess að skadda ennfrekar hin viðkvæinu hárslíður. Ctg. og ábyrgðarm.: Jón Alexandersson fírettisg. 3 - fíei/kjavík - Simi 103R0.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.