Eldhúsbókin - 10.01.1958, Blaðsíða 6

Eldhúsbókin - 10.01.1958, Blaðsíða 6
TíZK USIÐAN KJÓLAR (Sídd) : 1 kjólatízkunni í ár vekja stuttu pilsin mesta athygli. 1 raun og veru byggist vor- og sumartízkan 1958 aðallega á sídd pilsanna. Um hana er engin algild regla, heldur ræður mestu lögun og lengd fótleggjanna. Má segja að í því efni ríði mest á smekk hverrar konu, er hún þreifar sig áfram fyrir framan spegilinn, hversu stutt pils fótleggirnir þola. Hins vegar viljum vér benda yður á, að almennt mega kjólarnir ná 5 cm. niður fyrir hnén en kápur aftur á móti 7 cm. Ekki má svo gleyma því, að sokk- arnir eiga nú aftur að vera með saum, því að saumurinn dregur fram fal- legar línur og grennir einnig. (Vídd): I tízkunni er oft skammt öfganna á milli. t vor og sumar ber hæst ann- ars vegar hina þröngu ,,Chemis“ eða sek'kkjóla og hins vegar hin víðu lampapils. Höfuðkosturinn við þetta er, að við getum sjálfar valið, eftir því hvort hentar betur, því að hvort tveggja er jafn rétthátt í tízkunni. KÁPUR: Það nýjasta í káputísk- unni er hin svokallaða pilskápa, sem virðist henta sérstaklega vel hinum pilsvíðu sum- arkjólum. Hin mikla til hneiging til að draga fram þverlínur kemur í káputízkunni greinilega fram í beltunum eða eins og hér sézt með því að stanga þver- línur fyrir neðan mitti. Annars vegar hinn síði jakki, er nær rétt niður fvrir mjaðmir. Hins vegar er svo hinn stutti jakki. Þessi mismunandi jakkatízka hefir það þó sameiginlegt, að báðum fylgja stutt, þröng pils og ekki full erraa- iengd. LITIR: 1 vor- og sumartízkunni er ríkj- andi sú skemmtilega litasamsetning, að kápurnar og dragtirnar eru í sterkum lit en kjólar og blússur með veikari blæ af sama lit. — Með öðr- um orðum tvennskonar blær af sama lit. Helztu sterkari litirnir eru: dökk- blátt, birkigrænt, skærgult, fagurrautt, dökkgrátt og við þessa liti koma svo ljósari blæbrigði. TÖSKUR: Kjólarnir hafa stytzt en töskurnar að sama skapi lengzt. Nýjasta nýtt eru hinar löngu, þunnu umslaga- löguðu töskur, sem ýmist eru með eða án hanka (og eru bornar undir handleggnum). Þessar töskur eru ávallt úr mjúku leðri. Lokan er orðin breiðari og t. d. tvöfaldar reimar leysa hankann af hólmi. Taskan „beuty-box“ hefir fengið keppinaut, sem er hin háa koffort- lagaða útitaska. SKÓR : Skórnir í ár eru támjóir og gjarn- an prýddir með einhverju því, sem dregur athyglina að skónum sjálfum. Margar vilja hafa þá klædda með taui að ofan en leðri á hæl.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.