Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.03.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.03.2022, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Eyravegi 29 • Selfossi • Sími 482 1800 dömufatnaður Glæsilegur Tökum á móti hópum í heimsókn. Erum farnar að bóka fyrir sumarið. tiskuverslun.is Vefverslun Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Æ tla má að um 1.000 manns mæti á hverjum virkum degi í Selfoss- höllina, fjölnota íþrótta- hús sem tekið var í notkun í október á síðasta ári. Höllin er alls um 6.500 fer- metrar að flatarmáli og skiptist í æf- ingaaðstöðu fyrir fjálsar íþróttir og knattspyrnuvöll sem er 64 metrar á breidd og 54 metrar á lengd. Með skilrúmum má svo stúka völlinn í tvennt. Oft er einmitt þörf á slíku því hver stund í húsinu til æfinga er um- setin og mikilvægt að sem flestir fái tækifæri. Bygging sem bætti úr brýnni þörf „Hér er iðandi mannlíf frá því fyrir klukkan átta á morgnana og fram á kvöld og hingað kemur fólk á öllum aldri,“ segir Sveinbjörn Másson framkvæmdastjóri knattspyrnudeild- ar Ungmennafélags Selfoss. Deildin hefur fyrir hönd Sveitarfélagsins Ár- borgar umsjón með aðstöðunni á Sel- fossvelli, útivöllum og nú síðast íþróttahúsinu nýja sem var langþráð. Bygging þess bætti úr brýnni þörf eftir betri aðstöðu fyrir til dæmis iðk- endur í yngri flokkum í knattspyrn- ustarfinu, sem lengi hefur verið mjög öflugt á Selfossi. Sama má segja um frjálsu íþróttirnar. Umhverfis fót- boltavöllinn er göngu- eða hlaupa- braut, um 200 metra löng, sem er öll- um opin. Yngstu og elstu bæjarbúarnir „Árborg er heilsueflandi sveitarfé- lag og margt í bæjarlífinu tekur mið af því. Þannig getur fólk komið hing- að og gengið eftir brautunum og tekið þannig út sína daglegu þjálfun. Slíkt hefur verið mörgum mjög kærkomið í því kulda- og vetrarríki verið hefur að undanförnu. Einnig er hér á þriðju- dögum og fimmtudögum heilsuefling fyrir eldri borgara, sem hefur slegið alveg í gegn, segir Sveinbjörn og heldur áfram: „Á morgnana eru hér líka opnir tímar fyrir leikskólana og dagmömm- ur sem þá koma hingað með krakk- ana sem hér fá frábært tækifæri til að ærslast og leika sér. Þannig er Sel- fosshöllin, eins og húsið er kallað, samkomustaður elstu og yngstu bæj- arbúanna og allra þar á milli, sem gerir þetta að einstökum stað. Upp- bygging íþróttaaðstöðu skilar sér alltaf margfalt til sveitarfélagsins eins og komið hefur á daginn.“ Sveinbjörn hefur starfað fyrir fót- boltann á Selfossi og sem vallarstjóri frá 2008. Hann segir að auðvitað hafi gangur mála í fótboltanum verið upp og ofan á þessum fjórtán árum. Þann- ig sé lífið í sínum fjölbreytileika. „Annað vegur þó þyngra. Ævintýr- ið eru samskiptin við fólkið, til dæmis krakka sem hafa náð langt í sínum íþróttagreinum og nefni ég þar til dæmis fótboltamennina Viðar Örn Kjartansson, Jón Daða Böðvarsson og Guðmund Þórarinsson. Raunar koma alveg ótrúlega margir hingað á Selfossvöll til æfinga eða sem áhorf- endur; eru blanda sér í leikinn hver með sínu móti og lifa og hrærast í því samfélagi. Það gefur mér mikið,“ seg- ir Sveinbjörn Másson. Samskipti við fólk ævintýrið í starfinu Íþróttir í Selfosshöll. Uppbygging aðstöðu skilar sér margfalt. Um 1.000 iðkendur mæta í húsið dag- lega. Sveinbjörn í starfi fyrir knattspyrnuna í 14 ár. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Æfing í Selfosshöllinni eftir skóla hjá 6. flokki hjá knattspyrnudeild Ungmennafélags Selfoss. Tilþrif og takta kennir Danijel Majkic sem er þjálfari, auk þess að leika með meistaraflokki. Sveinbjörn Másson stýrir daglegri starfsemi í Selfosshöllinni sem er orðin sterkt kennimark í bæjarmyndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.