Eyjablaðið - 23.05.1939, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 23.05.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGURINN 23..MAÍ 1939. EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Útgef.: Sósialiátafélag Vestm.eyja Abyrg ritnefnd: Haraldur Bjarnason. Arni Guðmundsson. Afgreiðola blaðsins er á Sólheimum (niðri), Prentstofa JHG Aflraunir óstjórnarinnar. Hin nýbakaða ríkisstjórn, ' seni tekið liefur sér nafnið Þjóðstjórn (til að skarta með) í fullkomnu heimildar|eysi, hefur nú setið í önd- vegi . þjóðarbaðsíofunnar nokkurt skeið. Og þó braut hennar sé enn ekki löng ber húu þó ljóst vitni um hvert stefnt er. Það mun því liggja mjög beint við, að hin vinnandi al- þýða fari að.gera það upp við sig, hvað segja skuli, og hvað gera skuli við því ástandí, sem hin skart- búna afturganga auðvaldsins, Þjóð- stjórnin, vinnur að, að skapa. Þau fyrstu kvnni, sem alþýða manna hafði af þessari nýju óstjóru var krónulækkunin, sem lagðist yf- ir borg og bæ eins og beljandi jóðstuna afturhaldsins rétt fyrir hina erfiðu fæðingu þessa óskabarns síns. Að ;vísu létu ýmsir úr þjóðstjórnar fjölskyldunni það boð út ganga, að þetta væri hið eina bjargráð, sem tiltækilegt væri til ,gð frelsa þjóðina. Og sjá! Frelsi Jrjóðarinnar rnun þá á þeirra máli heita það, að loía hinni stritandi alþýðu að greiða stórum hækkað verð fyrir nauðsynjar sínar, sem án efa lilýt- ur að þýða aukinn skort á sóma- samlegu I.fsviðurværi, bæði í inat- aræði, klæðnaði og húsnæði. Nú cru sjúkrahús þjóðaiinnar fullskipuð fyrir, svo vart mun því öreigum ætlaður annar dvalarstaður með auknum sjúkdómum en mold sinn- ar fósturjarðar. En afturhaldið lét ekki sitja við þetta eitt saman. Enn heyrist hljóð úr horni. Fæðingarhríðin er um garð geng- in og hinn geðslegi ungi er tekinn að hjala. Mál hans er að vísu tæpi- tunga ennþá, en hann skilst þó. Næst á dagskrá er að „fulltrúi al- þýðusamtakanna'' í óstjórninni Stef- án Jóh. Stefánsson skifti nú alþýðu- sambandinu svo nefnda á milli sín og Ólafs Thors, til að reyna að grípa fyrir kverkar hins óháða fag- sambands, sem verkamenn eru nú í þann veginn að skapa. Öllum sjóðum verklýðssamtak- anna, sem óstjórnarfjölskyldan hef- Verðlaunakvæði Magnúsar S 0 Stefánssonar.g(Orn Arnar). íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að töf yrði á framsóknarleið eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knör, éftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjurn sé breytt, þá er eðlið samt eitt, eins og ætlunarverkið, er sjómanns- ins beið. ur náð fil, hefur þegar verið rænt svo nú er aðeins eftir að draga svo máttinn úr stéttinni sjálfri að hún verði þess ekki megnug að bæta scr þetta tjón í náinni framtfð. Eftir er aðeins að vita hvort slík níðings- verk verða þoluð af hinni sterku og vinnustæltu alþýðu. — Það verður af því, sem að fram- an er sagt ekki misskilið, að stefna óstjórnarinnar er sú, að pína al- þýðuna, sem verðmæ.in skapar enn frekar en orðið er — allt fram á grafarbarminn — til að trjð « í hina miklu hít hins þríhöfða afturhalds- þurs. I fæsturn orðum: Auðvaldsþrenn- ingin, íhald, framsókn og afturhalds kratar, standa nú í aflraunum. Afl- raunin er sú að herða sem fastast hungurólina að hinu mjóa ..mitti ís- lenskrar alþýðu. En það mega allir vi.ta að slíktir leikur verður ekki lengi liðinn, og hin vinnuhrjúfa hönd alþýðunnar getur, þegar henni er þannig misboðið, snúist tii varn- ar og greitt böðlum sínurn það, sem böðla er, og um leið tekið það, sem alþýðunni ber. Og það eitt er víst, «að þeir sem ræna alþýðtina frelsi og lífsviðurværi mun aldrei lengi þrífast á þessu landi. Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál, hvort sem knýr hana ár eða reiði og rár eða rammaukin vél yfir ál, —' hvert eitt fljótagdi skip ber þó farmannsins svip, hann er ferjunnar andi og hafskips- ins sál. Hvort sem heimalands strönd eða langt út í lönd á hann leið yfir ólgandi flóð, gegn ittm vöku og draum f'léttar trygðin þann taum, sent hann tengir við iand sitt og þjóð. Þegar hæít reynist för, þegar kröpp reynast kjör, verpttr karlmenskan ísUnska bjarma á hans slóð. íslands Hrafnistumenn eru hafsæknir enn, ganga hiklaust á orustuvcll út í stormvirðin höst, móti straumþungri röst, yfir stórsjó og holskefluföll, flytja þjóðinni auð sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir fra.m- tíðarhöll. Frá síðasta bæjarstjórn- arfundi. Á síðasta bæjarstjórnaríundi sam- þykkti meirihlutirm (þar með tal- inn Sveinn Guðmundsson), að svifta sorp- og salernahreinsaranna, þá, sem unnið hafa að þeim verkum undanfarin ár, starfi sínu. Mæl- ist þessi ráðstöfun mjög illa fyrir hjá almenningi, sem óbilgjörn í garð þessara starfsmanna bæjarins «auk' þess, sem engir, nema ef til vill meirihlutamennirnir í bæjar- stjórninni, sjá fram á að hún muni hafa sparnað í för með sér íyrir bæjarsjóð. Á þessum sama fundi hélt meiri- hlutinn áfram ofsóknum sínum í garð Guðlaugs Hanssonar, og neit- aði honum um 5—600 króna eftir- laun. Þá lá fyrir fundinum málaleitan frá verklýðsfélögunum, að bæjar- stjórnin gerði einhverjar ráðstafan- ir gegn atvinnuleysi hér í sumar, þar eð vitanlegt er, að margir heint- ilisfeður komast ekki héðan í at- vinnuleit. — Ekki vildi meirihlutinn sinna þessari máláleitan. Tiilaga sósíalista um að bæjarstjórn kysi nefnd, er athugaði málið og legði tillögur sínar fyrir bæjarstjórn innan viku var feld. Ekki mátti svo mikið sem athuga málið — það var að gera verkalýðnum of 'hátt undir höfði. — TILKYNNING Lifrarinnleggjendur eru áminntir um að koma með lifrarseðla sína á skrif- stofu samlagsins til samanburðar. Lifrarsamlag Vestmannaeyja Sunnudaginn 21. maí hélt Franco hátíðlega innreið í Madtid, höfuðborg Spánar. I fylkingu „þjóðernissinna" bar mest á ítölskum sveitum og Máraherliði. Myndin sýnir fyrstu fasistaher- sveitirnar er fóru inn í Madrid, er borgin hafði verið svikin í hendur Francos.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.