Fréttablaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 30
Agnieszka segir
hjarta sitt slá
fyrir Eflingu og
láglaunafólk
enda alltaf verið
láglaunamann-
eskja sjálf. „Ég
hef alltaf verið
láglaunamann-
eskja, ég veit
að þetta starf
er tímabundið
og ég veit að
ég verð aftur
láglaunmann-
eskja.“
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
En ég á erfitt með að
setja fingur á það
hvenær þessi undar-
lega hegðun hennar
byrjar. Mögulega var
hún alltaf svona.
Þannig
væri hún
ein með
fullkomið
vald – sem
er stór-
hættulegt.
var hún alltaf svona. Markmið
hennar hefur alltaf verið að stjórna
ein og hún vill ekki að fólk spyrji
spurninga.
Þegar kosið var um hópuppsögn-
ina spurði B-listinn engra spurn-
inga. Samkvæmt fundarsköpum
á að kynna málefni á einum fundi
og greiða atkvæði um það á öðrum,
sú regla var ekki virt og atkvæða-
greiðsla fór fram á sama fundi og
við fyrst heyrðum um hópupp-
sagnirnar.
Eins eigum við að fá dagskrá
fundar fyrir fram sem við fengum
ekki. Þarna virti hún ekki fundar-
sköp en þegar 500 meðlimir fóru
fram á að kallað væri til fundar sá
hún ekki ástæðu til að verða við
því. Það er ekkert í lögum Eflingar
sem kemur í veg fyrir að boðað sé
til fundar með stuttum fyrirvara ef
um aðkallandi málefni er að ræða,
það er bara í fundarsköpunum og
skyndilega ákvað Sólveig að virða
þau.“
Vildi róa andrúmsloftið
Í nóvember síðastliðnum sagði Sól-
veig Anna af sér sem formaður Efl-
ingar og sagði í yfirlýsingu starfsfólk
félagsins hafa hrakið sig úr starfi. Í
framhaldi sendi starfsfólkið frá sér
tilkynningu þar sem kom fram að
það hafi ekki verið vilji þeirra að
Sólveig segði af sér heldur hafi þau
vonast til þess hægt væri að leysa
vandann í samvinnu við yfirmenn.
Tilkynnt var stuttu síðar að
Agnieszka tæki við af Sólveigu en
kosningar færu fram í mars. Eins var
tekið fram að stjórn Eflingar myndi
ekki veita viðtöl um ágreining þann
sem uppi hefði verið innan félagsins
undanfarið.
„Vegna stöðugra árása fjölmiðla
vildi ég róa andrúmsloftið og átta
mig á því hvað væri í raun um
að vera. Þetta var mjög undarleg
ákvörðun af Sólveigar hálfu enda
höfðu allir stjórnarmeðlimir reynt
að telja hana af því að segja af sér.
Þetta var mjög heimskuleg ákvörð-
un.
Hún vildi ná fram hefndum
Hennar rök voru að hún væri að fá
hótanir frá starfsmanni, en aldrei
tilkynnti hún lögreglu um þessar
hótanir. Þetta var allt mjög óljóst.
Í mínum huga vildi hún bara ná
fram hefndum enda hafði hún gefið
starfsfólki afarkosti og boðið þeim
að bera til baka ályktun trúnaðar-
manna eða að öðrum kosti myndi
hún segja af sér. Starfsmenn ákváðu
að standa við yfirlýsinguna. Þau
voru ekki að biðja um mikið, þau
vildu einfaldlega fá fund án sviðs-
stjóra til að ræða stöðuna sem upp
var komin.“
Agnieszka lýsir erfiðum sam-
skiptum á skrifstofunni og segir
framkvæmdastjórann þar ekki
undanskilinn.
„Viðar var erfiður í samskiptum
og oft þegar ég reyndi að tala við
hann lét hann sem hann skildi mig
ekki. Ég á yfirleitt ekki erfitt með
að tjá mig og f lestir skilja hvað ég
á við en hann hagaði sér alltaf á
þennan hátt. Ég veit ekki hvort
þetta var vegna þess að ég er kona
eða vegna þess að ég er erlend kona
eða þar sem hann er menntaðri en
ég. Kannski blanda af þessu öllu.“
Agnieszka segir Sólveigu hafa til-
kynnt sér að hún ætlaði að segja af
sér.
„Hún sagðist ætla að koma aftur
og hreinsa almennilega til.“
Hún segist af þessum ástæðum
ekki hafa viljað ræða við fjölmiðla í
upphafi. „Ég vildi bara að verkalýðs-
félagið væri starfhæft. Efling er mér
alltaf efst í hjarta, sama hver er þar
við völd.“
Agnieszka segir Sólveigu hafa
farið fram á það við hana eftir að
hún hætti, að fá að sitja fundi trún-
aðarráðs. „Ég ræddi við lögmenn
félagsins sem sögðu hana ekki
mega sitja fundi enda væri hún ekki
lengur í stjórn. Þeir einu sem gætu
boðið henni að sitja fund trúnaðar-
ráðs væri sjálft trúnaðarráðið. En
hún pressaði á mig, og ég bað hana
að bíða og ég myndi láta hana vita
ákvörðun ráðsins. Áður en það tókst
dró hún beiðnina til baka. Hún fór
þá að nota sitt fólk eins og Daníel
Örn Arnarsson.“
Fólk Sólveigar eyðilagði
fundafrið
Agnieszka segir fundi trúnaðarráðs
í framhaldi hafa orðið óskilvirka
enda hafi ein ónefnd manneskja,
sem hafi verið í beinu sambandi við
Viðar, truflað fundi með sífelldum
tillögum. „Þessi manneskja var
hávær og við bættist að mágkona
Sólveigar er einnig í ráðinu. Þetta
fólk truflaði fundi eins og mögu-
legt var,“ segir Agnieszka sem lýsir
ástandinu sem óbærilegu.
Einn versti fundurinn fór fram á
Zoom vegna samkomutakmarkana
en þar segir Agnieszka vanann hafa
verið að einn talaði í einu en á þess-
um fundi öskraði hver ofan í annan.
„Það er sérlega erfitt þegar einn-
ig þarf að nota þýðingarþjónustu.
Spjallgluggar opnuðust í sífellu með
persónulegum ásökunum um fólk
sem var fjarstatt. Þetta var klikk-
aður fundur og þarna íhugaði ég að
segja af mér. Fólk Sólveigar ætlaði
augljóslega ekki að leyfa okkur að
ná fram eðlilegum fundarstörfum.“
Alltaf sama fólkið með árásir
Agnieszka segist daginn eftir fund-
inn hafa áttað sig á því að lætin
hafi aðeins komið frá litlum hópi
og hringt nokkur símtöl í meðlimi
trúnaðarráðsins.
„Ég spurði hvort Viðar hefði haft
samband við þau fyrir fundinn og
svarið var alltaf jákvætt. Hann var
að leita að fólki til að styðja Sólveigu
sama hvað og einfaldlega truf la
fundinn eins og kostur væri. Mark-
mið hennar var að sýna að útlend-
ingurinn gæti ekki haldið utan um
félagið. Þannig réðust þau á okkur
innan frá – svo hún gæti sýnt fram
á að hún ein gæti haldið félaginu
gangandi. Þetta hélt áfram á næstu
fundum og það var alltaf sama
fólkið sem var með árásir og læti.“
Hvers vegna hættirðu ekki?
„Ég áttaði mig þarna á því að það
væri ekki trúnaðarráðið sem væri
á móti mér heldur einungis lítill
hópur sem var beðinn um að gera
þetta. Ég ákvað því að halda áfram
– aðallega fyrir okkar erlendu félaga.
Ég var kosin og ég trúi því að þetta
sé verkefnið mitt.“
Vissi sjálf að hún segði ósatt
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hefur Sólveig ekki mætt á
skrifstofu eftir að hún tók aftur við
formannskeflinu og segir Agnieszka
starfsfólk í raun hafa velt því fyrir
sér hvernig hún hafi ætlað að gera
það.
„Hún réðist á allt starfsfólkið án
undantekninga, kallaði það nöfnum
og sagði það aðeins mæta til vinnu
til að fá frían mat og kex úr skúffum.
Margir höfðu velt fyrir sér hvernig
hún ætlaði að mæta til vinnu eftir
þetta enda vissi hún sjálf að hún
væri að segja ósatt.“
Aðspurð hvort hópuppsögnin
hafi komið henni á óvart svarar
Agnieszka:
„Sólveig sagði í október 2021 að
hún ætlaði að koma aftur og taka
almennilega til hendinni svo ég
óttaðist að vissu leyti að hún myndi
grípa til aðgerða á við þessa. En ég
vonaði að hún gæti það ekki. Að
verkalýðsfélag sé uppvíst að slíku
er í mínum huga fáránlegt.“
Sannleikurinn skiptir engu
Sjálf segist Agnieszka ekki óttast um
stöðu sína.
„Ég er ekki hrædd um að fá ekki
vinnu í framtíðinni enda er ég
mörgum hæfileikum gædd. En það
er augljóst að uppsögn minni af
skrifstofunni verður erfitt að fram-
fylgja enda hef ég ákveðna funda-
skyldu sem varaformaður auk þess
sem ég þyrfti að leysa Sólveigu af
kæmi til þess. Hvernig á ég að gera
það ef ég ræð mig aftur sem strætó-
bílstjóra? Skilja strætóinn eftir á
miðri götu og taka við af henni? Það
er af þessum ástæðum sem útbúið
var starf á skrifstofunni fyrir for-
mann og varaformann.
Varðandi allar þessar uppsagnir
þá held ég að hún vilji ekki hafa fólk
í kringum sig sem veit hvað hún
hefur verið að gera. Til að mynda
fann ég fyrir tilviljun út að vinur
hennar, Andri Sigurðsson, fékk
greiddar 23 milljónir fyrir gerð vef-
síðunnar. Mér fannst upphæðin
undarlega há og fór að spyrja spurn-
inga innanhúss. Þar með lak fréttin
til fjölmiðla. Þegar ég svo skoðaði
fundargerðir hafði það aldrei verið
samþykkt að ráða fyrirtæki hans.
En eins og Sólveig sagði við mig á
erfiðum fundi okkar 2020: Sann-
leikurinn skiptir engu – þetta er
pólítík.“
Orka mín á að fara í annað
Aðspurð um næstu mánuði segist
Agnieszka harðákveðin í að halda
áfram baráttunni fyrir félagsmenn.
„Ég er reiðust yfir því að svo mikil
orka fari í baráttu við Sólveigu, orka
mín á að fara í annað.
Ég held áfram alla vega fram að
kosningum í mars á næsta ári. Ég
mun mæta á skrifstofuna um leið
og heilsa mín leyfir en ónæmiskerfi
mitt hrundi á dögunum enda hef
ég verið undir miklu álagi og þurft
að þola stöðugar árásir undanfarna
fimm mánuði.“
Aðspurð hvaðan baráttuandinn
komi segist Agnieszka alltaf viljað
berjast fyrir þá sem minna mega sín.
„Faðir minn var reyndar formaður
verkalýðsfélags í Póllandi árum
saman svo kannski kemur þetta frá
honum,“ segir hún í léttum tón.
Hún segir föðurinn sem hún elti
hingað til lands aftur f luttan til
Póllands. „Hann lenti í vinnuslysi
árið 2013 og var í kjölfarið sagt upp
blaðburðarstarfinu. Hann gat ekki
lifað hér án launa og flutti í kjölfarið
aftur til Póllands og ég hélt honum
uppi um tíma. Nú hefur honum
tekist að finna vinnu.“
Vann tvö full störf
Agnieszka kynntist eiginmanni
sínum, Krzysztof, sem einnig
er frá Póllandi, hér á landi árið
2010 og tóku þau upp samband
nokkrum árum síðar. Þau eiga tvö
börn, þriggja og fjögurra og hálfs
ár svo það er stutt á milli og segir
Agnieszka eiginmann sinn hafa
borið hitann og þungann af upp-
eldinu undanfarið. „Ég hef unnið
til ellefu ansi mörg kvöld og margar
helgar. En ég hef þó ekki verið að
rukka yfirvinnu fyrir þetta. Ólíkt
Sólveigu og Viðari.“
Eftir slæma reynslu af leigumark-
aðnum í Reykjavík tókst Agnieszku
að kaupa sér íbúð í nágrannabæjar-
félagi. „Til að safna fyrir íbúðinni
vann ég í tveimur fullum störfum.
Ég veit að ég var heppin að ná að
kaupa mér íbúð. En ég vann fyrir
henni og ég vann fyrir henni sem
strætóbílstjóri. Ég hef alltaf verið
láglaunamanneskja, ég veit að
þetta starf er tímabundið og ég
veit að ég verð aftur láglaunmann-
eskja.“ n
30 Helgin 30. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ