Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Side 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Side 3
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið4 5 með ys og þys, og allar vinnandi hendur höfðu eitthvað fyrir stafni. Afi kemur sér vel fyrir og fær málafærsluréttindi og gerist umboðs- maður norskra útgerðarmanna svo sem Tynesar og Roalds og græðist fé. Hann kaupir/leigir tún um 1912-1915 af Efri-Höfn að stærð um 4 dagsláttur. Mun það hafa náð frá Skriðustíg í norðri (bröttu brekkunni sem byrjar þar sem Lindargata mætir Suðurgötu) og markast í vestri af Heiðarvegi og að sunnan af línu sem sker húsið Háveg 24 og liggur milli húss Jóhannesar Þórðar og Björns og Eiríksínu (eða Sveins Björns og Hansínu) og endar niður við Suðurgötu í austri, og áfram leigir hann og selur úr þessu túni sem í kringum húsið var. Á þessu túni og húsi er ég alinn upp. Á túnræmu milli Hverfisgötu syðri og nyrðri (Skriðuhverfi sem ég kýs að kalla svo) og slítur sundur Hverfisgötuna frá Heiðarvegi að gatnamótum Suðurgötu og Laugarvegs standa hús nr. 16-31. Hverfisgata 16 var aldrei kallað annað en Skarðdalur og fólkið Skarðdalsfólkið. Þar bjuggu í mínu ungdæmi Björnonía og Sigurður og svo Finna og Einar sem áttu drenginn Patta, eins og hann var alltaf kallaður, þar til hann var seint og um síðir skírður Aðalbergur Snorri. Hingað fluttu svo Guðni Gestsson (f. 30) og Jónína Egilsdóttir með börn sín Rakel (´48-´59), Gest Guðnason (49-19), gítarleikara og Egil sem spilaði með okkur fótbolta hjá KS og dótturina Hrafnhildi eða Rabbí. Sunnan við þau á Hverfisgötu nr. 18 bjuggu Bjössi Björns og Nína og á neðri hæðinni bróðir Bjössa Kobbi. Neðan við Hverfisgötuna nr. 17-21 bjó Alli á Neista, bif- vélavirki og Þóra konan hans og niðri bjuggu Haraldur Árnason kenndur við Shell og kona hans Karólína. Þeirra börn voru Ólöf Þórey, Helga, Ragnheiður, Árni og Eyþór. Í næsta húsi bjó Jón Sæm og Bára með dætur sínar Gunnu, Kolbrúnu og Hrafnhildi og niðri bjuggu Pétur á Nöf, bróðir Skafta, og Magga og kötturinn Ponta sem misst hafði skottið. Í húsi nr. 21 bjó Sigurbjörg og dóttursonurinn Gulli, Seinna flutti þangað ekkjan Val- gerður og börnin, Raggi, Kjartan, Sævar, Lóa, Freyja, Sigrún, Heiðrún og skólabróðir minn Þorsteinn, Doddi Gerðu. Tveimur húsum sunnan við Suðurgötu 26 bjuggu Jón Sigurbjörnsson og Maja með börn sín Bjössa, Ásu, Sverri, Lovísu og Möggu en Sverrir var jafnaldri minn. Man eftir því að hafa kjagað eftir túninu framhjá húsi Láru og Árna Björns til að leika við Sverri. Á Hverfisgötu 27 ofan við bjuggu Nunna Möller og Jón í Hrímni síldarsaltandi með börnum sínum Björgvini, Steinunni, Brynju og Salbjörgu. Nunnu fékk ég að bolla á bolludaginn og fékk að launum rjómabollu. Niðri hjá Jóni og Nunnu bjuggu í mínu ungdæmi þau Aðalsteinn og Sigga Gísla, foreldrar Eysteins, Hinna, Gugga og Kristjönu. Eysteinn fór ungur á sjó og í einni siglingunni mundi hann eftir okkur Sigga Ása, guttunum í hverfinu og færði okkur gjafir. Sól og sumar suðrábökkum Það kemur eflaust mörgum á óvart að þessi hreinræktaði Siglfirðingur og boðberi Siglufjarðar skuli vera fæddur í Reykjavík! En þannig var það og er. Þegar ég var sex mánaða lentum við mamma; Binna Jóns á firðinum með Catalínu flugbát. Á bryggjunni tók greiðvikinn maður á móti okkur og mamma fékk far heim með drenginn sinn að húsinu Suðurgötu 26 þar sem amma og afi höfðu búið síðan 1904. Greiðvikni maðurinn var Jónas Björnsson sem síðar átti eftir að verða tengdafaðir minn! Móttökurnar í gamla húsinu voru stórkostlegar. Frændur mínir Erlingur og Ingvar, synir Boggu Jóns og Bjössa Kalla, stóðu á pallinum og sungu til frænku sinnar: „Sértu velkomin heim, yfir hafið og heim!“ Húsið sem er svokallað norskt kataloghús og keypt upphaflega af skipstjóra sem var svo svikinn í tryggðum þegar smiðurinn og hann komu með húsið tilsniðið til Siglufjarðar. Afi og amma höfðu þá misst hús sitt við Norðurgötu í bruna skömmu áður og voru komin með tvær litlar dætur, þær Helgu (f.02) og Theu (f.04) og festu kaup á húsinu sem hinn hryggbrotni skipstjóri hafði selt smiðnum, sem reisti það á þessum fallega stað. Af Fljótamanninum afa Jóni Jó- hannessyni (f.78) er það að segja að hann kunni vel við sig á Siglufirði og segir frá því í grein í blaði sem skátar gáfu út á 30 ára afmæli Siglufjarðar og hét einfaldlega „20. maí.“ Afi rennir sér í fínni færð á skíðum seint í apríl 1902 og telur upp nánast alla íbúa og hús og bæi á Eyrinni en þau voru 14 talsins. En þegar greinin er skrifuð 36 árum síðar hefur heldur betur orðið breyting á. Bærinn sem árið 1902 var aðeins lítið sjávarþorp var orðinn stærðar kaupstaður Binna með drenginn sinn sunnan við húsið. Takið eftir trénu á efri myndinni sem hefur heldur betur teygst úr. Var nýlega grisjað til að forða húsi frá skemmdum og til að auka birtu. Þarna má sjá bakkana norðan Roaldsbraggans sem hverfið er kennt við. Til að fá athafnapláss hefur verið gripið til þess ráðs að grafa út bakkana. Og takið eftir að Skriðustígurinn rétt sunnan við hús Tomma Hallgríms og Bjarkar, sem er fremst á myndinni er ekki kominn en sú gata kemur eftir stóra skriðu úr Fífladalslaut 1933. Suðurgata 26 er með rauðu þaki hægra megin á myndinni. (Málverk Kristínar Jónsdóttur líklega1920). Svona ímynda ég mér að Jónstúnið hafi litið út í upphafi. Fjórar dagsláttur. Suðurgata 26. Jonni Jóns á þakinu. Líklega í hlutverki sótara. Binna Jóns með frændur sína, Erling og Ingvar í dyrum gamla hússins.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.