Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Apr 2021, Page 7

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Apr 2021, Page 7
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið12 13 bjó. Þar á móti var Möllers-húsið en þar bjó Jóna Möller ekkja Christian Möller, lögregluþjóns og foreldrar Jóhanns Möller, Bassa Möller, Unnar Möller ofl. Á Suðurgötu 37 bjó frænka mín Helga Jóhannesdóttir og maður hennar Jón Gíslason. Binnudrengurinn stígur út úr unglingabókinni Þegar ég er um 10-12 ára kom út bókin Fjórir á fleka sem við vinirnir Gummi Ragnars og Björgvin Sveinn Jónsson sökktum okkur í. Þetta var þýsk bók og gerðist við vatn eða baðströnd og krakkarnir syntu í sjónum eins og enginn væri morgundagurinn. Þau voru í félagsskap sem kallaði sig Vatnsrotturnar og samkvæmt stofnskránni ætluðu þau að láta gott af sér leiða. Við strákarnir vorum upprifnir af þessum boðskap og ég man að ég var með fjólubláan tuttuguogfimm krónu seðil í vasanum sem ég hafði ætlað í að kaupa eitthvað hjá Agli Melsted á hjólið mitt eftir samningaviðræður við Binnu Jóns. Eitthvað dróst að fara til Egils og þennan morgun í hverfis-Mjólkurbúðinni á mótum Laugarvegs og Suðurgötu vorum við staddir þrír í VR sem stóð fyrir skammstöfunina Vatnsrotturnar; þá er Helga frænka mín að kaupa eitthvað í kaupfélagnu sem var við hliðina á Mjólurbúðinni en hafði vantalið í buddunni og átti ekki nóg. Þá var það drengurinn hennar Binnu sem tók upp 25 kallinn og lánaði Helgu frænku! Þögn sló á mannskapinn og siglfirsku Vatnsrotturnar litu með lotningu á Binnudrenginn sem hafði gert þarna góð- verk eins og sagt var frá í VORINU og ÆSKUNNI. Heyr, heyr HÚRRA. En Adam var ekki lengi í æskulýðsleiðtogasætinu! Helga bankaði í gluggann á Suðurgötu 37 þegar hún gekk þar framhjá og borgaði sína skuld! En mikið var hann góður drengurinn hennar Binnu, sagði hún og strauk mér um vangann með vinnulúinni hendinni.! Landmarkshúsið og Konnarnir Jóhann Landmark kom til Siglufjarðar með konu sína Valgerði. Þau áttu kjördóttur Ester Landmark (1915- 2008) Uppeldissystir hennar var Petra gift Bjarti á Ráeyri fyrir handan Siglufjörð þar sem þau bjuggu. Ester átti tvö börn Svövu Landmark og Ómar Ingimundarson. En í Landmarkshúsinu bjó einnig Friðgeir ýtustjóri og kona hans Fríða sem er mamma Alla Rúts, skemmtikrafts og systkinin Árni og Hulda Friðgeirsbörn. Við Hafnargötuna sunnan við Landmarkshúsið bjuggu Konnarnir. Konni Konn sem átti Kidda Konn, Sigga Prefedu fólksbíl sem var með hálfgerða hafmeyju fremst á húddinu. Eitt sinn bar það við að Maja dóttir hans var á bílnum og ætlaði rétt að kíkja til Steinunnar Jónsdóttur Hrímnisforstjóra og stökk út úr bílnum sem rann með opna hurð niður túnið fyrir ofan gamla húsið hjá okkur og hefði endað í eldhúsinu hjá Binnu og Guðlaugu ömmu ef hurðin hefði ekki stungist í grasið og stoppað bílferðina. Fimm ýtustjórar Ekki færri en fimm ýtustjórar voru í hverfinu. Friðgeir Árnason (05-84) sem bjó í Landmarkshúsinu, Geiri Gunnars (1912-1985) sem bjó í Suðurgötu 41, og sonur hans Gunnar Ásgeirsson (43-95) og Ottó Jörgensen (47). Haft var orð á því hvað Ottó þótti flinkur á ýtunni þar til á vorin að Suðurgatan reyndist nánast girðingarlaus! Einn bjó á Laugarvegsendanum. Hafliði Sigurðsson (1931-2000) -Diddi maður Jóhönnu Venna. Skíðamenn og fimleikamenn Nokkrir stæltir íþróttamenn voru í þessu litla hverfi og skal fyrst nefna þann landskunna Jonna Vilbergs margfaldan skíðakóng og Íslandsmeistara. Ég man eftir því að eitt vorið vorum við Siggi Ásgríms að leika okkur í svokallaðri Löngulaut þegar við heyrðum sérkennileg kvisshljóð en þetta var þá Jonni að koma ofan af toppi í svigi niður snjólitla lautina. Þá var Helgi Sveinsson á árum áður liðtækur stökkmaður á skíðum en brotnaði nokkrum sinnum illa hann sneri sér þá að þjálfun fimleika og náði þar góðum árangri. Gunnar Guðmundsson, margfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu. Einar Hermannsson og Skarphéðinn Guðmundsson, bróðir Gunnars, Valur Johansen og Keli Ben voru liðtækir fimleikamenn. Guðmundur Petersen, kallaður Gúndi og Valur Johansen voru miklir félagar og á góðviðrisdögum mátti sjá þá á sjóskíðum á firðinum. Síðan má nefna þá Stefán og Jón Skaftasyni sem lengi léku knattspyrnu með KS og ef ég má vera frekur og teygja mig yfir á Lindargötuna en þar bjó Bragi Magnússon, knattspyrnu- og skíða- maður og golfari. Siggi Benni og Viktor Þorkels voru liðtækir í boltanum, synir Möggu Brands og Kela Ben. Keli var einhver sá flinkasti á skautum sem ég man eftir og átti ófáa sprettina á svellinu suður af Ráðhústorginu. Magga Brands (22-09) og Keli (20-93) bjuggu á Suðurgötu 24B sem var ca. 50 fermetrar á þremur hæðum. Á neðstu hæð var Bakkabúðin en á hinum bjuggu þau með börnum sínum Kiddjóni (41), Sóleyju (43), Sigga Benna (44), Vidda (46-08), Sollu (50), Dísu (52) og Sigurveigu (54- 12). Þar var oft þröng á þingi. Minnist ég þess að þegar Bakkabúðin flutti úr húsinu fékk Viddi sérherbergi á kjall- arahæðinni. Hann var svo glaður að hann bauð fólki inn af götunni að líta á herlegheitin! En við framkvæmdir á vatnslögn úr fjallinu niður á plönin tókst ekki betur en svo að stærðarinnar „hné“ var í einu horni herbergis Vidda. Ef það hefði brostið meðan íbúinn var í rúminu hefði getað farið illa! Suðurgata og Hafnargata að Laugarvegi Neðan við Suðurgötuna þar sem hún klofnar við Hafnar- götu var svokallaður Rafveituskúr en hafði áður verið leigð ur til síldarfólks og þar fyrir sunnan kemur hús Símonar föður Söru (23-04) mömmu Sigga Söru (46-68) beint á móti húsi Árna Björns (06-88) og Láru Stefáns (10-90) Suðurgata 30 þar bjuggu Þórir Björnsson og Nína Víglunds ásamt barnaskara, Gunnu Gígju, Hemma, Bjössa og Fjólu. Þar fyrir sunnan bjó Freysteinn (07-79) og Sigríður kona hans og börnin Haukur (42-81) og Svana (40). Þar sunnan við var svokallaður Pálínuskúr þar sem Pálína mamma þeirra Láru, Báru og Huldu Stefáns Ottó Jörgensen stýrir ýtunni fimlega á Aðalgötunni á snjóa- vetri 1967. Bakkabúðin. Skúrinn við hliðina var notaður af Hertervigs bakaríi. Komið var að morgni með brauðin heit og þeim skutlað inn í skúrinn. Jóna Möller með Möllershúsið að baki. Björnshúsið (Þönglaskáli) síðan sést í Rafveituskúrinn. Til vinstri er Suðurgata 30 þar sem Þórir Björns og Nína bjuggu og þar áður Jón og Maja og Sigurður og Salbjörg. Á milli húsanna má sjá Rafveituskúrinn svonefnda.Viddi Kela. Jóhann Vilbergsson einhver frægasti sonur hverfisins og Jónstúnsins. Jóhann fæddist nánast í túnjaðrinum Há- vegi 15. Byrjaði snemma á skíðum og varð margfaldur Íslandsmeistari í svigi, stór- svigi og bruni. Fór tvisvar fyrir Íslandshönd á Olympíuleikana, 1960 og 1964.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.