Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Side 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Side 8
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið14 15 Pésa, sem er friðsemdarmaður eins og við úr Skriðuhverfi og Jónstúninu. Þarna stutt frá reistum við stíflu og Jón Finnur var viss um að við gætum framleitt rafmagn! Jón Finnur var fínlegur, grannur og með prófessorsáhuga á rafdóti og uppfinningum og forystumaður okkar í eðlisfræðirannsóknum! Ég man eftir einu rifrildi við Brekkugutta og þá var Kalli Lilliendahl í fyrirsvari þeirra. Þetta var á stígnum sem lá framhjá Steinaflötum við hús Jóns skó. Kalli var kjaftfor með afbrigðum og hafði náð sér verulega upp og hellti skömmunum yfir okkur. Þá tókst einhverjum að hæfa hann beint í hausinn með snjókúlu og var þá allur vindur úr honum. En sögur um villimennina héldu fyrir okkur vöku og þegar heyrðist að þeir hefðu látið kaupa fyrir sig loftriffil þá var ekki laust við að á dimmum haustkvöldum færi um okkur hrollur og vissara að hafa kirkjuturninn í augsýn. Skammt ofan við hús Tóta Gauta við Háveg voru áramóta- brennur hverfisins haldnar. Við vorum lungann úr desembermánuði að safna í brennuna og þá var gott að hafa menn með sambönd í útgerðargeiranum. Ási Sigurðs og Kristján Rögnvaldsson sáu um að skaffa nótabát á bálið. Halli Shell Árna var brennustjóri og keyrði oft olíubílinn fullnærri bálinu fannst sumum og ökumaðurinn angandi af kaupstaðarlykt! Ási Sigurðs og Kristján Rögnvaldsson, skipstjóri skutu neyðarrakettum upp á miðnætti á gamlárskvöld og beið krakkahópurinn eftir þessu. En fyrir dagstimpilskynslóðina er gott að vita að neyðarraketturnar runnu út á miðnætti ár hvert og voru endurnýjaðar í öllum skipum. Konn, Möggu Konn og Gumma Konn. Guðmundur Konráðsson sem átti Óla og Pétur, tvíbura sem stunduðu sjóinn á trillum og voru liðtækir skíða- og fimleikamenn. Allir Konnarnir voru dugmiklir verkamenn og sjómenn. Konur þeirra bræðra Konna og Guðmundar þær Palla og Día voru afburða afkastamiklar síldarkerlingar hjá Stjána á Eyri og Jóhanni Skagfjörð. Nokkru sunnar var Vennastígurinn sem lá frá Hafnargötu og uppá Laugarveg. Við Vennastíginn var Pálsbærinn. Þar bjó Guðmundur Pálsson (14-75) þúsundþjalasmiður, trillusjómaður og skytta. Gvendur var betri en enginn þegar kom að hjólaviðgerðum og þvílíku stússi. Guðbjörn Haraldsson sonur Ástu Páls sagði mér einu sinni sögu af því að mamma hans hafði beðið hann að kíkja við hjá bróður sínum í kafaldsfærð og vita hvort hann þyrfti ekki eitthvað úr búðinni? Guðbjörn bankaði hjá Gvendi ásamt kunningja sínum. Í dyragættinni hummaði Gvendur og taldi einhverjar krónur í hendi Guðbjörns en vitist hafa allan hugann við eitthvað sem var að gerast við hús Jóhanns Garibalda, teygir sig svo bak við hurðina og dregur fram riffil og skýtur einu skoti yfir hausamótum strákanna. Þeir vilja vita hvað gangi á? Jú, sagði Gvendur, það var köttur að reyna að ná spyrðubandi á snúrustaur Jóa Gara. Guðmundur skaut bandið niður og kötturinn fékk sitt að éta þann daginn! Var skriðuhverfið einskonar Sviss? Þegar ég var að skrifa þessar línur komu engir bardagar í hugann. Aðeins óljósar minningar um sögur af hroðalegum villimönnum norðarlega í bænum og geggjuðum gaur mjög sunnarlega á Laugarveginum. En hinsvegar man ég eftir sorginni sem greip mig þegar kveikt var í kofaþyrpingunni sem við guttarnir höfðum reist norðan við fjárhúsahverfið. Höfðum fengið dásamlegan plastglugga úr jeppa (rússa?). Ég held ég hafi grátið í 2 daga samfleytt. Svo man ég eftir BÆ sem við strákarnir reistum í hól ofan við syðstu húsin á Háveginum og kölluðum hann Arnarhól. “Húsin” voru hlaðin með grjóti af melnum. Sá bær var lagður í rúst ef einhverjum ótætis skemmdarvörgum (ég hef nokkra grunaða) en þeir fá sinn dóm hjá Lykla- Helga Jóhannesdóttir og Jón Gíslason við Suðurgötu 37, með þeim á myndinni er dóttir þeirra Petra Jónsdóttir. Landmarkshúsið. Reist af Johanni Landmark 1921. Gummi Ragnars og Gunni Binnu. Tvær vatnsrottur 1964. Nína kona Þóris Björnssonar Þórðarsonar og börn þeirra Gunna Gígja, Björn, Hermann og Fjóla. Hermann drukk- naði í Hvítá 1984. Fjölskyldan lenti í snjóflóði á Siglufirði 1968 og þurfti að flýja Eyjar í Gosinu 1973! Guðrún Valtýs, Guðbjörg Jörgensen, Soffía Jóhannesdóttir, Dóra Jörgensen, Hlynur Arndal, Guðný Helgadóttir og Hilmar Gunnarsson á mynd Jóhannesar Þórðar 1963. Tveir Suðrábakkasmiðir og skíðamenn. Haukur Freysteins- son og Sigurður Konráðsson. Haukur Freysteinsson sem lét lífið í hörmulegu vinnulysi í ágúst 1981. Það var gott að eiga Hauk að við skíðalagfæringar og bindingafestingar. Nonni Baddi Hannesar og Gummi Ragnars. Í þá gömlu góðu daga. Búnir að baða okkur í hitaveitulindum Skútadalsins. Rabbi Erlends, Gunnar Trausti, Sigurður Ásgrímsson og Ingvar Björnsson. Líklega 1964-65. Þessi mynd heitir í okkar huga; Þegar við fundum Heita Vatnið fyrir Siglufjörð! Líklega 1963-64.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.