Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Side 14
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið26 27
Besta kvikmynd?
Besta kvikmynd úff þær eru svo
margar en Brokeback Mountain hafði
mikil áhrif á mig og Aviator.
Besti leikari?
Íslenskur, Ólafur Darri eigum við
ekki mikið í honum líka! Hlakka til
að sjá Ófærð 3. Erlendur, Leonardo
Di Caprio finnst hann mjög fjölhæfur
og flottur leikari. Annars er svo mikið
til af stór góðum leikurum.
Besta leikkkona?
Meryl Streep án efa, hún getur leikið
nánast allt.
Verst í fari annarra?
Yfirgengileg stjórnsemi og hroki.
Þegar fólk telur sig langt yfir aðra
hafin, við erum öll jafn mikilvægur
hlekkur í lífskeðjunni að mínu mati.
Best í fari annarra?
Góðmennska og umburðarlyndi.
Uppáhalds íþróttafélag?
Ekkert ákveðið nema... má segja
Liverpool?!!
Fallegasti maður fyrir utan maka?
Ohhh Chris Hemsworth. Eitthvað
mikið við hann, karlmannlegur ljúf-
lingur.
Uppáhaldssjónvarpsefni?
Krimi seríur hef voða gaman af að
vera aðstoðarkona rannsóknarlögg-
unnar 😉
Hvað veitir mesta afslöppun?
Hmm... Kertaljós og ljúfir tónar í
sófanum heima og liggja í mosa/grasi
einhversstaðar í náttúrunni við læk og
hlusta á lækjarniðinn og finna ilminn
af náttúrunni og horfa upp í bláan
himininn.
Hvað ætlarðu að gera í sumar-
fríinu?
Ferðast um fallega landið okkar, kíkja
á Sigló og njóta allra litlu hlutanna í
lífinu.
Hvaða áherslu leggur þú á
í þjóðmálum?
Jöfnuð, bætt menntakerfi og nýsköp-
un.
Kærasta æskuminning?
Kærasta æskuminningin er án efa
þegar mamma fékk að koma aftur
heim eftir brunann mikla úr margra
mánaða endurhæfingu og við 6 syst-
kini splittuð út um allan bæ á sitt
hvorum heimilum, sameinuð á ný.
Fengum nýtt heimili í „Jarðýtuhúsinu“
eins og sumir kölluðu það, því það
var á sömu lóð og Bæjarskemman í
Norðurgötu með öllum vinnuvélum
bæjarins.
Neyðarlegasta atvikið?
Almáttugur minn þau eru nú nokkur
en uppúr stendur, þegar ég var að
sækja mat í mötuneytið í vinnunni
fyrir nokkru og það voru franskar og
eitthvað. Mig var búið að langa svo í
franskar og þegar ég var að labba til
baka með bakkann (Allt skammtað
í bakka á tímum Covid) þá sá ég
eina girnilega franska gægjast út úr
bakkanum og í græðginni greip ég
hana og laumaði henni að munninum
en STOPP!! Helv...gríman var fyrir
hahaha og það var löng röð af fólki
að bíða eftir mat og allir sáu þetta og
það var skellt uppúr og brosað i lange
baner. Það var walk of shame út að
lyftu hahaha.
Við hvað ertu hrædd?
Minn mesti ótti hefur alltaf verið að
eitthvað hræðilegt komi fyrir drengina
mína. Er það ekki yfirleitt mesti ótti
allra foreldra?
9
.
(Einherji 29. maí 1942)
(Mjölnir 14. janúar 1942 og 8. ágúst 1942)
Hjónaefni
Ungfrú Margrét Björnsdóttir
símamær og Óli Blöndal verzl-
unarmaður.
Ungfrú Ragnheiður Jónsdóttir,
starfsstúlka á sjúkrahúsinu og
Sigurbjörn Frímannsson, bif-
reiðastjóri.
Ungfrú Guðbjörg Pálsdóttir og
Erlendur Stefánsson.
Siglfirðingur
er nú ofurlítið öðruvísi til fara
en endranær, og er sú orsök til
þess, að Sigluarðarprentsmiðja
hefur fengið setjaravél af allra
nýjustu amerískri gerð. Er þetta
mikil framför og ber vott um
stórhug og dugnað prentsmiðju-
eigandans.
Úr bæjarblöðunum
Ólafur Þ. Þorsteinsson.
(Siglfirðingur 14. júní 1942)
Ingvar Guðjónsson
Ragnar Jóhannesson