Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 16

Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 16
Eyesland gleraugnaverslun býður upp á vandaða og framúrskarandi þjónustu þegar kemur að sjón­ mælingum og ráðgjöf í verslun. „Undanfarin ár höfum við mark­ visst unnið í því að byggja upp og styrkja vitund um vörumerki Eyeslands með heildræna staf­ ræna stefnu, bætta þjónusta, betri ímynd vörumerkis og augnheil­ brigði að leiðarljósi,“ segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Provision ehf., sem rekur gler­ augnaverslanir og heildsölu. Eyesland var stofnað 2010 af eig­ endum og augnlæknum Sjónlags með það að leiðarljósi að bjóða gæðagleraugu á góðu verði. Rætur fyrirtækisins liggja á faglegu sviði augnlækninga og augnheilbrigðis. Árið 2010 var fyrsta verslunin opnuð í Glæsibæ og önnur verslun opnuð í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. „Innblástur verslunarinnar er nærumhverfið, þá einna helst bryggjuhverfið í Reykjavík, sjó­ mennska og íslenska náttúran. Falleg litapalletta, efnisval og innréttingar skapa umhverfi sem minnir óneitanlega á okkar arf­ leifð og hvað við stöndum fyrir,“ segir Sigrún. Verslunin á Granda er staðsett á Grandagarði í nálægð við íbúa Vesturbæjar og Seltjarnarness. „Við leggjum áherslu á persónulega og afslappaða stemningu, jafn­ framt er verslunin hlýleg og færum við náttúruna til viðskiptavina með fallegum innsetningum úr íslenskri náttúru. Við viljum skapa þá sérstöðu að viðskiptavinur finni fyrir tengingu við íslenska arfleifð og náttúru.“ Gleraugnaverslun í hæsta gæðaflokki „Við erum gleraugnverslun fyrir alla fjölskylduna, við viljum ná til heildarinnar. Karakter markaðs­ efnis er hlýlegt, jarðbundið og gefur til kynna að um fagmennsku er að ræða,“ segir Sigrún. Eyesland hefur á að skipa stórum og breiðum viðskiptavinahópi af öllu landinu. „Það er ánægjulegt að sjá hve erlendum viðskiptavinum hefur fjölgað við opnun verslunar okkar á Grandagarði,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að vera á tánum þegar kemur að kauphegðun viðskiptavina sem í stórum mæli versla á netinu. Með nýrri vefverslun Eyesland hefur viðskiptavinur þann kost að kaupa gleraugu með sjónglerj­ um. Að sögn Sigrúnar er algengt erlendis að gleraugnaverslanir bjóði upp á þennan möguleika. „Þetta er sniðugur kostur fyrir við­ skiptavini sem búa úti á landi og einnig fyrir þá sem vilja spara sér tíma og klára gleraugnakaupin í rólegheitunum heima í stofu. Hægt er að panta sjónmælingu með skömmum fyrirvara í vefverslun­ inni, eyesland.is.“ Hjá Eyesland starfa sjóntækja­ fræðingar með margra ára reynslu í faginu. „Einnig er í boði að panta tíma í linsukennslu og erum við með mikið úrval af vönduðum linsum,“ segir Sigrún og bendir á að hægt sé að skrá sig í áskrift á linsum í vefverslun Eyesland. „Það er góður og jafnframt hagstæður kostur fyrir þá sem nota linsur reglulega,“ segir Sigrún og bætir við að frí heimsending sé innifalin í áskriftinni og einnig fái áskrif­ endur fría augnskoðun árlega. Útivistargleraugu njóta vinsælda Áhugi hlaupara á vönduðum útivistargleraugum hefur aukist töluvert síðastliðin ár, einna helst vegna þess að gleraugun veita öryggi og gefa jafnframt skarpa sýn á umhverfið. Hlaupararnir Elísabet Margeirsdóttir og Hall­ dóra Gyða Matthíasdóttir hjá Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Hlaupararnir Elísabet Mar­ geirsdóttir og Halldóra Gyða Matthíasdóttir hjá Náttúru­ hlaupum eru ánægðar með Poc Define úti­ vistargleraugun. Halldóra er með sjóngler í sínum gleraugum sem er sniðug lausn fyrir þá sem vilja auka lífsgæði sín í útivist og íþróttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Verslunin á Granda er staðsett á Grandagarði, lögð er áhersla á persónulega og afslappaða stemningu. Sjá má skemmtilega skírskotun í nálægt nærum­ hverfi, þá einna helst bryggjuhverfið í Reykjavík. Hilmar Ingi­ mundarson er flottur með Rudy Project útivistar­ gleraugun. Hjá Eyesland má finna mikið úrval af flottum útivistar­ gleraugum frá meðal annars Poc, Rudy Pro­ ject, Oakley og Adidas. Elísabet er með Rudy Project útivistargleraugu sem henta einnig vel í hlaup. Halldóra er með fjólublá Poc Elicit gleraugu sem er splunkný lína hjá Poc. Náttúruhlaupum eru ánægðar með Poc gleraugun sín. Þær eru miklir reynsluboltar þegar kemur að hlaupum og útbúnaði. Elísabet hefur góða reynslu af Poc Define gleraugunum sem eru mjög nett og sitja vel á andliti og hefur Halldóra góða reynslu af Poc Elicit, sem er splunkuný lína hjá Poc. Halldóra fékk nýlega útivistar­ gleraugu með sjónglerjum sem hún segir vera sniðuga lausn sem fleiri ættu að kynna sér. „Þetta er allt annað líf eftir að ég fékk mér margskipt útivistargleraugu, betra og skarpara sjónsvið í hlaupunum og nú get ég fengið allar nauðsyn­ legar upplýsingar á úrinu til að auka gæði útiverunnar,“ segir Hall­ dóra. Hjá Eyesland er boðið upp á sértækar lausnir í sportglerjum og faglega ráðgjöf við val á útivistar­ gleraugum. Poc, Rudy Project, Oakley og Adidas eru meðal þeirra merkja sem eru fáanleg í Eyesland. Eitthvað við allra hæfi „Eyesland býður upp á fjölbreytt og spennandi úrval erlendra vöru­ merkja og erum við í samstarfi við stærstu og þekktustu alþjóða gleraugnakeðjurnar,“ segir Sigrún. Helstu vörumerkin sem Eyesland býður upp á eru Tommi Hilfiger, Boss, Marc Jacobs, MAX&Co., Gant, Victoria Beckham, Marc O’Polo, Skaga, Adidas, Nike og Poc. Aðspurð um trendin í sólgler­ augum og umgjörðum segir Sigrún þau einna helst vera í stórum og fínlegum umgjörðum úr málmi og plasti. „Stórar og veigamiklar umgjarðir eru einnig vinsælar hjá okkur og jafnframt eru þessar klassísku umgjarðir alltaf vin­ sælar.“ Nú þegar sólin er hátt á lofti hefur aukist töluvert að viðskipta­ vinir fái sér sjóngler í sólgleraugna­ umgjarðir. „Við bjóðum upp á mjög vönduð sjóngler og einnig þegar kemur að sólgleraugum,“ segir Sigrún og bætir við að margar útfærslur séu í boði í sólgleraugum með styrk. „Hægt er að fá meðal annars sólgler með spegli eða gradient og einnig eru margir litir í boði.“ n Eyesland verslanir eru staðsettar á Grandagarði 13, í Glæsibæ á 5. hæð og vefverslun Eyesland, eyesland.is. Eyesland býður upp á fjölbreytt og spennandi úrval erlendra vörumerkja og erum við í samstarfi við stærstu og þekktustu alþjóða gleraugnakeðj- urnar. Sigrún Andersen 2 kynningarblað A L LT 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.