Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 30

Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 30
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar Góður vinur sagði oft við mig: „Tvennt verður ekki aftur tekið; ör sem er skotið af boga og orð sem látin eru falla.“ Þetta var útfærsla á orðum viturs manns úr fjarlægu landi og fortíð, en þessi vinur minn vitnaði oft til þeirra og lifði líka eftir þeim á sögulegum tímum sem við störf- uðum saman á. Undanfarið hefur verið tals- verð fornemun í gangi vegna orða sem látin hafa verið falla í umræðu um framgöngu stjórn- valda í málefnum flóttamanna sem vísa á úr landi í kjölfar faraldurs. Annars vegar var klerkur í Laugardalnum stóryrt- ur í málinu sem hann augljóslega brennur heitt og innilega fyrir. Sama gildir raunar um biskup kirkjunnar hans, sem tjáði sig með afgerandi hætti um málið. Biskupi fannst þó klerkur mega vanda orð sín, enda þau dýr. Hins vegar brást hópur fólks við orðum klerks og taldi hann jafn- vel ala á hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna, sem er auð- vitað alvarlegt. Talsvert púður fór í orðaskak vegna þessa og jafnvel þótti hatursorðræðu umræðan til þess fallin að afvegaleiða umræð- una frá rót hennar; stöðu f lótta- mannanna. Þarna var nokkuð ólíkt farið með gagnrýnendum orða klerks og betri bragur á viðbrögðum biskups sem var afgerandi í stóra málinu sjálfu og hinna sem virtust leggja áherslu á af leiðingu umræðunnar á hóp sem ekki er í viðkvæmri stöðu en ávarpaði ekki samtímis hið tiltekna mál þannig að eftir væri tekið. Niðurstaðan er því sú að það skiptir ekki bara máli hvaða orð eru látin falla, heldur ekki síður úr hvaða samhengi þeim er skotið. n Orð Hvar er sólin um helgina? 66north.is sinfonia.is á Listahátíð í Reykjavík BARBARA HANNIGAN 3.& 4. JÚNÍ Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.