Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 4
Að óbreyttu getur þessi mikla hækkun fasteignamats leitt til verulegs útgjaldaauka almennings og fyrir- tækja á næsta ári vegna þess að fasteignamatið er gjaldstofn fasteigna- gjalda. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR JEEP.IS EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! PLUG-IN HYBRID Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. bth@frettabladid.is HÚSNÆÐI Líklegt er að leiguverð hækki verulega frá því sem nú er. Már Wolfgang Mixa hagfræðingur segir að f jöldi íbúða sem áður hýstu fasta leigjendur sé eftir hlé aftur kominn í útleigu Airbnb með vaxandi ferðamannastraumi. Það minnki framboð fyrir fasta leigj- endur. Í bloggpistli segir Már að leigu- verð hafi hækkað um tvö prósent milli mánaða á höfuðborgarsvæð- inu og komi ekki á óvart. Ólíkt hús- næðisverði hafi leiguverð lækkað fyrst eftir að heimsfaraldur Covid skall á þar sem íbúðir sem áður voru nýttar fyrir ferðamenn urðu leiguíbúðir. Nú hafi staðan snúist við. Þá segir Már að með því að fjöldi fólks af erlendum uppruna komi til landsins til að vinna við vax- andi umsvif í atvinnulífi, einkum í ferðaþjónustu, kreppi enn frekar að fyrir aðila á leigumarkaðnum. „Þar sem húsnæðisverð og leigu- verð hefur almennt mikla sam- fylgni þá er líklegt að leiguverð hækki mikið næstu mánuði,“ segir Már Wolfgang Mixa. n Veruleg hækkun á leiguverði líkleg Már Wolfgang Mixa ser@frettabladid.is LÍFSKJÖR Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá allra hæsti í Evrópu, bæði fyrir eigendur og leigjendur, segir í nýrri samantekt forkólfa Eflingar, sem telja nýjar til- lögur starfshóps þjóðhagsráðs um aðgerðir og umbætur á húsnæðis- markaði vera margar ágætar og mikilvægar, en aðrar ófullnægjandi, einkum hvað húsnæðisstuðning varði. Tillögurnar um húsnæðisstuðn- ing séu skrýddar jákvæðum mark- miðum en þær megi heita ófull- nægjandi vegna skorts á beinum viðmiðum, segir í samantektinni, en húsaleigubætur og vaxtabætur hafi ekki fylgt verðhækkunum á húsnæði. Þá hafi vaxtabætur fjarað út um leið og boðið hafi verið upp á skatta- lækkun vegna nýtingar séreigna- sparnaðar til íbúðarkaupa sem mest hafi nýst hærri tekjuhópum. Húsnæðisstuðningur stjórnvalda hafi því í reynd verið fluttur frá lág- tekjuhópum til tekjuhærri hópa. Ef lingarfólk bendir einnig á að reglum á leigumarkaði sé áfátt, en loforð frá Lífskjarasamningnum 2019 um sterkari samningsstöðu leigjenda og aukna leiguvernd, þar á meðal leiguþak, hafi þegar verið svikin. Tillögur nefndarinnar um úrbæt- ur á þessu sviði séu of almennt orð- aðar og sýni ekki hvernig böndum verði komið á taumlausar verð- hækkanir, bæði á leigu og kaup- verði íbúðarhúsnæðis. n Segja húsnæðisstuðning beinast að efnafólki Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar kristinnpall@frettabladid.is KRÓATÍA Framkvæmdastjórn ESB staðfesti í gær að Króatar stæðust allar kröfur til að taka upp gjald- miðilinn evru og var lagt til að evran myndi taka við hlutverki gjaldmið- ils landsins um áramótin. Aðlögunarferlið hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hluti af því var eftirlit með efnahag landsins og stóðust Króatar kröfur Framkvæmdarstjo- órnarinnar og Seðlabanka Evrópu. Þetta kom fram í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB í gær. Með því verður Króatía tuttugasta landið sem tekur upp evruna sem gjaldmiðil, 24 árum eftir að hún var fyrst skráð á markað. n Króatar taka upp evruna á nýju ári Sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu hyggjast almennt lækka álagningu fasteigna- gjalda til að mikil hækkun á fasteignamati skelli ekki af fullum þunga á heimili og fyrirtæki á næsta ári. olafur@frettabladid.is SKATTAR Heildarverðmat fasteigna á Íslandi hækkar um næstum 20 pró- sent og verður 12.627 milljarðar á næsta ári. Þetta er niðurstaða nýs fasteigna- mats Þjóðskrár fyrir árið 2023. Þetta er næstum þreföld hækkun frá því sem var á síðasta ári, þegar fast- eignamat á landinu öllu hækkaði um 7,4 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 20,2 prósent en um 19,2 prósent á landsbyggðinni. Mest er hækkunin á Suðurlandi, 22,4 prósent, 19,3 prósent á Vest- fjörðum, 18,8 prósent á Suðurnesj- um og Norðurlandi eystra. Hækk- unin á Vesturlandi er 18,1 prósent, 15,2 á Norðurlandi vestra og 14,9 á Austfjörðum. Af einstökum sveitarfélögum hækkar fasteignamat mest í Hvera- gerðisbæ, um 32,3 prósent, og Árborg kemur á hæla hans með 32,1 prósents hækkun. Minnst er hækkunin í Dalvíkur- byggð, 8,1 prósent, og í Dalabyggð og Skútustaðahreppi, 9,3 prósent. Sérbýli hækkar meira en fjölbýli, eða um 25,4 prósent á móti 21,6 pró- sent. Atvinnuhúsnæði hækkar um 10,2 prósent og sumarhús um 20,3 pró- sent. Að óbreyttu getur þessi mikla hækkun fasteignamats leitt til verulegs útgjaldaauka almennings og fyrirtækja á næsta ári vegna þess að fasteignamatið er gjaldstofn fast- eignagjalda sem geta því hækkað um tugi prósenta. Fréttablaðið hafði samband við forystufólk í nokkrum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu til að grafast fyrir um hvort áform væru af hálfu sveitarfélaganna um að bregðast við þessari miklu hækkun fasteignamatsins með lækkun fast- eignagjalda. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að komið verði til móts við íbúa bæjarins með lækkun fasteignagjalda, eins og gert hafi verið undanfarin ár til að vega upp á móti miklum hækkunum fasteignamats. Segir Rósa sérstak- lega kveðið á um þetta í nýjum málefnasamningi meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem skrifað var undir í gær. Almar Guðmundsson, verðandi bæjarstjóri Garðabæjar, segir að fasteignagjöld verði lækkuð líkt og gert hafi verið undanfarin ár þegar gjaldstofninn hefur hækkað. Sama máli gegnir um Þór Sigur- geirsson, verðandi bæjarstjóra Sel- tjarnarness. Hann segir Sjálfstæðis- menn á Nesinu ætla að standa við stóru loforðin sem þeir gáfu í kosn- ingabaráttunni. Fyrsti punktur í stefnuskrá f lokksins fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í síðasta mánuði hafi verið að lækka gjöld og álögur á bæjarbúa. Fasteignagjöld í bænum verði ekki hækkuð umfram almennar verðlagshækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir, verðandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir kveðið á um það í nýjum málefnasamningi meirihlutans að álögur á heimili og fyrirtæki í bænum verði ekki hækk- uð og að tryggt verði að þrátt fyrir hækkun fasteignamatsins hækki fasteignaskattur ekki að raungildi umfram almennar verðlagsbreyt- ingar. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir að þessi mál séu meðal þess sem rætt er um í viðræðum um nýjan meirihluta í Reykjavík. Hann segir mikilvægt að horfa á gjaldtöku sveitarfélaga í samhengi, þar komi fleira til, á borð við sorp- hirðugjöld, leikskólagjöld og fleira. Reykjavíkurborg komi mjög vel út úr slíkum samanburði. Dagur segir Þjóðskrá yfirleitt hafa birt ítarlegri forsendur fyrir fasteignamatinu en nú og kallað hafi verið eftir frekari upplýsingum sem verði að liggja fyrir áður en gengið verði frá fjár- hagsáætlun í haust. n Bregðast við hækkun fasteignamats Fasteigna- mat hækkar mikið um allt land, meira á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 4 Fréttir 2. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.