Fréttablaðið - 02.06.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.06.2022, Blaðsíða 6
2.739 einstaklingar hafa nýtt sér VIRK síðan í janúar 2021. Ég er hrædd um að þetta sé yfirvarp fyrir VG til að halda áfram í ríkisstjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Fyrrverandi sjávarútvegs­ ráðherra bindur ekki vonir við að starfshópar Svandísar Svavarsdóttur skapi réttlæti í sjávarútvegi. Fyrri úttektum nefnda hefur verið stungið undir stól. bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Svanfríður Jónas­ dóttir, fyrrverandi þingmaður, sem sat í svokallaðri sáttanefnd sem Jón Bjarnason ráðherra skipaði, segir að sá arður sem skapist af fiskveiðum þurfi að skiptast með skynsam­ legum hætti á milli eiganda auð­ lindarinnar og þeirra sem fá að nýta hana. Veiðigjöld þurfi að vera sveigjanlegri. Svanfríður minnir á að sátta­ nefndin hafi á öðrum áratug þessar­ ar aldar gert tillögu að tímabundn­ um samningi við hvert fyrirtæki um nýtingu auðlindarinnar. Útvegs­ menn hafi á þeim tíma verið tilbúnir að fallast á þá niðurstöðu en pólit­ íkin ekki fylgt málinu eftir. Svandís Svavarsdóttir matvæla­ ráðherra var spurð á Fréttavaktinni á Hringbraut hvort sama árangurs­ leysi væri viðbúið nú þegar tæplega 50 manns munu starfa í nokkrum hópum að breytingum á sjávarút­ vegskerfinu. Hún svaraði að þrátt fyrir ítök og hagsmuni hefði hún trú á að ný vinnubrögð í þessum efnum yrðu til bóta, ekki síst þar sem gegnsæi myndi einkenna störf hópanna. Þau sem stýra hópunum fjórum, sem munu aðstoða ráðherra í vinnunni fram undan, eru Gunn­ ar Haraldsson, framk væmda­ stjóri Intellexon, formaður sam­ félagshópsins. Eggert Benedikt Guðmundsson, verkfræðingur er formaður aðgengishóps. Umgengn­ ishópi stýrir Gréta María Grétars­ dóttir, forstjóri Arctic Adventures. Tækifærishópi stýrir Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Jarðvarma. Vinnunni á að ljúka fyrir árslok 2023. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir að almenningur hafi horft upp á óréttlæti í sjávarútvegi áratug eftir áratug. Hún segir skref Svandísar góðra gjalda verð, ráðherrann hafi kallað til sómafólk í starfshópana og tilgangurinn sé göfugur. Vanda­ málið sé að niðurstaðan velti á vilja þingsins. Þar sé við ramman reip að draga. „Ég er hrædd um að þetta sé yfir­ varp fyrir VG til að halda áfram í ríkisstjórninni,“ segir Þorgerður Katrín. Hún hvetur Svandísi til að taka það skref með Framsóknarflokkn­ um að storka Sjálfstæðisflokknum sem hafi tögl og hagldir í sjávarút­ vegi og vilji óbreytt ástand. Veiði­ gjöldin séu allt of lág. Heildarfjár­ hæð veiðigjalda var árið 2028 tæpir 4,8 milljarðar en sú fjárhæð slagar vart upp í helming þess stjórn­ sýslukostnaðar sem hlýst af því að starfrækja fiskveiðikerfið, að sögn Þorgerðar Katrínar. „Þetta eru hlægilegar fjárhæðir þegar við skoðum kostnað við þjónustu sem ríkið veitir fyrir útgerðina,“ segir Þorgerður Katrín. Ofurgróði útgerðarinnar þessa dagana, sem Fréttablaðið hefur fjallað um, leiðir enn til vaxandi þrýstings á breytingar á kerfinu, að sögn Þorgerðar Katrínar. Hún segist þó samfagna fyrirtækjum þegar gengur vel en það skipti máli hvernig auður verður til, hvort um sameiginlega auðlind sé að ræða eða ekki. Kerfið sé gott í grunninn en það eigi eftir að klára þátt þjóðar­ innar í hlutdeildinni. „Þetta er óréttlæti og það verður ekki lengur við það unað.“ n Sakar Svandísi um yfirborðshátt Þótt enginn ef- ist um hollustu fiskmetis eru hörð átök um hlut þjóðarinnar í kvótakerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Um átta þúsund manns fóru að Hengi- fossi í maímánuði. Dróninn var fjörutíu mínútur með fimmtíu kílómetra ferðalag. bth@frettabladid.is NORÐURÞING Nýr meirihluti í Norð­ urþingi hefur ákveðið að ráða fag­ legan bæjarstjóra en ekki pólitísk­ an. Eitt meginmarkmið meirihluta sveitarstjórnar er að fjölga íbúum um 100 á kjörtímabilinu, eins og segir í málefnasamningi. Húsavík er langstærsti byggðakjarni sveitar­ félagsins. Framsóknarflokkur og Sjálfstæð­ isflokkur skipa nýjan meirihluta. Í málefnasamningi er tíundað hvor flokkurinn fái helstu embætti. Þá er nefnt í málefnasamningi mikilvægi þess að stuðla að upp­ byggingu í anda grænna iðngarða á iðnaðarsvæðinu Bakka. Áhersla verður lögð á barnvænt samfélag og margt fleira, að því er fram kemur í málefnasamningi. n Meginmarkmið Húsvíkinga að fjölga sér um 100 Meirihlutinn í Norðurþingi stefnir að 100 manna íbúafjölgun á fjórum árum. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það hefur verið ein­ hver sala á eignum og það er verið að byggja og verið að endurgera. Ætli það sé ekki útskýringin,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri Fljóts­ dalshrepps, en fasteignamat íbúða hækkaði mest í hreppnum á lands­ vísu, um hartnær 40 prósent. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 20 prósent frá yfir­ standandi ári samkvæmt fasteigna­ mati Þjóðskrár fyrir árið 2023, sem kynnt var á þriðjudag. Um 100 manns búa í hreppnum, sem er dæmigert landbúnaðarsvæði með sterkri skógræktarhefð. Þá er veðurblíðan í dalnum þekkt. „Það er allt að gerast hér,“ segir sveitarstjórinn stoltur. „Við vorum að fara yfir tölfræðina yfir aðsókn­ ina að Hengifossi og fyrir Covid þá komu um fimm þúsund manns í maímánuði. Hún var átta þúsund núna. Svona tölur sér maður um allt sveitarfélag,“ segir Helgi, en brátt mun rísa þjónustuhús við Hengifoss og nýtt hótel er í burðarliðnum. n Fasteignamatið hækkaði um nær fjörutíu prósent Um átta þúsund manns komu að Hengifossi í maímánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Afgreiðslu­ og þjónustufólk í verslunum er fjöl­ mennasti hópurinn sem nýtti sér þjónustu VIRK starfsendur­ hæfingarsjóðs. Kennarar og heil­ brigðisstarfsfólk eru ekki langt undan. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags­ og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðar­ dóttur, þingmanns Samfylkingar. Alls hafa 2.739 einstaklingar nýtt sér þjónustu VIRK frá janúar­ mánuði árið 2021, allt að 235 nýir í hverjum mánuði. Alls 562 þessara einstaklinga koma úr afgreiðslu verslana, þjón­ ustu og útkeyrslu á vörum. 452 koma úr menntunar­ og tómstunda­ starfi og 446 úr heilbrigðisgreinum og umönnun. Samanlagt er þetta rúmlega helmingur, 53 prósent, allra í starfsendurhæfingu. Alls 297 koma úr skrifstofustörf­ um, svo sem innan stjórnsýslunnar eða fjármálastofnana. 188 úr bygg­ ingariðnaði, 149 úr fiskvinnslu og landbúnaði og 130 úr ferðaþjón­ ustu og farþegaf lutningum. 515 koma úr öðrum greinum atvinnu­ lífsins. n Afgreiðslufólk fjölmennast í starfsendurhæfingu  sbt@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Ég veit ekki til þess að pælingar séu um þetta hér­ lendis,“ segir Óskar Reyk dals son, for stjóri Heilsu gæslu höfuð borgar­ svæðisins, að spurður um hvort svo­ kallaðir heilbrigðisdrónar séu til skoðunar hér lendis. Danskur heil brigðis dróni f laug jóm frúar f lug sitt í gær en hann á með tímanum að f lytja blóð sýni, ly f og lækninga tæki. Dróninn f laug fjöru tíu mínútna f lug frá Sv end borg sjúkra húsinu til eyj­ unnar Ærø. Óskar segist geta í myndað sér að heil brigðis drónar kæmu að góðum notum hér lendis. „Þú getur í myndað þér hvernig þetta hefði getað verið í Covid. Það var mjög erfitt að f lytja sýni sums staðar frá lands byggðinni,“ segir Óskar. Hann bendir á að þetta gæti einnig verið sparnaðar leið, þar sem bílar hafa oft þurft að keyra sýni frá lands byggðinni til höfuð borgar­ svæðisins og það geti verið dýrt. „Sem fyrrverandi landsbyggðar­ læknir þá sé ég alveg fyrir mér hvernig þetta getur nýst, en auð­ vitað líka í borginni því hún er eins og hún er,“ segir Óskar. Hann segir þetta vera flotta framtíðarsýn. Aðspurður hvort honum finnist að skoða eigi þetta frekar hérlendis segist hann ekki sjá neitt neikvætt við það. „Mér finnst þetta sannar­ lega eitthvað sem gæti nýst í dreif­ býlu landi þar sem samgöngurnar geta verið þannig að það er ekki alltaf auðvelt að fara á milli staða,“ segir hann. n Segir heilbrigðisdróna geta nýst vel hérlendis Danski heilbrigðisdróninn mun fyrst um sinn fljúga með blóðsýni en seinna meir mun hann fljúga með lyf og lækningatæki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 2. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.