Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 8
Okkur hefur loksins
tekist að sannprófa
hana í litlu keri og á
næstu árum er stefnan
sett á að skala hana
frekar.
Jón Hjaltalín Magnússon
Íslenska verkfræðifyrirtækið
Arctus vinnur nú að því að
gera álframleiðslu bæði lofts
lagsvæna og sjálfbæra með
nýstárlegum aðferðum sem
vekja athygli á heimsvísu.
ser@frettabladid.is
IÐNAÐUR Álframleiðendur á Íslandi
jafnt sem víða um heim eru að hefja
græna vegferð í átt að kolefnishlut
leysi, en þar nýtast ekki síst nýjar
uppgötvanir á sviði umhverfis
vænnar álframleiðslutækni.
Íslenska verkfræðifyrirtækið
Arctus, sem leitt er af Jóni Hjalta
lín Magnússyni verkfræðingi,
hefur á undanförnum árum unnið
að þróun á kolefnislausu álfram
leiðsluferli sem losar súrefni í stað
koltvísýrings – og afstýrir með þeim
hætti efnamengun af völdum fram
leiðslunnar.
„Þetta er alger bylting í áliðnaði,“
segir Jón Hjaltalín Magnússon,
framkvæmdastjóri Arctus, sem
hefur ásamt samstarfsfólki sínu –
og vísindamönnum á vegum HR og
tveimur þýskum háskólum – þróað
nýju aðferðina svo árum skiptir og
eru nú að uppskera. „Okkur hefur
loksins tekist að sannprófa hana í
litlu keri og á næstu árum er stefnan
sett á að skala hana frekar. Í fyrstu
upp í tíu þúsund ampera ker árið
2024 og loks upp í fulla kerstærð,
200 þúsund ampera, árið 2028,“
segir Jón Hjaltalín.
Þennan árangur þakkar hann
ekki síst ríkum fjárstuðningi frá
þýska álrisanum Trimet, sem rekur
fjögur álfyrirtæki í heimalandinu,
en það fyrirtæki hafi beinlínis veðj
að á uppgötvun Arctus eftir að ein
virtasta rannsóknarstofnun Þýska
lands, Julich, gaf íslensku aðferðinni
afar góða einkunn.
„Þetta er eiginlega stóra fréttin,“
bendir Jón Hjaltalín á, en það sé stór
ávinningur af því að fá þessa eink
unn frá stofnuninni – og til marks
um vigt hennar sé að þar starfi sex
þúsund vísindamenn og verkfræð
ingar.
Fyrir vikið er rannsóknarvinna
Arctus vel fjármögnuð á næstu
árum, en forkólfar Trimet muni
veita 700 milljónum í þróunar
vinnuna. „En þetta er ekki búið.
Risastórir keppinautar á borð við
Alcoa og Rio Tinto Alcan keppast
líka við að finna upp svipaða leið
og við, en ég er samt bjartsýnn fyrir
okkar hönd,“ segir Jón Hjaltalín
Magnússon. ■
Íslensk uppgötvun afstýrir mengun í áliðnaði
Jón Hjaltalín
Magnússon,
verkfræðingur
og fram-
kvæmdastjóri
Arctus, ásamt
samstarfsfólki
sínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
AÐSEND
Svona virkar nýja aðferðin
Kolefnislaust álframleiðsluferli losar súrefni í stað koltvísýrings.
Notuð eru forskaut úr málmblöndum í stað kolefnis og bakskaut
úr keramiki. Þar sem forskautin taka ekki þátt í efnahvarfinu eru
þau sögð vera óvirk. Helsti kosturinn við þessa nýju framleiðsluað-
ferð er sá að enginn koltvísýringur myndast í framleiðsluferlinu,
eingöngu ál og súrefni. Hágæða ál með þessari nýju aðferð hefur
þegar verið framleitt á tilraunastofu og þar með staðfest virkni
framleiðsluferilsins.
Loftslag jarðar er í húfi
Menn hafa lengi brennt viði
og kolum án þess að styrkur
koltvísýrings ykist verulega
í andrúmslofti. Hafið og
gróður jarðar gátu þá tekið
til sín koltvísýringinn sem til
féll svo að styrkur hans í lofti
hélst óbreyttur. Þá var jafn-
vægi í hringrás koltvísýrings
um hnöttinn, jafnmikið fór
inn og út úr andrúmsloftinu.
En nú nær sjór og gróður
aðeins að taka upp helming
þess koltvísýrings sem berst
inn í andrúmsloftið. Hinn
helmingurinn safnast fyrir
í lofthjúpi jarðar og eykur
gróðurhúsaáhrif.
LANDSBANKINN. IS
Komum
hlutunum
á hreyfingu
Við bjóðum hagstæðar leiðir
til að fjármagna ný og notuð
atvinnutæki og bíla sem henta
rekstrinum þínum.
8 Fréttir 2. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ