Fréttablaðið - 02.06.2022, Page 12
Ég er alveg einstaklega
montinn af þessu
starfsfólki sem vinnur
niðri í Vatnsmýri.
Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar
Árið 2008 fór Íslensk
erfðagreining nánast
í þrot en var bjargað
af sömu fjárfestum og
tóku þátt í að stofna
félagið.
magdalena@frettabladid.is
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Almannaróms,
segir að mikilvægt sé að tryggja að
tækin sem við notum á degi hverj-
um tali íslensku.
Sendinefnd hélt út til að heim-
sækja stóru tæknifyrirtækin í
þeim tilgangi að stuðla að því að
tækin tali íslensku. Nefndin var
skipuð forseta Íslands, forsetaritara,
Jóhönnu Vigdísi, framkvæmda-
stjóra Almannaróms, Björgvini
Inga Ólafssyni, stjórnarmanni
Almannaróms, Stefaníu Halldórs-
dóttur, stjórnarformanni Almanna-
róms, Halldóri Benjamín Þorbergs-
syni, framkvæmdastjóra Samtaka
atvinnulífsins og Lilju Alfreðsdóttur
menningar- og viðskiptaráðherra.
Markmið nefndarinnar var að
koma máltæknilausnum inn í
tækni- og hugbúnaðarlausnir þess-
ara tæknirisa sem eru með lausnir
sem við notum alla daga. Nefndin
heimsótti Microsoft, Apple, Ama-
zon, Meta/Facebook og Open AI.
„Það var magnað að upplifa alla
möguleikana sem gervigreindin
opnar og mun breyta öllu sem við
gerum,“ segir Jóhanna Vigdís og
bætir við að tryggja þurfi að tækin
tali íslensku.
„Við áttum góða fundi með for-
svarsmönnum tæknirisanna en
næsta skref er að fylgja þessu eftir.
Því það er eitt að eiga stefnumótandi
fundi og annað að koma hlutunum
í verk.“
Jóhanna segir auk þess að í þess-
ari sendiför hafi þau myndað sterk
tengsl við rannsóknar- og þróun-
araðila hjá tæknifyrirtækjunum og
að þau tengsl muni nýtast mjög vel í
komandi vinnu.
„Næst á dagskrá er að ráðast í
nokkurs konar viðskiptaþróun og
koma íslenskunni í þessi helstu
tæki.“
Jóhanna segir að þetta skref sé
einnig liður í að varðveita menn-
ingarlegan fjölbreytileika.
„Þetta snýst ekki bara um að
tr yg g ja f ramtíð íslensk unnar
heldur líka að ryðja brautina fyrir
önnur smærri tungumál í tæknina
og með því varðveita menningar-
legan fjölbreytileika. Tungumála-
fjölbreytileiki er forsenda menn-
ingarlegs fjölbreytileika þar sem
menningin er í raun varðveitt í
tungumálinu. Það er þetta sem er
svo mikilvægt.“
Jóhanna bætir við að það sé í
raun undir tæknirisunum komið
hvort smærri tungumál lifi áfram.
„Það hvort tungumál séu í tækj-
unum hefur mikið að segja varð-
andi hvort þau lifi áfram eða ekki.
Því er mikilvægt að það eigi sér
stað vitundarvakning hjá tækni-
risunum og að þeir séu leiðandi í
því að koma smærri tungumálum
inn í tækin sín.“ n
Mikilvægt að tryggja að tækin tali íslensku
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Af fimmtán líftæknifyrir-
tækjum sem voru stofnuð í
sama tilgangi er Íslensk erfða-
greining það eina sem enn
lifir. Öll stærstu lyfjafyrir-
tæki heims reyna um þessar
mundir að kaupa eða stofna
fyrirtæki sem skapa þekkingu
á borð við þá sem verður til í
Vatnsmýri.
ggunnars@frettabladid.is
Líftæknifyrirtækið Íslensk erfða-
greining stendur á tímamótum því
25 ár eru liðin frá því fyrirtækið var
stofnað.
Með rannsóknum á erfðaefni
Íslendinga leitar fyrirtækið orsaka
margra alvarlegustu sjúkdóma sem
þekkjast í heiminum.
Yfir 160 þúsund Íslendingar hafa
tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar
erfðagreiningar og gefið lífsýni og
samþykki til að upplýsa um arf-
gerð, heilsufar og lífshætti. Vegna
þessarar nálgunar fyrirtækisins
við rannsóknir hefur það oft verið
á milli tannanna á fólki og jafnvel
þótt ganga of langt.
K á r i St ef á n s son, for st jór i
Íslenskrar erfðagreiningar, segir
það oft hafa tekið á að berjast fyrir
tilverurétti fyrirtækisins. Ekki síst
á upphafsárunum. Íslenskt vísinda-
samfélag hafi til að mynda haft
miklar efasemdir um fyrirtækið.
Í dag sé staðan hins vegar önnur.
„Það hefur aldrei í sögunni verið
jafnmikil gróska í rannsóknum á
sjúkdómum og einmitt nú. Þessi
gróska er tilkomin vegna þess að
þeir möguleikar hafa opnast að
vinna á jafnkerfisbundinn hátt og
við gerum.“
Að sögn Kára hefur Íslensk erfða-
greining alltaf verið skrefi á undan
öðrum í faginu. Það hafi einkennt
fyrirtækið frá upphafi. „Þá er ég líka
að tala um gífurlega kraftmiklar
háskólastofnanir í Bandaríkjunum
sem hafa reynt að gera það sama og
við erum að gera.“
En 25 ára saga félagsins hefur
ekki verið samfelld sigurganga. Að
mörgu leyti voru fyrstu árin dæmi-
gerð saga sprotafyrirtækis að mati
Kára. Stofnendur hafi farið af stað
með hugmynd en síðan hafi bilið
á milli þess sem verið var að skapa
og möguleikans á að nota það til að
afla fjármagns verið stærra en talið
var í upphafi.
Árið 2008 fór Íslensk erfðagrein-
ing nánast í þrot en var bjargað af
sömu fjárfestum og tóku þátt í að
stofna félagið. „Við vorum næstum
því tíu árum of snemma í að setja
þetta upp. Þær aðferðir, sem gerðu
það að verkum að við skiluðum
árangri, komu of seint. Þær komu
ekki til sögunnar fyrr en í kringum
2006,“ rifjar Kári upp.
Af fimmtán sambærilegum fyrir-
tækjum sem stofnuð voru á sama
tíma er Íslensk erfðagreining það
eina sem lifir enn í dag.
„Þetta bjargaðist en þetta voru
erfiðir tímar. Þess vegna er ég alveg
einstaklega montinn af starfsfólk-
inu sem vinnur niðri í Vatnsmýri.
Þegar við vissum ekki einu sinni
hvort við ættum fyrir laununum
þeirra um næstu mánaðamót þá
mætti þetta fólk alltaf í vinnuna,
vann af einstökum dugnaði og skil-
aði gífurlega góðum árangri. Sem er
meðal annars ástæðan fyrir því að
fjárfestarnir höfðu trú á okkur og
komu okkur aftur á fætur.“
Sú ákvörðun reyndist farsæl því
nokkrum árum síðar steig stórt
lyfjafyrirtæki inn og keypti fyrir-
tækið. „Amgen keypti okkur fyrir
tíu árum og þau voru skrefi á undan
öðrum í þessum iðnaði. Nú eru allir
að reyna að fylgja þeirra fordæmi og
eru ýmist að reyna að kaupa sam-
bærileg fyrirtæki eða byggja þau
upp frá grunni,“ segir Kári.
„Það má raunverulega segja að allt
frá árinu 2002 hafi allir í okkar geira
verið á þeirri skoðun að við værum
sá hópur sem væri leiðandi í heim-
inum á sviði erfðafræði.“
Kári segist vart geta verið stoltari
af því sem Íslensk erfðagreining
hefur áorkað. „Við höfum gert tíma-
mótauppgötvanir á sviði erfðafræði
allf lestra algengustu sjúkdóma
mannsins.“
„Hópurinn sem skipar Íslenska
erfðagreiningu í dag er að stórum
hluta sá sami og byrjaði hjá okkur
fyrir 25 árum. Gífurlega reynslu-
mikill hópur og f lott fólk. Það er í
raun merkilegt, þegar maður veltir
því fyrir sér, að þessi hópur vísinda-
manna er settur saman úr mengi
360 þúsund manns. Engu að síður
hefur okkur tekist að raða saman
teymi sem er betra en nokkurt
annað í heiminum. Við þá gerð af
vísindarannsóknum í líffræði sem
eru einna lengst komnar. Þannig
að ég er feikilega stoltur,“ segir Kári
Stefánsson. n
Áttu ekki fyrir launagreiðslum þegar verst lét
Kári Stefáns-
son, forstjóri
Íslenskrar erfða-
greiningar, rakti
sögu fyrirtækis-
ins á Hringbraut
í gærkvöldi.
MYND/HRINGBRAUT
12 Fréttir 2. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR