Fréttablaðið - 02.06.2022, Blaðsíða 14
Telma Eir Aðalsteinsdóttir starfar
sem rekstrarstjóri Sales Cloud. Hún
hefur einstaklega gaman af því að
ferðast, sjá og upplifa nýja hluti.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Maðurinn minn er matreiðslu-
meistari og eitt af mínum helstu
áhugamálum er að tala um, smakka
og pæla í mat – í raun allt sem kemur
að mat annað en að elda hann en
ég læt meistarann alveg sjá um þá
hlið. Einnig finnst mér einstaklega
gaman af því að ferðast og sjá, upp-
lifa og læra nýja hluti.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Hún einkennist aðallega að því að
sofa sem lengst og koma sér samt í
vinnuna á skikkanlegum tíma.
Undanfarið hefur ein dós af 105
koffínvatni bæst við þessa rútínu og
er morgunninn smá ónýtur ef dósin
gleymist heima.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Nýlega las ég bókina Meydómur
eftir Hlín Agnarsdóttur en í bókinni
lýsir Hlín samskiptum sínum við
föður sinn. Ég átti sjálf oft og tíðum
stormasamt samband við föður
minn sem lést í fyrra og í bókinni
náði Hlín að lýsa svo mörgu sem ég
hafði sjálf ekki komið í orð. Alger
heilun að lesa bókina, sem ég klár-
aði á nokkrum klukkutímum og
vitnaði svo í nokkra daga á eftir.
Af eldri bókum langar mig að
nefna „Engla alheimsins“ eftir Einar
Má Guðmundsson. Sem aðstand-
andi aðila sem glímdi við andleg
veikindi tengdi ég við svo margt í
bókinni og hún hjálpaði mér að sjá
aðrar hliðar veikindanna, til dæmis
þær spaugilegu.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Það var einstaklega krefjandi
verkefni að finna nýtt virði fyrir
félagsmenn Félags viðskipta- og
hagfræðinga á tímum heimsfarald-
urs, í raun þurfti félagið að endur-
hugsa algerlega starfsemi sína til að
koma á móts við félagsmenn og má
segja að það hafi tekist með góðu
samstarfi stjórnar og framkvæmda-
stjóra þar sem fjöldi félagsmanna
hélst óbreyttur milli ára.
Einnig má nefna algera endur-
hönnun og uppbyggingu húsnæðis
sem við fjölskyldan festum kaup á
og þurfti að eiga sér stað á einum
og hálfum mánuði þar sem hús-
frúin var búin að ákveða að þar yrði
haldin útskriftarveisla við lok MBA
náms. Sú vinna er nú öll að skila sér
þar sem okkur líður einstaklega vel
á nýja heimilinu.
Hvaða áskoranir eru fram undan?
SalesCloud er að stækka mjög
hratt svo helstu áskoranir eru að
finna rétta fólkið til að taka þátt í
þeirri vegferð með okkur. Við erum
einnig að stefna á erlendan markað
Reykjavík uppáhaldsborgin yfir sumartímann
Telma Eir hefur
mikinn áhuga
á að smakka
og pæla í mat
en maðurinn
hennar er mat-
reiðslumeistari.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Nám:
MBA gráða frá Háskóla Íslands og
BA próf í heimspeki, hagfræði og
stjórnmálafræði frá Háskólanum
á Bifröst.
Störf:
Ég starfa í dag sem COO (rekstrar-
stjóri) hjá SalesCloud.
Ég hef á síðustu árum starfað
sem verkefnastjóri, vörustjóri og
framkvæmdastjóri.
Fjölskylduhagir:
Ég er gift Eyþóri Mar Halldórs-
syni, matreiðslumeistara og
framkvæmdastjóra, og saman
eigum við einn son, Elmar Loga Ey-
þórsson, sem er 12 ára og gengur
í Melaskóla. Nýlega bættist síðan
kötturinn Ostur við fjölskylduna
en hann er þriggja ára fress sem
við fengum hjá Villiköttum, það
má segja að hann hafi fullkomnað
fjölskylduna.
n Svipmynd
Telma Eir Aðalsteinsdóttir
og er undirbúningur í fullum gangi.
Ef þú þyrftir að velja annan starfs-
frama, hvað yrði fyrir valinu?
Það yrði klárlega eitthvað sem
kæmi að innanhússhönnun og
endurbótum á húsnæði. Við hjónin
höfum tekið þrennt húsnæði í gegn
og það er ekki hægt að lýsa tilfinn-
ingunni þegar árangur erfiðisins
kemur fram í gjörbreyttu útliti og
flæði.
Hver er þín uppáhaldsborg?
Kannski klisja en Reykjavík er
uppáhaldsborgin mín og þá sér-
staklega á sumrin. Friðurinn, hreina
loftið, stuttar vegalendir og allir
möguleikarnir sem borgin hefur
upp á að bjóða er erfitt að toppa.
Erlendis er Berlín í fyrsta sæti.
Fyrir matgæðing eins og mig er
úrval veitingastaða í fyrsta sæti en
svo er sagan, samgöngurnar og fjöl-
breytileikinn það sem gerir borgina
einstaka. n
SalesCloud er að
stækka mjög hratt svo
helstu áskoranir eru að
finna rétta fólkið til að
taka þátt í þeirri veg-
ferð með okkur.
Fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 16:30
Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
Ársfundur
SL lífeyrissjóðs 2022
1. Fundur settur
2. Skýrsla stjórnar
3. Gerð grein fyrir ársreikningi
4. Tryggingafræðileg úttekt
5. Breytingar á samþykktum
6. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt
7. Önnur mál
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Reykjavík 25.04.2022
Stjórn SL lífeyrissjóðs
DAGSKRÁ
Traustur
lífeyrissjóður
Trygg framtíð
MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR