Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 19

Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 19
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 2. júní 2022 Íris Gunnarsdóttir, í miðjunni, dóttir hennar Díana, til vinstri, og sonurinn Jóhann, til hægri, eru öll sammála um að það vantaði vörur á markað sem einfaldaði fólki inntöku á bætiefnum. Þess vegna hófu þau þróun á númer eitt bætiefnalínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Öll bætiefnin sem þú þarft í aðeins einu bréfi Bætiefni eru nauðsynlegur hluti af daglegri rútínu margra og geta skipt sköpum í heilsufari einstaklinga. En framboðið af bætiefnum á markaðnum er satt að segja yfirþyrmandi og sannleikurinn er sá að vörurnar sem þar má finna eru jafn misjafnar og þær eru margar. Reykingar hafa minnkað en notkun á nikótínpúðum aukist umtalsvert.  elin@frettabladid.is Svíar hafa löngum verið taldir mestu snusarar í Evrópu. Nýjar tölur sem birtust á tóbakslausa deginum 31. maí sýna hins vegar að Norðmenn eru engu skárri. Ungar norskar konur nota níkótínpúða mun meira en jafnöldrur þeirra í Svíþjóð. Eldri sænskir menn eru hins vegar í miklum meirihluta þegar kemur að herrunum í Noregi á sama aldri. Frá árinu 2008 hefur snusnotkun aukist meira í Noregi en í Svíþjóð og er þá verið að tala um fólk sem notar það daglega, að því er segir á forskning.no. Í Noregi eru nikótínpokar mest notaðir hjá yngri aldurshópum og konur eru þar í stærsta hópnum. Ef heldur fram sem horfir þá munu Norðmenn sigla fram úr Svíum í snusi, að því er heilbrigðisyfirvöld í Noregi segja. Snus er tiltölulega nýtt fyrirbæri í Noregi og útbreidd­ ast meðal yngri aldurshópa. Snus á sér langa sögu í Svíþjóð. Margir hafa prófað Talið er að norsk reykingalög sem sett voru á árið 2004 hafi stuðlað að aukinni notkun á nikótínpúðum. Nikótínpúðarnir hafa komið í staðinn fyrir reykingar hjá miklum fjölda fólks í Noregi. Samkvæmt könnun sem Gallup gerði hér á landi árið 2020 hefur notkun á nikótínpúðum aukist hér eins og á hinum Norðurlöndum. Þannig höfðu alls 24% notað eða prófað slíka púða. n Púðar í stað sígó Írisi Gunnarsdóttur hefur alla tíð verið umhugað um inntöku á bætiefnum sér til heilsubótar. Hún hefur starfað við geirann um nokkurt skeið, bæði sem innkaupa­ stjóri bætiefna hjá Heilsuhúsinu og sem markaðsstjóri Lyfju. „Einnig njótum við ráðgjafar næringarþer­ apista hérlendis og hjá framleið­ endum okkar í Danmörku sem svara fyrirspurnum viðskiptavina,“ segir Íris. Hún, dóttir hennar, Díana Íris Guðmundsdóttir, og sonurinn, Jóhann Berg Guðmundsson, voru sammála um að það vantaði vörur á markað sem einfölduðu fólki bæti­ efnainntökuna. Þau eru því mjög spennt að kynna nýja vörulínu frá númer eitt, sem eru bætiefnabox, þróuð með það að markmiði að einfalda val á bætiefnum. „Þessi bætiefnaáhugi minn hefur greini­ lega smitast í börnin,“ segir Íris og hlær. Hún rekur fjölskyldufyrirtæki þeirra mæðgina sem flytur inn og dreifir heilsuvörum, framleiðir númer eitt handsprittið og kom nýlega með númer eitt bætiefna­ línuna á markað. Skápar fullir af vítamínum „Það er vandi hjá mörgum að eld­ hússkáparnir fyllist af bætiefna­ glösum með vítamínum sem eiga að gera kraftaverk. Sannleikurinn er líka sá að flest erum við ekki sérfræðingar í því hvaða bætiefni passa best saman til að ná fullri virkni,“ segir Íris. Díana Íris hefur glímt við mígreni í mörg ár en einnig kvíða og streitu. „Ég þurfti því að taka mataræðið í gegn og spá mikið í vítamíninntöku. Ég hef ávallt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.