Fréttablaðið - 02.06.2022, Page 22
Sædís Ýr Jónasdóttir er
ungur og upprennandi fata-
hönnuður sem útskrifaðist
frá fatahönnunardeild
Listaháskóla Íslands fyrir
tveimur árum. Frá útskrift
hefur hún haft næg verkefni
og síðustu misserin hefur
hún notið mikilla vinsælda
meðal þekktra áhrifavalda
og tónlistarfólks.
sif@frettabladid.is
„Ég er lífsglöð skvísa sem elskar
að hanna og skapa. Það er alltaf
gleði í kringum mig en þannig vil
ég hafa lífið, létt og leikandi. Ég er
með vinnuaðstöðu og sölugallerí í
Skipholti 35 sem ber heitið VERA
Work_Shop ásamt nokkrum
öðrum hönnuðum og listafólki.
Þangað er hægt að koma og skoða
hvað ég er með undir saumnálinni
hverju sinni,“ segir Sædís.
„Ég kem úr mjög svo skapandi
umhverfi, ólst upp í Sólheimum
í Grímsnesi þar sem ég fékk að
hlaupa um berfætt í grasinu. For
eldrar mínir voru starfsmenn í
Sólheimum. Mamma mín sá um
textílinn og vefstofuna og pabbi
sinnti garðyrkju og ræktun. Ég
var lánsöm að alast upp í svona
vernduðu umhverfi og upplifa
þessa frjálsu og skapandi menn
ingu sem í Sólheimum býr. Ég lærði
mikið af foreldrum mínum og þau
eru mínar fyrirmyndir. Mamma
og pabbi voru miklir fagurkerar
sem lögðu ávallt upp með að hafa
fallegt í kringum sig. Hlutir og
húsgögn sem prýddu heimilið voru
ódýr og oft heimagerð sem var
dæmigert fyrir samfélagið. Þannig
að snemma lærði ég að fegurðin
býr í litlu hlutunum,“ segir hún.
Fann mína hillu
Frá Grímsnesinu flutti Sædís
síðan til Selfoss og eftir grunn
skólann flutti hún til Reykjavíkur
og hóf nám við Menntaskólann
við Sund. „Þar fór ég í einn val
áfanga í fatahönnun og þá allt í
einu kviknar ljós innra með mér.
Á meðan að aðrir voru að berjast
við að gera tvær flíkur þá hannaði
ég og saumaði tuttugu flíkur og
fannst það æði. Þetta var mér bara
svo eðlislægt. Það er því óhætt að
segja að þar fann ég mína hillu. Ég
fann að mig langaði í frekara nám í
fatahönnun og byrjaði að undir
búa möppu sem ég nýtti síðan til
að sækja um í Listaháskólann. Ég
var ekki með miklar væntingar en
það var draumur að komast inn
í skólann og fá að vera partur af
þessu skapandi umhverfi. Í náminu
lærði ég að finna mína rödd með
aðstoð frábærra kennara, en án
þeirra hefði ég ekki orðið að þeim
hönnuði sem ég er í dag. Hönnun
mín varð persónuleg og ég lærði að
tengjast verkefnum mínum betur. Í
lokaverkefninu mínu nýtti ég síðan
allt það sem ég hafði lært þessi þrjú
ár í skólanum. Í útskriftarverkefni
mitt sótti ég innblástur í yndislegu
barnæskuna mína og nefndi ég
línuna mína Eilíf æska.“
Lífsglöð hönnun
Hönnun Sædísar einkennist af
björtum litum og stórum formum.
Hún leggur mikið upp úr lífsgleði í
hönnun sinni. „Ég vil sjá heiminn í
litum og reyni í allri minni hönnun
að hafa gleðina ríkjandi. Ég reyni
að hanna út frá ákveðnum stað
innra með mér og ég vil hafa kar
akter. Einnig legg ég mikla áherslu
á að draga það fallegasta fram í
fari hvers. Ég elska að sjá flíkurnar
mínar lifna við á fólki, það fyllir
hjarta mitt af stolti og hamingju,“
segir Sædís.
Hver skyldi nú vera uppáhalds-
hönnuður Sædísar?
„Ég á alveg nokkra uppáhalds. Ef
ég á að draga fram einhvern allra
uppáhalds þá er það dúettinn Vikt
or & Rolf. Þetta eru hönnuðir sem
koma sífellt á óvart og maður veit
aldrei hverju maður á von í næstu
sýningu. Það er einmitt svo mikið
ég, þegar hlutirnir taka óvænta
stefnu. Það er svo skemmtilegt og
spennandi,“ segir hún.
Vinsæl hjá ungu kynslóðinni
Aðspurð um verkefni sem standa
upp úr segir Sædís að það sé alltaf
erfitt að velja eitthvað eitt. „Ég
var nýverið að vinna fyrir Æði
strákana, þá Patrek Jaime, Binna
Glee og Bassa Maraj, en þeir eru
allir áhrifavaldar. Þetta er eitt
skemmtilegasta verkefni sem ég hef
tekið að mér og gaman að vinna
með þeim. Ég hannaði geggjaðan
kjól á Binna Glee fyrir þáttinn sem
ég er svo lukkuleg með. Einnig vinn
ég mikið með áhrifavöldunum
Birgittu Líf og Nadíu Sif. Þær eru
draumur í dós að vinna fyrir. Ég hef
einnig unnið fyrir söngkonuna Brí
eti sem hefur svo sannarlega skotist
upp á stjörnuhimininn. Fataval
hennar er í takt við tónlist hennar
og hefur samstarf okkar verið mjög
svo skapandi og skemmtilegt. Bríet
elskar að skapa og upplifa líkt og
ég. Hún er yfirleitt með ákveðna
sýn enda sannur listamaður og
með fyrir fram ákveðnar hug
myndir sem við vinnum síðan
saman. Einnig hef ég unnið með
Reykjavíkurdætrum, þær eru alltaf
til í eitthvert stuð.“
Aðspurð um draumakúnna að
vinna fyrir segir Sædís: „ Það væri
breska stúlknabandið Little Mix.
Þetta er kannski ekki svo þekkt
band hér á landi en ég elska þær og
stíllinn þeirra er æði. Draumurinn
væri að hanna eitthvað geggjað
dress á þær. Það er nauðsynlegt að
halda í drauma sína.“
Sædís heldur áfram: „Fatahönn
un er oft erfiður bransi. Suma daga
er mikið að gera en aðra ekki. En ég
er heppin og búin að hafa nóg fyrir
stafni, sérstaklega síðustu mánuði.
Ótrúlegt en satt þá er ég bara búin
að vera í rekstri síðan í september
en það gengur vel og ég er sátt,“
bætir hún við.
Ný sumarlína
En hvernig sér ungi fatahönnuður
inn sig í nánustu framtíð? „Ég á
mjög auðvelt með að lifa í núinu.
Ég er ekki að hugsa langt fram í
tímann, tek bara hverjum degi eins
og hann kemur. Sem stendur er
ég að vinna að nýju sumarlínunni
minni. Línan verður að sjálfsögðu í
mínum anda, bjartir litir, stór form
og glamúr en nýrri línu fylgja að
sjálfsögðu ný snið og efni. Svo hefur
vorið verið svo yndislegt og veitt
mér innblástur. Blóm, munstur
og fleira sumarlegt verður einnig
ráðandi í sumarlínunni.“ Það er því
óhætt að segja að það séu bjartir
tímar fram undan hjá þessum efni
lega fatahönnuði.
Sædís Ýr verður með tískusýn
ingu í Bankastræti Club í dag. n
Lífsglöð skvísa sem elskar að hanna
Sædís Ýr hefur verið að hanna föt fyrir ýmsa þekkta listamenn en meðal þeirra er söngkonan Bríet.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Söngkonan Bríet
í kjól sem þær
Sædís hönnuðu
í sameiningu.
MYND/AÐSEND
Litríkar buxur og svartur toppur sem
Sædís Ýr hannaði. MYND/AÐSEND
Svartur glanskjóll og hanskar í stíl.
MYND/AÐSEND
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
Vatnsvarðar yfirhafnir
í úrvali SKOÐIÐ
NETVERSLUNLAXDAL . IS
4 kynningarblað A L LT 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR