Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 24
Það hafa ekki orðið
mörg tískuslys,
frekar var ég að elta
tískustrauma í blindni í
fortíðinni, án þess að
pæla í því hvað mér
finnst raunverulega vera
flott.
María Kristín Jóhannsdóttir
María Kristín Jóhannsdóttir
hefur nám í samtímadansi
við Listaháskóla Íslands
næsta haust. Þegar kemur að
tísku sækir hún helst inn-
blástur frá fólkinu í kringum
sig og fólki sem verður á vegi
hennar.
starri@frettabladid.is
Dansinn er lengi búinn að vera í
fyrsta sæti í lífi Maríu Kristínar
Jóhannsdóttur, sem hefur nám í
samtímadansi við Listaháskóla
Íslands (LHÍ) næsta haust. „Þegar
ég dansa líður mér eins og ég sé
á réttum stað. Mér líður hvergi
meira eins og ég sjálf en þegar ég
er á dansæfingu eða að skapa eitt
hvað geggjað, eða eitthvað glatað.
Þegar ég er ómöguleg í skapinu,
lítil í mér og vonlaus þá er ég yfir
leitt annaðhvort svöng eða það er
of langt síðan ég fór á æfingu.“
Covid kveikti ástríðuna aftur
María byrjaði mjög ung í ballett
og hefur stundað dansnám með
hléum allt sitt líf. „Ég hætti alveg að
dansa þegar ég fór í menntaskóla,
það hentaði illa með náminu og
ég hugsaði að þá væri rétti tíminn
til að fara að einbeita sér að öðru.“
Þegar henni byrjaði að leiðast
meðan heimsfaraldurinn stóð yfir,
ákvað hún að mæta á dansæfingar
í Klassíska listdansskólanum. „Þar
kynntist ég frábærum kennara
sem heitir Camilo. Það var svo
gaman í tímum hjá honum að það
var ekki séns að hætta að mæta
og þarna var ekki aftur snúið. Þar
mætti ég á hverjum degi í nútíma
danstíma og balletttíma með
Yann ier Oviedo sem er einnig
frábær kennari.“
Í framhaldinu gekk hún í dans
flokkinn Forward Youth Company
þar sem hún hefur dansað í
ýmsum verkum ásamt því að sækja
ýmis „work shop“ með innlendum
og erlendum danshöfundum á
borð við Margréti Bjarnadóttur,
Höllu Ólafsdóttur, Jarrko Mand
elin, Cameron Corbett og fleiri.
„Við frumsýndum nýtt verk eftir
Siggu Soffíu í Tjarnarbíói í apríl
sem heitir Avatar en það verður
sýnt aftur á Reykjavík Fringe Festi
val í lok júní. Nú vinnum við að
verki með frönskum danshöfundi,
Sylvain Huc, sem sýnt verður í Iðnó
á Listahátíð Reykjavíkur þann 5.
júní kl. 15 og 20.“
Rými til tilrauna og mistaka
Námið við LHÍ leggst mjög vel í
hana og segist hún hlakka mikið
til. „Í skóla fær maður rými til að
þróa sig og sínar hugmyndir, að
gera tilraunir og að gera mistök. Ég
hlakka til að vinna með og læra af
mismunandi danskennurum og
höfundum en einnig af bekkjar
Líður aldrei eins vel
og þegar hún dansar
Hér klæðist María peysu úr Rauða
krossinum. Buxurnar eru úr Bimba
Y Lola.
Buxurnar eru úr Hringekjunni og
vestið er úr Cos. Grifflurnar eru
gerðar af Dísu Jakobsdóttur og
skartið er frá Maria Black. Skórnir eru
úr &otherstories.
María Kristín Jóhannsdóttir klæðist hér fallegum bláum kjól frá Geysi og Levi´s gallabuxum sem hún keypti í Spúút-
nik. Eyrnalokkana gerði Dísa Jakobsdóttir og skórnir eru frá Dr. Martens. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
félögum mínum. Ég veit ekki enn
hvert ég stefni, ég tek einn dag í
einu og sé hvert það leiðir mig.
Hingað til hefur það leitt mig á
ýmsa skemmtilega staði. Eina sem
ég veit er að mig langar að halda
áfram að dansa, skapa og kynnast
nýjum hliðum á sjálfri mér.“
Umhverfið notað sem hljóðfæri
Í sumar mun María vinna að dans
verki í skapandi sumarstörfum í
Kópavogi ásamt Ingu Maríu Olsen.
„Í fyrrasumar unnum við saman í
Listhópum Hins hússins með verk
efnið okkar DANSANDI. Markmið
okkar var að færa gleðina sem
fylgir dansi nær fólki. Við héldum
popup danspartí víðs vegar um
miðbæ Reykjavíkur ásamt því að
mæta á vinnustaði og í staffapartí
til að rífa upp stemninguna sem
gekk vonum framar.“
Verkefni þeirra kallast Rýmis
greind og verður til í sumar. „Við
munum sækja innblástur frá
umhverfinu okkar og búa til hljóð
mynd úr hljóðunum í umhverfinu.
Þannig verður umhverfi okkar
notað sem hljóðfæri en verkið
verður sýnt í lok júlí.“
Hér sýnir María lesendum inn í
fataskápinn sinn.
Hvernig fylgist þú helst með
tískunni?
Ég geri það sjaldan af ásettu ráði
heldur sæki frekar innblástur frá
fólkinu í kringum mig og fólki sem
verður á vegi mínum.
Hvar kaupir þú helst fötin þín?
Í Hringekjunni, Verzlanahöll
inni, ABC í Kópavogi og Rauða
krossinum.
Hvaða litir eru í uppáhaldi?
Það eru engir uppáhaldslitir
þegar kemur að klæðnaði. En þessa
dagana fíla ég að vera í dökkum
fötum með litríkan augnskugga og
litríka eyrnalokka í stíl, til dæmis
skærappelsínugulan eða skær
grænan.
Áttu minningar um gömul tísku-
slys?
Það hafa ekki orðið mörg tísku
slys, frekar var ég að elta tísku
strauma í blindni í fortíðinni, án
þess að pæla í því hvað mér finnst
raunverulega vera flott. Ég er bless
unarlega hætt að nenna því. Eitt
sem kemur reyndar upp í hugann
er þegar ég grátbað mömmu mína
um leggings sem litu út eins og
gallabuxur, þar varð stórslys.
Hvaða þekkti einstaklingur er
svalur þegar kemur að tísku?
Rihanna er og verður alltaf
svalasta manneskja í heimi.
Áttu eina uppáhaldsf lík?
Uppáhaldsflíkin mín er svartur
síðkjóll sem mamma á og sem við
létum sníða á mig. Ég mun nota
hann alla ævi.
Bestu og verstu fatakaupin?
Bestu fatakaupin eru svartar
Samsoe Samsoe buxur, þær eru
flottar og þægilegustu buxur sem
ég á en það er fátt verra en óþægi
legar buxur. Verstu fatakaupin
eru kjólarnir sem ég keypti og
notaði einu sinni fyrir Verzlóböll,
fáránleg pæling.
Notar þú fylgihluti?
Ég er alltaf með eyrnalokka. Ef
ég er ekki með þá líður mér eins og
að ég sé nakin. Ég nota líka hringi
og hálsmen og hef verið að vinna
með gull frekar en silfur.
Eyðir þú miklum peningum í föt
miðað við jafnaldra þína?
Ég mundi ekki segja það, enda
kaupi ég mest allt notað og ég er
almennt mjög sparsöm manneskja,
stundum aðeins of sparsöm. n
6 kynningarblað A L LT 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR