Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 34

Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 34
Nú höldum við bara fram veginn og erum búnir að sammælast um að láta ÍBV ganga fyrir. ÍÞRÓTTIR 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR Guðjón Pétur Lýðsson og Her- mann Hreiðarsson tóku fund í Vestmannaeyjum þar sem sverðin voru slíðruð eftir átök þeirra á hliðarlínunni. aron@frettabladid.is Eftir hamagang á hliðarlínunni milli Guðjóns Péturs Lýðssonar, leikmanns ÍBV í knattspyrnu, og Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara liðsins, skilja þeir sáttir. Eftir góðan fund í Vestmannaeyjum í gær og agabann Guðjóns var ákveðið að keyra á verkefnið í sátt, ÍBV til heilla. Í leik ÍBV og ÍA í Bestu deild karla á dögunum sló í brýnu milli Guð- jóns og Hermanns eftir að sá síðar- nefndi ákvað að skipta Guðjóni af velli. Hörð orðaskipti áttu sér stað milli þeirra sem leiddu til þess að þeir voru komnir haus í haus á hlið- arlínunni. Myndband af atvikinu náðist og það fór eins og eldur um sinu á vefsíðum fjölmiðla sem og samfélagsmiðlum. „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli,“ segir Guðjón Pétur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Nú höldum við bara fram veginn og erum búnir að sammælast um að láta ÍBV ganga fyrir og keyra á þetta. Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlut- aðeigandi. Við áttum góðan fund saman í fyrradag, ótrúlega gott spjall.“ Guðjón segir ekkert annað liggja að baki ósættinu þeirra á milli en pirringur sinn yfir því að vera tek- inn af velli í leiknum. „Þarna mætt- ust bara tveir sterkir karakterar. Ég var ósáttur við að vera tekinn af velli og fór yfir strikið í pirringi mínum og Hemmi var skiljanlega ekki sáttur við það. Maður á náttúrlega aldrei að sýna slíkan pirring þegar maður er tekinn af velli en stundum lætur maður kappið bera fegurðina ofurliði, eins og Valsarar vinir mínir segja.“ Svarar fyrir sig innan vallar Gengi ÍBV hefur ekki verið upp á marga fiska í upphafi tímabils. Liðið er nýliði í deild þeirra bestu en situr í 11. sæti með aðeins þrjú stig eftir fyrstu átta umferðirnar og er án sig- urs. „Það er stutt á milli í boltanum. Við höfum ekki lent í því hingað til að vera yfirspilaðir þannig að nú þurfum við bara að þjappa okkur saman og nýta þennan tímapunkt til þess að koma sumrinu hjá okkur almennilega af stað. Vonandi verður þetta til þess að neistar kvikni hjá liðinu og að við förum að ná í stig.“ Aðspurður hvort hann telji að þessar málalyktir hans og Her- manns muni þétta hópinn hjá ÍBV og að hlutirnir fari að taka stefnu til hins betra hjá liðinu segist Guð- jón klárlega telja það. „Það er undir okkur sjálfum komið að snúa gengi liðsins við. Svona uppákomur eins og hjá mér og Hemma geta splundr- að hlutunum eða búið til tímapunkt til þess að snúa hlutunum við. Ég er að minnsta kosti staðráðinn í því að svara inni á vellinum. Nú hafa málin bara verið rædd og það var tekist í hendur. Nú eigum við bara að keyra á þetta almennilega og undir mér komið að sýna það inni á vellinum að ég er í þessu af lífi og sál.“ Málið hafi verið blásið upp Mikil umræða spratt upp í fjölmiðl- um í tengslum við hamaganginn milli Guðjóns Péturs og Hermanns, sumir ýjuðu jafnvel að því að Guð- jón gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Aðspurður hvort honum finnist málið hafa verið blásið upp í fjölmiðlum svarar Guðjón því játandi. „Bara 100%. Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið og við keyrum á þetta,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið. n Skilja sáttir eftir mikinn hamagang og læti í Eyjum Guðjón Pétur lýðsson, leikmaður ÍBV, og Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, liggja ekki á skoðunum sínum. Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti 27. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 – Íbúðarsvæði ÍB-3-1 vestan Vatnsleysustrand- arvegar, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Breytingin felst m.a. í að mögulegum íbúðum á svæðinu fjölgar um 400 og verður hverfið fullbyggt eftir breytingu með um 850- 900 íbúðum, eða um 35-37 íbúðir á hvern hektara. Breytingin er tilkomin vegna samkomulags landeigenda meginhluta svæðisins og sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins með íbúðafjölda í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Samhliða gerð breytingar á aðalskiplagi er gerð breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar (sem nær yfir um helming íbúðarsvæðis ÍB-3-1) sem fellst m.a. í því að auka þétt- leika byggðar á svæðinu og fjölga mögulegum íbúðum. Breytingartillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu að Iðndal 2 og á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is frá 2. júní til og með 17. júlí 2022. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar til 17. júlí nk. Skila skal skriflegum athugasemdum á bæjarskrif- stofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is Skipulags- og byggingarfulltrúi Þ verholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Tillaga að nýju deiliskipulagi Verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi suðvestur af Blikastaðalandi. Fyrirhugað er að reisa byggð fyrir atvinnukjarna, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Samgönguás borgarlínu mun liggja í gegnum skipulagssvæðið. Deiliskipulagssvæðið er um 16,9 ha og afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi, Korpu og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2 og birt á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is, svo þau sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti á skipulag@mos.is Athugasemdafrestur er frá 2. júní til og með 29. júlí 2022. Sérstakur kynningarfundur íbúa með skipulagsráðgjöfum verður auglýstur síðar. Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar Kristinn Pálsson hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska landsliðið er mætt til Ísrael og mætir þar heima- mönnum í fyrsta leik Þjóðadeildar- innar í kvöld, Ísland leikur í B-deild að þessu sinni. Ísland hafði í fyrstu tvö skipti Þjóðadeildarinnar leikið í A-deild eftir magnaðan árangur landsliðsins árin 2016 og 2018. Ísland er í riðli með Ísrael og Albaníu en Rússland átti einnig að vera í riðlinum. UEFA bannaði hins vegar Rússum að taka þátt í keppn- inni vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Ísland getur ekki fallið úr B-deildinni sökum þess og fara Rússar niður í C-deild. Miklar breytingar hafa orðið á hópi Íslands undanfarna mánuði og ár, hópurinn að þessu sinni er reynslulítill og fjöldi leikmanna í hópnum hefur lítið spilað á undan- förnum mánuðum. Lykilmenn spila lítið Arnar Þór Viðarsson er með 25 manna leikmannahóp í verkefnið sem telur fjóra leiki, ljóst er að meiri pressa er á Arnari að skila úrslitum og frammistöðu á þessu ári en í fyrra. Á síðasta ári gekk mikið á í herbúðum KSÍ, formaður og stjórn stigu til hliðar þegar sambandið var sakað um að hylma yfir meint kyn- ferðisbrot landsliðsmanna. Arnar hefur fengið marga leiki með nýtt og breytt lið og fær nú tækifæri til að sanna fyrir íslensku þjóðinni hvernig sú vinna hefur heppnast. Helsta áhyggjuefnið er hversu margir mikilvægir leikmenn eru að spila lítið. Arnór Sigurðsson fékk örfáa sénsa með Venezia á liðnu tímabili á Ítalíu þar sem liðið féll úr efstu deild, Andri Lucas Guðjohn- sen er í lítilli leikæfingu og Ísak Bergmann Jóhannesson hefur ekki verið í jafnstóru hlutverki hjá FCK og fyrir áramót. Hörður Björgvin Magnússon hefur eftir meiðsli ekki fest sig í sessi hjá CSKA Moskvu og er á förum frá Rússlandi.n Lykilmenn í litlum hlutverkum en Arnar þarf frammistöðu Arnar Þór þarf að fara að sanna ágæti sitt sem þjálfari. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.