Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2022, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 02.06.2022, Qupperneq 36
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall Karls Jónassonar prentsmiðjustjóra. Karl Magnús Karlsson Rósa P. Sigtryggsdóttir Björg Karlsdóttir Örn Guðnason Brynhildur, Helga Lilja og Brynjólfur Gísli Rannveigarbörn Ari Karlsson Dóra Camilla Kristjánsdóttir Kristjana Júlía Jónsdóttir Hulda Lind Eyjólfsdóttir Björn Karlsson Svanhildur Rún Þórarinsdóttir Gísli Stefán Karlsson Ragna Sigurbjörg Karlsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Eyjólfur Þ. Haraldsson læknir, Skipalóni 20, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 31. maí. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Eggert Eyjólfsson Hólmfríður Morgan og barnabörn. Ástkær móðir, dóttir, systir, vinur og frændsystkini, María Þorleif Hreiðarsdóttir Safamýri 46, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 7. maí. Útför fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 8. júní klukkan 13. Blóm afþökkuð en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Þroskahjálp. Streymi: Streyma.is. Ottó Bjarki Arnar María Þ. Þorleifsdóttir Hreiðar A. Aðalsteinsson Birgitta Hreiðarsdóttir Þorleifur Jón Hreiðarsson Anna Margrét Árnadóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Matthías Pétursson fyrrv. skrifstofustjóri, Strikinu 4, Garðabæ, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 21. maí. Hann verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ 7. júní kl. 13.00. Kristín Hulda Þórarinsdóttir Þórólfur Geir Matthíasson Jóna Guðmundsdóttir Guðmundur Pétur Matthíasson Hörður Matthíasson Sherry Sawitree barnabörn, barnabarnabörn. Þýska tónskáldinu Richard Wagn­ er verður gert hátt undir höfði á Wagnerdögunum 2.­6. júní. arnartomas@frettabladid.is Wagnerdagarnir hefjast í dag og standa yfir til 6. júní. Hátíðin er undir merkjum Alþjóðasamtaka Wagnerfélaga og er ætlað að hylla þýska tónskáldið Richard Wagner. „Þegar til stóð að sýna Valkyrjuna 2020 var ákveðið að blása til slíkra daga hér enda átti Wagnerfélagið hér þá 25 ára afmæli og mikill áhugi erlendis á að koma,“ segir Selma Guðmundsdóttir, sem gegnt hefur formennsku í Richard Wagner félaginu á Íslandi frá stofnun. „Valkyrjan datt alveg úr skaftinu en félagið sló sér saman við tónleika hinnar heimsþekktu Barböru Hannigan 4. júní og efnir auk þess til tvennra tónleika.“ Richard Wagner félagið á Íslandi var stofnað 1995 og segir Selma að helsta verkefni þess hafi verið að stuðla að rannsóknum á mikilvægi íslenskra bók­ mennta fyrir Wagner. Félagar voru um 100 við stofnun en eru í dag um 230. „Eitt helsta verk Wagner, Nif lunga­ hringurinn, byggir að verulegu leyti á Eddukvæðunum, Snorra­Eddu og Völs­ ungasögu. Margir fullyrða að Hringurinn hefði ekki orðið til án aðgangs að þessum verkum en Wagner var ekki bara tónskáld heldur víðlesinn og ritfær, enda skrifaði hann alla óperutexta sína sjálfur,“ segir hún og vísar til bókarinnar Wagner og Völsungar eftir Árna Björnsson. Seintekin hrifning Verk Wagner eru f lestum kunn, hvort sem um er að ræða Valkyrjureiðina, Brúðarmarsinn eða forleikinn að Tann­ häuser, sem gefinn var út í íslensku poppútgáfunni Hann fór um fjöll. En hvað er það við Wagner sem heillar fólk? „Tónlist hans er afar áhrifarík, ekki síst fyrir magnaða notkun á hljóm­ sveitinni sem færði óperutónlist í nýjar hæðir,“ útskýrir Selma. „Fyrir suma er hún seintekin en eftir að hún hefur gripið mann verður ekki til baka snúið.“ Dagskrá Wagnerdaga hefst í dag með tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu undir heitinu Wagner í návígi. Um helgina verður svo málþing um Wagner í Veröld – húsi Vigdísar, auk þess sem Barbara Hannigan mun flytja tón­ leika og syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands og margverðlaunaði píanóleikar­ inn Albert Mamriev mun leika í Salnum í Kópavogi. Dagskrána í heild má nálgast á heimasíðu Richard Wagner félagsins á Íslandi. n Ekki aftur snúið eftir Wagner Eftir að Wagner lést í Feneyjum árið 1883 greip Wagner- æði um sig í Evrópu. MYND/AÐSEND Selma Guðmundsdóttir hefur gegnt formennsku Richard Wagner félagsins frá stofnun. MYND/SIGTRYGGUR ARI Tónlist hans er afar áhrifa- rík, ekki síst fyrir magn- aða notkun á hljómsveit- inni sem færði óperutónlist í nýjar hæðir. 1907 Húsavíkurkirkja er vígð. 1934 Jarðskjálfti verður norðanlands og veldur miklum skemmdum á Dalvík og nágrenni. Stærð hans er um 6,2 stig á Richter. 1946 Þjóðaratkvæða- greiðsla sker úr um að Ítalía verði lýð- veldi í stað kon- ungsríkis. Konungur Ítalíu, Úmbertó 2., fer í útlegð. 1953 Krýningu Elísabetar II er sjónvarpað um allt Bretland. 1957 Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna, er opnuð í Reykjavík á 20. sjómannadeginum. 2004 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjar fjöl- miðlafrumvarpinu staðfestingar. 2008 Jarðskjálfti skekur Hveragerði. Skjálftinn mælist 5,5 stig á Richter-kvarða. Merkisatburðir Húsavíkurkirkja Þann 2. júní 2012 var Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir dóm- stól í Kaíró. Mubarak var fundinn sekur um að hafa fyrirskipað skotárás gegn hópi mótmælenda í egypsku byltingunni sem átti sér stað árið áður. Mótmælin í egypsku byltingunni eru hluti af því sem kallað hefur verið arabíska vorið sem hófst með mótmælum í Túnis 2010 og breiddi úr sér til nágrannalanda. Þann 25. janúar 2011 fór hópur Egypta á Ta- hrir-torg í Kaíró og krafðist afsagnar Mubarak sem bannaði alla andstöðu við stjórn sína. Alls tóku yfir tvær milljónir Egypta þátt í mótmælunum en um 850 manns féllu fyrir hendi öryggissveita forsetans. Að lokum var Mubarak steypt af stóli og herinn tók við völdum. Eftir dóminn varði Mubarak sex árum í haldi lögreglu eða í stofu- fangelsi þar til hann var að lokum sýknaður af ákærum í Hæstarétti Egyptalands. Hann lést árið 2020 á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. n Þetta gerðist: 2. júní 2012 Mubarak dæmdur í lífstíðarfangelsi TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.