Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 42

Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 42
Verkin geta minnt á auglýsingar eða byrjun á kvikmynd og líka verið eintóm lógó. Er um að ræða stærstu sýningu á þessum verkum frá upphafi. Myndlistarmaðurinn Sig- urður Ámundason sýnir ný og nýleg verk á sýningunni What‘s Up, Ave Maria? í Hafnarborg. Á sýningunni eru teikningar og vídeó. „Ég er að búa til mín vöru- merki, sem eiga sér enga fyrirmynd í nútímanum heldur eru hreinn til- búningur. Fyrir mér geta vörumerki táknað mjög margt og þótt það megi finna nostalgíu í verkunum þá eru þau samt lýsandi fyrir upplýsinga- tímann árið 2022,“ segir Sigurður. Myndirnar eru gerðar með trélit- um, blýöntum, bleki og kúlupenna. „Þetta voru einmitt verkfærin sem ég notaði í skóla þegar ég var að krota eitt og annað. Verkin geta minnt á auglýsingar eða byrjun á kvikmynd og líka verið eintóm lógó. Ekkert í þeim minnir á fjölda- framleiðslu. Þau geta svo líka verið tákn fyrir samskipti.“ Þjáning í samskiptum Samskipti eru listamanninum ofarlega í huga og hann heldur áfram: „Það er mín trú að grund- völl mannlegra þjáninga sé að finna í samskiptum. Við eigum öll þennan sársauka sameiginlegan, hvort sem um er að ræða ofdekrað tólf ára barn eða fátæka gamla konu. Við þekkjum öll sársaukann í samskiptum og það að skilja ekki eða misskilja hvert annað. Þú segir mér kannski að þig langi til að gera Hollywood-kvikmynd og í stað þess að segja að það sé ágætt hjá þér þá segi ég: Gangi þér vel – og glotti um leið. Glottið verður eins konar tákn, en þar sem ég hef verið að gagnrýna þig og særa undir rós áttu erfitt með að svara því.“ Sigurður ítrekar að lógóin í verk- unum vísi ekki í neitt sérstakt. „Eins og í allri góðri myndlist er áhorfandanum ekki sagt hvað verkin þýða, hann verður sjálfur að túlka það.“ Hann segist nostra við verkin. „Þau eru hrein og bein tjáning.“ Aldrei sama tónlistin Vídeóverkið á sýningunni sýnir Universal k vik my ndalógóið í lúppu en tónlistin sem er spiluð er aldrei sú sama. Þannig má heyra Rolling Stones, Bach og Madonnu svo örfá nöfn séu nefnd. „Við erum mismunandi einstaklingar með mismunandi tónlistarsmekk og þarna er verið að vísa til þess,“ segir Sigurður. Sigurður útskrifaðist frá mynd- listardeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Hann hefur haldið þrettán einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Árið 2020 hlaut hann tilnefningu til hvatningarverð- launa Íslensku myndlistarverð- launanna. n Hrein og bein tjáning Ég er að búa til mín vörumerki, segir Sigurður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kolbrunb@frettabladid.is Stór sýning á portrettmyndum og andlitsmyndum Kjarvals opnar á Kjarvalsstöðum 16. júní og er um að ræða stærstu sýningu á þessum verkum frá upphafi. Nú leita umsjónarmenn sýn- ingarinnar að mynd Kjarvals af Jóni Leifs frá ca 1958-59, og mynd af Jóni Þorsteinssyni sýslufulltrúa frá 1949. Þeir sem vita hvar þessar myndir er að finna eru beðnir um að hafa samband við Aðalstein Ing- ólfsson listfræðing í síma 898 8466 eða í gegnum netfangið adalart@ mmedia.is. n Leitað að Jóni Leifs og Jóni Þorsteinssyni Myndin af Jóni Leifs sem leitað er að. MYNDIR/AÐSENDAR Myndin af Jóni Þorsteinssyni. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Mæðgur er yfirskrift sýningar Gunnlaðar Jónu Rúnarsdóttur, sem verður opnuð í Borgarbókasafninu Spönginni í dag, fimmtudaginn 2. júní, kl. 17. Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir ljós- myndari sýnir myndir af mæðgum, móðirin er alltaf íslensk en dæturn- ar eiga föður af erlendum uppruna. Ásamt myndunum má sjá texta- brot og hugleiðingar mæðgnanna sjálfra, þar er meðal annars komið inn á hvernig það sé að alast upp og eiga tvö heimalönd. Eins er rætt um hvernig er að eiga börn af blönd- uðum uppruna á Íslandi og vera sjálf einstaklingur af blönduðum upp- runa á Íslandi. Á sýningunni má sjá fallegan fjölbreytileika og einstök mæðgnasambönd. Gunnlöð er búsett í Reykjavík, hún lauk námi við Myndlista- skólann í Reykjavík árið 2015, Ljós- myndaskólann árið 2018 og árið 2019 lauk hún mastersnámi við Elisava-háskólann í Barcelona. Hún hefur búið í Bretlandi, Kól- umbíu og á Spáni og sækir mikinn innblástur til þeirra landa. Gunn- löð hefur sérhæft sig í portrettljós- myndun en tekur að sér ýmis verk- efni og er sífellt að vinna að eigin verkum samhliða því. Sýningin stendur til 26. ágúst. n Mæðgur í Borgarbókasafninu Gunnlöð sýnir myndir af mæðgum. MYND/AÐSEND Skeifunni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 533 4450 | everest.is | everest@everest.is | facebook.com/everestverslun Full búð af rafhjólum FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 30 Menning 2. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.