Fréttablaðið - 02.06.2022, Page 46

Fréttablaðið - 02.06.2022, Page 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ég var alltaf að vonast til að Hergé myndi koma með eina bók sem gerðist bara hrein- lega á Íslandi. Faraldurinn hægði á ritstörf- um Óskars Guðmundssonar sem lagði subbuleg morð á prestum til hliðar og sneri sér að því að mála myndir af Tinna, Kolbeini kafteini og félögum í íslensku umhverfi. toti@frettabladid.is „Maður dundar sér í ýmsu,“ segir glæpasagnahöfundurinn Óskar Guð- mundsson um myndir sem hann hefur málað af myndasöguhetjunni sígildu, Tinna, og félögum hans á kunnuglegum stöðum íslenskrar náttúru og borgarlífs. „Ég náttúrlega las þessar bækur eins og margir aðrir bara þangað til kjölurinn gaf sig,“ segir Óskar, sem var á fermingaraldri þegar hann fékk fyrst hugmyndina að því að mála Tinna við íslenskar aðstæður. „Ég var alltaf að vonast til að Hergé myndi koma með eina bók sem gerðist bara hreinlega á Íslandi og ákvað að ef hann gerði það ekki þá ætlaði ég einhvern tímann að gera þetta bara sjálfur. Og þetta gerðist nú aldrei nema svona að litlu leyti þegar þeir Tinni og Kolbeinn stoppa stutt við inni á Akureyri í Dularfullu stjörnunni. Það var mjög skemmtilegt. Kol- beinn fær sér í tána og svona,“ segir Óskar og rifjar upp nokkra sögu- lega ramma þegar félagarnir koma við í höfuðstað Norðurlands til þess að fylla skipið Áróru á leið sinni á Norðurheimskautið. Hlé á prestsdrápum „Þannig að þessi hugmynd er búin að blunda lengi með mér og alltaf ein- hvern veginn að þróast. Það er síðan í rauninni bara í fyrstu bylgju faraldursins sem ég dett svolítið út úr skrifunum,“ segir Óskar, sem var orðinn svo vanur að skrifa á kaffihúsum að hann missti taktinn þegar þeim var lokað og frestaði því krimmanum Boðorðin, sem fjallar um heldur subbuleg rað- morð á prestum með barnagirnd, til næsta árs og byrjaði að mála Tinna. Tinni var einn í heiminum „Þetta var reyndar frábær tími til að byrja á þessu vegna þess að ég var einn í heiminum eins og Palli þegar ég fór niður í miðbæ að taka ljós- myndir af stöðum sem mér datt í hug að gaman væri að setja Tinna inn í.“ Óskar bendir til dæmis á að hann hafi getað staðið úti á miðri Sæbraut- inni í kortér á föstudagseftirmiðdegi þegar hann var að mynda Hörpu og þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að fólk skyggði á viðfangsefnið. Tinni og Kolbeinn áttu því sviðið þegar Óskar fann þeim stað í borgar- landslaginu og nú eiga þeir vegg- plássið í Epal Gallerí á Laugavegi þar sem Óskar opnar sýninguna Tinni á Íslandi klukkan 17 í dag en hún stendur út júlí. Migið utan í Laxness „Ég vissi alltaf að þetta yrði mikil vinna og það er í raun bara ekki fyrr en núna að ég var tilbúinn til að setja upp sýningu og það kom mér skemmtilega á óvart hversu vel þetta fer bara á vegg inni í stofu.“ Þegar Óskar er spurður hvort hann hafi langað sérstaklega að finna Tinna stað á einhverjum einum stað umfram annan stendur ekki á svari. „Ég er auðvitað mjög hrifinn af öllum myndunum en það er ein sem mér þykir gríðarlega vænt um en hún er af Tinna að spjalla við Hall- dór Laxness fyrir utan Gljúfrastein. Svo stendur Tobbi hinum megin við Jagúarinn og er að míga utan í dekkið.“ n Ævintýri Tinna á Gljúfrasteini Óskar Guð- mundsson dundaði sér í kófinu við að selflytja Tinna og félaga til Íslands og fann þeim kunnug- lega staði og er hér meðal ann- ars með blaða- manninn vaska en verklausa að baki sér á spjalli við sjálfan Hall- dór Laxness að Gljúfrasteini. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 34 Lífið 2. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ BARÓNSSTÍGUR REYKJANESBÆR OG AKUREYRI 8-24 24/7 WWW.EXTRA.IS ALLA HELGINA OPIÐ arnartomas@frettabladid.is Jedi-riddarinn Obi-Wan Kenobi hefur verið alger lykilpersóna í Stjörnustríðsmyndunum frá upp- hafi þegar Sir Alec Guinness lék hann í fyrsta þríleiknum og festi sig enn frekar í sessi sem einn þeirra allra vöskustu úr röðum hinna forn- frægu friðargæsluliða fjarlægrar vetrarbrautar þegar Ewan McGre- gor lék hann ungan í forleikjunum þremur. Star Wars-aðdáendur um víða ver- öld hafa því lengi beðið þess að fá að sjá meira af ævintýrum Obi-Wans og spennan í kringum hina nýju sex þátta seríu, Obi-Wan Kenobi, sem hóf göngu sína á Disney+ í síðustu viku, er slík að ákveðið var að vekja Bíóvarp Fréttablaðsins af dvala með sérstakri hlaðvarpsröð þar sem þættirnir verða brotnir til mergjar. „Þetta er svo stór sjónvarpsvið- burður að mér fannst ekki annað hægt en að taka Obi-Wan fyrir í sér- stökum hlaðvarpsþáttum,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson blaða- maður, sem síðast tók Game of Thrones álíka tökum í vinsælasta hlaðvarpi Fréttablaðsins til þessa, Krúnuvarpinu. „Ég fékk sessunaut minn hérna á blaðinu, Þórarin Þórarinsson, til þess að vera með mér í þessu, enda þekki ég ekki neinn sem er meiri og ákafari Star Wars-nörd,“ segir Oddur. „Ætli það megi ekki bara segja að mér renni stjörnustríðsblóðið til skyldunnar. Ekki síst vegna þess að Obi-Wan hefur verið minn maður allar götur síðan ég sá hann, sjö ára, fyrst sveifla bláu geislasverði í Nýja bíói 1978,“ segir Þórarinn. „Ég held líka að þetta geti orðið áhugavert þar sem við Oddur erum fulltrúar ólíkra kynslóða. Ég er af þeirri upprunalegu en hann af „pre- quel“ kynslóðinni sem burðast með Jar Jar Binks í farteskinu. Flestum til ama og óþæginda. Fyrsti Bíóvarpsþátturinn er kom- inn á Spotify en þeir munu síðan skila sér jafnt og þétt vikulega eftir því sem nýir Kenobi-þættir bætast við á Disney+ á miðvikudögum. n Máttur Kenobis vekur Bíóvarpið Star Wars-nörd- isminn brúar þríleikjakyn- slóðabilið milli Þórarins og Odds sem gátu ekki stillt sig um að elta Obi-Wan Kenobi þættina með sérútgáfu af Bíóvarpi Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.