Fréttablaðið - 03.06.2022, Page 2
Þórir er 78. leikmaður-
inn sem skorar fyrir
karlalandsliðið.
Haltu mér, slepptu mér
Krakkarnir úr Breiðagerðisskóla fengu að kynnast lífríki Elliðaánna í gær þar sem Jóhannes Sturlaugsson hefur haldið námskeið í átta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
AÐALFUNDUR ÍFR 2022
Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík
verður haldinn laugardaginn 11. júní 2022 kl. 14.00
í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Stjórnin
Kafarar á vegum íslenska
fyrirtækisins iXplorer fundu
koníaksflöskur Nikulásar II
Rússakeisara á botni Botníu
flóa. Nú hefur koníaki frá
sama tíma verið tappað á
flöskurnar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMFÉLAG Koníaksflöskur ætlaðar
rússneska keisaranum, sem kafarar
íslenska fyrirtækisins iXplorer fundu
á botni Eystrasaltsins, hafa nú fengið
nýtt hlutverk. Tappað hefur verið á
þær rúmlega hundrað ára gömlu
koníaki frá sama framleiðanda.
Flöskurnar fundust um borð í
flaki skipsins SS Kyros í Botníuflóa
á 77 metra dýpi. Það var að bíða eftir
leysingum vorið 1917 til að komast
til Sankti Pétursborgar með farm
þegar þýskur kafbátur sökkti því.
Um borð voru einnig teinar, skeifur
og fleiri málmhlutir sem áttu að fara
til rússneska hersins í fyrri heims
styrjöldinni. Þegar skipinu var sökkt
voru miklar væringar í Rússlandi
og Nikulás II keisari farinn frá. Ári
seinna var hann myrtur af bolsé
víkum ásamt fjölskyldu sinni.
„Þjóðverjunum var alveg sama
um koníakið en ekki um vistirnar
fyrir rússneska herinn. Þess vegna
sprengdu þeir skipið,“ segir hinn
rússneskíslenski Max Mikhaylov,
sem stýrir teyminu. Hann segir að
aðgerðirnar hafi verið mjög krefj
andi, sjórinn aðeins 1 til 2 gráðu
heitur, mikil drulla á botninum og
lítið skyggni. Verkefnið var í undir
búningi í fimm ár áður en fyrstu
f löskurnar voru sóttar árið 2019.
Restinni náðu Max og félagar hans,
sem koma meðal annars frá Dan
mörku, Svíþjóð og Hollandi, upp
árið 2021.
Af 600 flöskum náðist að bjarga
helmingnum, en aðeins 7 innihéldu
ómengað koníak sem hægt var að
selja. Max vissi ekki hvað hann átti
að gera við tómu flöskurnar þannig
að hann leitaði að uppruna þeirra
og komst að því að þær komu frá
norskri fjölskyldu í Bordeaux að
nafni Hartmann. Halfdan Hart
mann hét sá sem sendi Nikulási
keisara sendinguna sem aldrei barst
og langafasonur hans, Kim Birkedal
Hartmann, var enn að framleiða
koníak.
„Ég hringdi í Kim og hann gat
fundið upplýsingar um sendinguna
í sínu skjalasafni,“ segir Max. Skipið
festist í ís í desember árið 1916 og
þann 19. maí var það sprengt af Þjóð
verjum.
Flöskurnar hafa nú verið hreins
aðar og Hartmannkoníaki frá árinu
1910 tappað á þær. Merkingarnar eru
sams konar og voru árið 1916.
Ýmislegt fleira fannst í flaki Kyros,
svo sem lampar og ýmsar vélar sem
áttu að fara til keisarahallarinnar
samkvæmt skipsbókinni. Max seg
ist vonast til þess að geta sýnt þessa
muni á Íslandi bráðlega, hugsanlega
í Hörpu.
Þá segir hann að iXplorer hafi
hug á því að gera fleiri kannanir á
Íslandi. Við strendur Íslands séu um
4 þúsund flök. „Við finnum sennilega
ekki gull eða gimsteina, en ábyggi
lega verðmæta sögulega muni,“ segir
hann. ■
Fundu koníaksflöskur
keisarans í sprengdu skipi
Unnt var að bjarga um 300 af 600 flöskum af koníaki og Benediktín-líkjör.
Þjóðverjunum var
alveg sama um koní-
akið en ekki um vist-
irnar fyrir rússneska
herinn.
Max Mikhaylov
könnuður
birnadrofn@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Icelandair þurfti í síð
ustu viku að aðlaga flugáætlun sína
vega tafa á f lugvélum úr reglulegu
viðhaldi. Vikuna 23.–29. maí var
alls tíu f lugum flugfélagsins til og
frá Keflavíkurflugvelli aflýst.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga
fulltrúi Icelandair, segir í skriflegu
svari við fyrirspurn Fréttablaðsins,
að áhersla sé lögð á að breytingar á
f lugáætlun hafi sem minnst áhrif
á farþega og að koma öllum á sinn
áfangastað, helst samdægurs.
„Við höfum þurft að fella niður
einstaka f lug en öflug f lugáætlun
og mikil tíðni á vinsælustu áfanga
staði okkar hefur gert okkur kleift
að leysa þetta að mestu leyti með
því að sameina flug innan dagsins,“
segir Ásdís. ■
Icelandair aflýsti
tíu flugum á viku
Ásdís Ýr
Pétursdóttir,
upplýsingafull-
trúi Icelandair.
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Á tímabilinu frá mars 2020
fram á þriðja ársfjórðung 2021 jókst
dánartíðni umtalsvert í Svíþjóð á
meðan hún hækkaði smávægilega
í Finnlandi og Danmörku en dróst
hins vegar saman á Íslandi. Þetta
segir á vef Hagstofu Íslands.
Í Noregi var dánartíðni lægri á síð
asta ári sé miðað við árið á undan en
þegar uppsöfnuð dánartíðni vegna
Covid19 faraldursins er borin
saman á Norðurlöndunum má sjá
að hún er langhæst í Svíþjóð.
Í september á þessu ári voru upp
söfnuð dauðsföll á hverja 100 þúsund
íbúa í Svíþjóð tæplega 143 en á sama
tíma voru þau 8,95 á Íslandi, tæp 16 í
Noregi og 45,6 í Danmörku. ■
Dánartíðni mest í
Svíþjóð og minnst
á Íslandi í Covid
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið er
komið á blað í Þjóðadeild UEFA eftir
22 jafntefli gegn Ísraelum í Þjóða
deildinni í gær. Þetta var fyrsta stig
Íslands í ellefu leikjum í keppninni.
Strákarnir okkar voru lengi af
stað og lentu undir í Ísrael þar sem
aðstæðurnar voru erfiðar og hitinn
mikill. Það sló íslenska liðið ekki út
af laginu. Þórir Jóhann Helgason
jafnaði metin með fyrsta marki sínu
fyrir Íslands hönd og Arnór Sigurðs
son kom Íslandi yfir í seinni hálfleik.
Þegar líða tók á leikinn mátti sjá
þreytumerki á íslenska liðinu og
náðu Ísraelar að jafna metin undir
lok leiksins. ■
Fyrsta stigið kom
í jafntefli í Ísrael
2 Fréttir 3. júní 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ