Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Skynsam-
leg þjóð-
málaum-
ræða er
að kafna
í æsinga-
fullum
upphróp-
unum frá
fólki sem
er fyrir-
munað að
sýna still-
ingu.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Þjóðmálaumræðan einkennist af
æsingi, upphrópunum og fúkyrða
flaumi. Hugsanlega er hluti skýr
ingarinnar á þessum látum öllum
sú að nútímatækni gefur nánast
hverjum sem er gott tækifæri til að tjá sig. Um
leið skapast ákveðinn vandi, því hvernig á fólk
að láta taka eftir sér þegar svo að segja allir
eru að tjá sig? Það er svo óskaplega auðvelt að
týnast í fjöldanum. Í hugum margra er lausnin
einföld; það er best að æpa sem hæst og fá
þannig athygli. Ef viðkomandi er heppinn ratar
hann jafnvel í fréttir á netmiðlum. Þá líður við
komandi vel. Merkilegt hversu margir eru háðir
athyglinni. Stundum er eins og þeim finnist
þeir ekki vera til nema eftir þeim sé tekið.
Við sjáum æsingafull upphlaup svo að segja
daglega. Þingmenn, sérstaklega stjórnarand
stöðunnar, eru sérlega gefnir fyrir þau. Hið
sama má segja um ýmsa sjálfskipaða álitsgjafa
sem telja af einhverjum ástæðum að alveg
sérstök eftirspurn sé eftir skoðunum þeirra.
Það er svo sem ekki skrýtið að þeir lifi í þeim
misskilningi. Fjölmiðlar, sérstaklega netmiðlar,
eru iðnir við að þefa uppi fúkyrðaflauminn og
skella glaðhlakkalegir í frétt eins og: D segir að
ríkisstjórn Íslands sé fasísk – H segir að Sjálf
stæðisflokkurinn hati flóttamenn – I segir að
Katrín Jakobsdóttir hafi selt sálu sína.
Allt skynsamt fólk sér í gegnum þetta. Það
veit vel að ríkisstjórn landsins er ekki fasísk.
Forystumenn hennar eru þrautþjálfaðir stjórn
málamenn sem hafa í aðalatriðum staðið sig
vel í störfum sínum. Forsætisráðherrann er svo
sannur þjóðarsómi.
Skynsamleg þjóðmálaumræða er að kafna í
æsingafullum upphrópunum frá fólki sem er
fyrirmunað að sýna stillingu. Íslandsbanka
salan er dæmi um þetta. Flestir sem þar æptu
hæst um spillingu og viðbjóð hafa litla sem
enga þekkingu á málinu – og virðast ekki hafa
sérstakan áhuga á að kynna sér það. Þeir gáfu
sér fyrir fram að málið væri svínarí.
Umræða um málefni útlendinga er á svip
aðan hátt. Þar er kastað fram fullyrðingum
um mannvonsku og fyrirlitningu Sjálfstæðis
flokksins í garð fólks sem hingað kemur og
vill setjast hér að. Um leið eru Vinstri græn
stimpluð sem svívirðilega meðvirk. Þetta er
ansi einsleit mynd, en því miður virðist lítið
rými gefast fyrir hófstillta og vitræna umræðu
um þessi mál.
Yfirveguð þjóðfélagsumræða á ekki upp
á pallborðið í samfélagi þar sem æsingur og
tilfinningaofsi eru ráðandi. Við erum ekki á
góðum stað. n
Fúkyrðaflaumur
Sigurður K. Kolbeinsson ræðir við
ýmsa þekkta og óþekkta Íslendinga
um lífið og tilveruna og sagðar eru
skemmtilega sögur og frásagnir aftur
í tímann sem mörgum kunna að þykja
skemmilegar.
Laugardaga kl. 10.00
www.hotelbokanir.is/lifid-er-lag-hladvarp og á Spotify
Jón Þór Hannesson er næsti gestur
hlaðvarpsins.
ser@frettabladid.is
Veggfóður
Það fer enn þá hrollur um
almenning á Íslandi þegar
læknar og hjúkrunarfræðingar á
Landspítalanum lýsa vinnuum
hverfinu við Hringbraut og í
Fossvogi, en enn einu sinni er
flótti brostinn á á viðkvæmustu
deildum spítalans, svo sem á
bráðamóttökunni. Læknarnir
Tómas Guðbjartsson og Theodór
Skúli Sigurðsson spöruðu ekki
stóru orðin á Fréttavaktinni á
Hringbraut í gærkvöld þegar
þeir sögðu að sjúklingar, ekki
síst gamalmenni, væru eins og
veggfóður uppi um alla veggi
deildarinnar á hverjum degi, en
þennan vanda spítalans megi
einkum rekja til roluháttar
stjórnvalda, árum og áratugum
saman.
Einkavæðing
Hér er hraustlega tekið til máls
en tilefnið er ærið, enda standa
landsmenn frammi fyrir þeirri
stóru spurningu hvort ein
ríkasta þjóð í heimi hafi ekki
efni á að manna æðstu heil
brigðisstofnun þjóðarinnar og
koma því svo fyrir að aldraðir
sjúklingar komist ekki í úrræði
eftir aðgerðir á spítalanum og
endi þar beinlínis sem stranda
glópar. Má vera að hér sé einhver
pólitík að baki, hafa menn spurt
af minna tilefni, en langvarandi
svelti spítalans er ef til vill til
þess gert að réttlæta einkavæð
ingu í greininni. n
Oft sjáum við ekki nema hluta af myndinni. Þannig
er það líka með ferðaþjónustuna. Eru margir ferða
menn í miðbænum? Eru margar rútur á bílastæðinu
við Þingvöll? Er hellingur af fólki við Stuðlagil?
Fjöldi ferðamannanna, í ýmsu samhengi, er mæli
einingin sem við notum oft ósjálfrátt.
En fjöldi ferðamanna, brottfarartölur frá Kefla
vík eða það hve margir þeirra sitja á fletum fyrir
á kaffihúsum í miðbænum þegar okkur langar í
bolla, er hvorki mælieiningin sem skiptir okkur
máli, né stóra myndin af atvinnugreininni sem
þjónustar ferðamenn.
Verðmætin sem ferðamennirnir skilja eftir sig
í samfélaginu okkar eru aðalatriðið. Á mörgum
stöðum eru það líka þessi verðmæti sem gera það
mögulegt að hafa starfandi veitinga og kaffihús
yfir höfuð. Verðmætin gera það þess virði fyrir
samfélagið okkar að bjóða þessum góðu gestum
heim. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu voru
fyrir faraldurinn orðnar meiri en verðmæti af
sjávarútvegi og álframleiðslu samanlagt. Og eftir
spurnin í ár sýnir að það er stutt í að það verði
þannig aftur.
Árið 2019 nam bein, óbein og afleidd neysla
ferðamanna á Íslandi alls um 834 milljörðum
króna, eða um 2,3 milljónum króna á hvern íbúa
landsins. Og þessi verðmæti hríslast ofan í nær
samfélög fólks um allt land. Beinar og afleiddar
skatttekjur sveitarfélaganna af ferðaþjónustu sama
ár voru 41,6 milljarðar króna, eða um 10,6% af
heildarskatttekjum þeirra (án jöfnunarsjóðs).
Nú þegar ferðaþjónustan kemst á skrið skulum
við muna eftir þessum nýju peningum sem eru að
mokast inn í samfélagið. Í heildarmyndinni er því
mikilvægast að styðja við verðmætasköpun ferða
þjónustufyrirtækja, ekki hamla þeim með tak
mörkunum á fjárfestingu, þyngra og kostnaðar
samara rekstrarumhverfi og meiri sérsköttum. n
Allir græða á
ferðaþjónustu
Jóhannes Þór
Skúlason
framkvæmdastjóri
Samtaka ferða
þjónustunnar
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. júní 2022 FÖSTUDAGUR