Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 14
Við lifum nú gullöld steingervingafræð­ innar og varla líður sú vika að ekki finnist einhvers staðar í heim­ inum nýjar og áður óþekktar tegundir af risaeðlum. Segja má að steingervingafræðingar samtímans séu af Jurass­ ic Park kynslóðinni. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Fjórum árum eftir gereyðingu Isla Nublar lifa risaeðlur frjálsar og veiða sér til matar við hlið manna um alla veröldina. Jafnvægið er brothætt og ljóst að úrslit munu ráðast um það hvort maðurinn haldi sínu hlutverki sem aðalrándýr veraldar á plánetu sem hann deilir nú með ógnvænlegustu skepnum veraldarsögunnar. Hér birtast risaeðlur sem aldrei hafa sést áður, spennan er áþreifanleg og beitt er tækni sem tekur fram öllu sem áður hefur sést. Steingervingafræðin hefur aldrei orðið söm eftir að mynd Stevens Spielberg, Jurassic Park, var frum- sýnd árið 1993. Aldrei fyrr höfðu risaeðlur „af holdi og blóði“ birst mönnum. Myndin vakti gríðarlega athygli og vakti áhuga almennings á þessum löngu horfnu skepnum. Þetta hafði áhrif á vísindastarf í háskólum og framboð á námskeiðum í grein- inni. Við lifum nú gullöld stein- gervingafræðinnar og varla líður sú vika að ekki finnist einhvers staðar í heiminum nýjar og áður óþekktar tegundir af risaeðlum. Segja má að steingervingafræðing- ar samtímans séu af Jurassic Park kynslóðinni. Jurassic Park og Jurassic World myndirnar eru byggðar á per- sónum sem metsöluhöfundurinn Michael Crichton skapaði. Varla er til sá kvikmyndaunnandi sem ekki hefur orðið skelfingu lostinn, fallið í stafi og fyllst lotningu við að horfa á sköpunarverk Crichtons og Spielbergs á hvíta tjaldinu síðustu þrjá áratugina. Í Jurassic World Dominion birtast okkur endalok sögunnar sem hófst fyrir tæpum 30 árum. Myndin er ólík öðrum myndum í myndaflokknum. Colin Trevorrow hefur í raun verið gæslumaður og hugmynda- smiður Jurassic-veraldarinnar í gegnum þrjár síðustu myndirnar. „Allt breyttist þegar risaeðlurnar voru teknar af eyjunni sem þær höfðu verið einangraðar á og sleppt út í veröldina,“ segir Tre- vorrow. „Þetta var stórkostlegt tækifæri að geta rannsakað afleið- ingarnar af því. Jurassic World Dominion fjallar um mikilvægi þess að virða afl náttúrunnar – ef okkur bregst bogalistin deyjum við út, rétt eins og risaeðlurnar.“ Hann segir að í þessari mynd sé ekki aðeins verið að ljúka sögunni sem hófst 2015 í Jurassic World, heldur sé verið að ljúka sögunni sem hófst 1993 með Jurassic Park. „Þetta er saga sem kallar á að allar persónurnar frá byrjun séu með. Í fyrsta sinn gerist Jurassic-mynd ekki á Isla Nublar heldur algerlega í okkar heimi. Þetta er líka í fyrsta sinn sem persónur úr báðum hlutum sögunnar eru saman á hvíta tjaldinu. Laura Dern, sem leikur dr. Ellie Sattler, Jeff Gold- blum, sem leikur dr. Ian Malcolm, og Sam Neill sem dr. Alan Grant úr Jurassic Park og Chris Patt sem Owen Grady og Bryce Dallas Howard sem Claire Dearing úr Jurassic World eru öll saman- komin þarna, Við bætast fleiri sem sum hafa leikið í báðum hlutum myndaflokksins. Mögnuð mynd sem svíkur ekki aðdáendur Jurassic-myndanna. n Laugarásbíó, Smárabíó, Háskóla­ bíó, Sambíóin Álfabakka, Sambíó­ in Egilshöll, Sambíóin Kringlunni og Sambíóin Akureyri, Sambíóin Keflavík og Selfossbíó. Úrslitastund og mögnuð sögulok Fróðleikur n Sumar senurnar í þessari mynd áttu upphaflega að vera í Jurassic World: Fallen Kingdom en voru teknar út úr handriti þeirrar myndar til að spara þær fyrir þessa. n Chris Patt þurfti að svelta sig fyrir hlutverkið og sagði: „Ég er orðinn fertugur núna og ef ég fæ mér svo mikið sem karamellu þyngist ég um tíu kíló.“ n Nær allar persónur í myndinni hafa birst áður í Jurassic Park og Jurassic World myndaflokkunum. Frumsýnd 8. júní 2022 Aðalhlutverk: Chris Patt, Bryce Dallas Howard, Laura Dern, Sam Neill, Jeff Goldblum, De­ Wanda Wise, Campbell Scott og BD Wong Handrit: Emily Carmichael, Colin Tre­ vorrow og Derek Connolly Leikstjórn: Colin Trevorrow 2 kynningarblað 3. júní 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.