Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 4
Auðvitað eiga allir neytendur heimtingu á að vita hvort þeir eru að borða sýktan lax eða ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Útlit er fyrir að jafnvel fleirum verði vísað frá í ár, en til stendur að fækka nemendaígild- um við Tækniskólann um 80 frá fyrra ári. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins ser@frettabladid.is NEYTENDUR Breki Karlsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir það algerlega ótækt að almenningur viti ekki hvort hann er að kaupa sýktan eldisfisk eða ekki í matvöruversl- unum. Fréttablaðið greindi frá því í gærdag að sýktur eldislax fari á neytendamarkað í krafti umsagnar dýralækna Matvælastofnunar sem segja að veirusýkingar í fiski berist ekki í fólk. „Auðvitað eiga allir neytendur heimtingu á að vita hvort þeir eru að borða sýktan lax eða ekki, ella liggur allur lax undir grun,“ segir Breki og minnir á að rétturinn til upplýsingar sé meðal meginrétt- inda neytenda, sem John F. Kennedy lagði grunninn að í ræðu árið 1953. „Krafan um matvælaöryggi er líka ein af grunnkröfum neytendarétt- ar,“ heldur Breki áfram, en enginn vafi eigi að leika á um skaðsemi matvæla. „Við höfum líka kvartað til Neytendastofu vegna sumra þessara sjókvíaeldisfyrirtækja sem skreyta sig með orðunum „vistvænt sjóeldi“ en það er akkúrat ekkert vistvænt við það,“ segir Breki og telur fyrirtækin „skreyta sig með grænþvotti“. Krafa Neytendasamtakanna í þessum efnum er í anda kæru sem Matvælastofnun barst í síðasta mánuði frá Íslenska náttúru- verndarsjóðnum, en forkólfar hans krefjast þess að stofnunin upplýsi í svokölluðu „Mælaborði fiskeldis“ um afföll eldisfiska í sjókvíum. Að mati þeirra er það skylda stjórn- valda að veita almenningi aðgang að gögnum um afdrif þessa matfisks. ■ Segir sjókvíaeldið skreyta sig með grænþvotti bth@frettabladid.is ALÞINGI Innan Sjálfstæðisflokksins var því spáð fyrir nokkru að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra kynni að lenda í vandræðum með að afla stuðnings við mál eftir að hún gagnrýndi sölu á hlut Íslands- banka og upplýsti um athugasemdir á fundum í aðdraganda sölunnar. Fjármálaráðuneytið, þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisf lokksins og ábyrgðar- maður bankasölunnar, gegnir ráð- herradómi, hefur í bréfi til atvinnu- veganefndar Alþingis gagnrýnt frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Þar segir að frumvarpið sé ófjármagnað og skorti samráð við samningu þess. Hinn 11. apríl síðastliðinn sat Friðjón Friðjónsson, sem nú er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fyrir svörum á Fréttavaktinni. Rætt var um eftirmál Íslandsbankasölu og sagði Friðjón að Lilja gæti með „sólóútspili“ sínu átt á hættu að einangrast eftir gagnrýni hennar. „Staða Lilju er áhugaverð, þegar Lilja þarf á einhverju að halda í framtíðinni frá félögum sínum í rík- isstjórn, ef svo ber undir, er ekkert víst að hún eigi mikið inni, hvorki hjá Bjarna, Katrínu né Sigurði Inga.“ Ekki náðist að bera undir Lilju hvort hún telji tengsl milli athuga- semda fjármálaráðuneytisins nú og gagnrýni hennar á bankasöluna. ■ Spáði því að Lilja gæti einangrast Lilja Alfreðsdóttir Ef fjölgun íbúðarhúsnæðis á næstu árum á að ganga eftir vantar þúsundir iðnaðar- manna til starfa, en stjórn- völd hafa ekki tekið mið af því í fjárframlögum til iðnnáms. ser@frettabladid.is BYGGINGARIÐNAÐUR Alvarlegur skortur er á fagmenntuðum iðn- aðarmönnum í byggingariðnaði hér á landi, en ef áform stjórnvalda um að stórauka eigi smíði á íbúðar- húsnæði á kjörtímabilinu eiga að ganga eftir, vantar minnst tvö þúsund nýja starfsmenn í greinina. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins en sérfræðingar á þeirra vegum fylgjast gjörla með þróun á hús- næðismarkaði, meðal annars með reglulegri talningu á fjölda íbúðar- húsnæðis sem er í byggingu á hverj- um tíma. Nú eru tæplega 15.000 manns starfandi í byggingageiranum á Íslandi og hefur að sögn Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Sam- taka iðnaðarins, fjölgað um 1.300 manns frá því að greinin fór að taka við sér fyrir um ári, eftir að viðspyrna hófst á ný í hagkerfinu í kjölfar ládeyðu farsóttartímans. „En það er ekki nóg, við þurfum að f lytja inn vinnuafl, það er alveg ljóst,“ segir Ingólfur og bendir á þversögnina á þessu sviði. „Á síð- asta skólavetri var 700 manns vísað frá iðnnámi í landinu af því að stjórnvöld hafa ekki lagt nægjan- legt fjármagn í iðnnám til að mæta þeirri bráðu mannaflaþörf sem er í greininni. Útlit er fyrir að jafnvel f leirum verði vísað frá í ár, en til stendur að fækka nemendaígildum við Tækni- skólann um 80 frá fyrra ári. Það er ekkert samhengi á milli íbúða- skorts og menntunarmöguleika hér á landi,“ útskýrir Ingólfur og segir þetta vera sorglega staðreynd, en mörg hundruð manns á Íslandi þrái að komast í iðnnám hér á landi á hverju ári en sé vísað á dyr. Fjöldi starfsmanna í byggingar- iðnaðinum hefur enn ekki náð þeim fjölda sem var fyrir efnahags- hrunið 2008, en þá voru um átján þúsund manns við störf í greininni. Þann fjölda þarf að nálgast aftur til að mæta fólksfjöldaþróun Hagstof- unnar að mati Ingólfs. Til að svo verði þurfa hér eftir að klárast árlega um 3.500 til 4.000 nýjar íbúðir ári, en til samanburðar verða innan við 3.000 íbúðir byggð- ar hér á landi í ár og rétt aðeins yfir þeirri tölu á næsta ári. „Vandinn er líka sá,“ segir Ing- ólfur „að aukinn mannskap þarf ekki bara í nýsmíði heldur hefur safnast upp mikil viðhaldsþörf í innviðakerfinu á síðustu árum þar sem því hefur alls ekki verið sinnt nægjanlega. Þetta á til dæmis við um vegakerfið. Þar mun spurnin eftir iðnaðarmönnum verða mikil á næstu árum ef stjórnvöld ætla að bæta ástand innviðanna,“ segir Ing- ólfur Bender. ■ Sjö hundruð vísað frá iðnnámi þegar tvö þúsund manns vantar til starfa Fjöldi starfs- manna í bygg- ingariðnaðinum hefur enn ekki náð þeim fjölda sem var fyrir efnahags- hrunið 2008, en þá voru um átján þúsund manns við störf í greininni. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR kristinnhaukur@frettabladid.is DÓMSMÁL Samtök iðnaðarins von- ast til að Alþingi setji reglur um innviðagjald sveitarfélaga eftir að Hæstiréttur dæmdi þau lögleg á mið- vikudag. Verktakinn Sérverk höfðaði málið gegn Reykjavíkurborg vegna gjaldanna sem innheimt voru á upp- byggingarreit í Vogabyggð. Krafan var 120 milljónir króna en borgin hafði betur á öllum dómstigum. „Dómurinn virðist veita sveitar- félögum ríka heimild til innheimtu gjalda og er í þessu samhengi vísað til markaðsforsendna. Þau geta hagað sér eins og einkaaðilar en þó er skýrt tekið fram að um þau gilda reglur um meðalhóf og jafnræði,“ segir Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Sam- taka iðnaðarins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst yfir ánægju með niður- stöðuna á samfélagsmiðlum og sagt mikið hafa verið undir. „Því viðhorfi að verktakar ættu að geta hirt allan gróðann af umbreytingu borgarinnar en skilið kostnaðinn við endurnýjun hverfanna eftir hjá samfélaginu hefur algerlega verið hafnað,“ sagði hann. „Það er núna í höndum íbúa Voga- byggðar að ganga á eftir að þeir fái þá innviði sem gjaldið átti að dekka, enda er skylda borgarinnar til að standa við sínar skuldbindingar skýr,“ segir Jóhanna. Segir hún það hafa skapað tortryggni að gjaldið sé ekki það sama á öllum uppbygg- ingarreitum og upphæðirnar mis- munandi. Í síðasta mánuði skilaði starfs- hópur Húsnæðis- og mannvirkja- stofnunar tillögum þar sem vikið var að innviðagjaldinu og hugsan- legri lagasetningu. „Þetta undir- strikar að okkar mati þörfina á því að koma þessum málum í betra horf,“ segir Jóhanna. ■ Biðla til löggjafans um reglur eftir að dómstólar blessuðu innviðagjaldið Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkja- sviðs SI Sauðfjárbú fóru úr 1.716 árið 2008 niður í 1.429 árið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ser@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Búum til sveita fækkaði sérstaklega mikið í upp- hafi farsóttarinnar, árið 2020, en samkvæmt nýjum tölum Hagstof- unnar hefur búum í hefðbundnum landsbúnaðargreinum fækkað sem nemur hundruðum búa síðasta hálfa annan áratuginn. Þessa þróun megi einkum rekja til færri sauðfjár- og kúabúa, en þau fyrrnefndu fóru úr 1716 árið 2008 í 1429 árið 2020 og þau síðar- nefndu úr 721 í 660 á sama tímabili. Almennt hafi búum fækkað í öllum greinum nema í garðrækt og plöntu- fjölgun. Rekstrartekjur landbúnaðarins hafa nánast staðið í stað frá 2016 og mældust samanlagðar tekjur grein- anna árið 2020 þær sömu og árið 2015 á föstu verðlagi, segir í saman- tektinni. ■ Búum til sveita fækkaði í faraldri ser@frettabladid.is REYKJAVÍK Alls er búið að styrkja yfir hundrað húsfélög í Reykjavík með á fjórða þúsund íbúðum til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Búið er að greiða út yfir 120 millj- ónir króna í styrkina af hálfu borgar- yfirvalda, að því er fram kemur í til- kynningu frá þeim, en þar kemur fram að umsóknum um styrkina hefur fjölgað mikið að undanförnu. Reyk jav ík urborg, Ork uveita Reykjavíkur og Veitur gerðu með sér samkomulag í apríl 2019 um stórfellda uppbyggingu innviða í borginni fyrir raf bílaeigendur. Samkvæmt úthlutunarreglum er hámarks styrkupphæð til hvers húsfélags hálf önnur milljón króna, en þó aldrei meira en sem nemur 67 prósentum  af heildarkostnaði verksins. ■ Borgin veitt fjölda húsfélaga styrki vegna rafbíla 4 Fréttir 3. júní 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.