Fréttablaðið - 03.06.2022, Síða 9

Fréttablaðið - 03.06.2022, Síða 9
Guðmundur Steingrímsson n Í dag HEILSA & HAMINGJA LYFJAVAL ER Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Bílaapótek Hæðasmára Bílaapótek Vesturlandsvegi Glæsibæ Urðarhvarfi Mjódd Apótek Suðurnesja Renndu við VESTURLANDSVEGI 9–22 HÆÐASMÁRA 10–23 OPIÐ alla daga Bílaapótek LYFIN Í LÚGUNA Tvær yfirlýsingar gripu athygli mína á dögunum svo ég hef varla getað hætt að hugsa um þær, svo merkilegar þóttu mér þær og þá ekki síst vegna þess að þær tengjast á vissan hátt innbyrðis, þótt þær komi úr hvor úr sinni áttinni. Þær lýsa djúpri mótsögn í hugarþeli þjóðarinnar, svona þegar maður spáir í þær samtímis. Önnur kom úr reynsluheimi Olenu Jadallah, hagfræðings og fyrrverandi varaborgarstjóra í Írpín í Úkraínu, sem leitað hefur skjóls hér á landi ásamt fjölskyldu sinni út af stríðinu þar í landi. Í merkilegu viðtali hér í blaðinu lýsti hún tilfinningum sínum gagnvart móttökum Útlendingastofnunar og meðhöndlun starfsfólksins á henni og hennar fólki. Jú, vissulega greinir hún frá góðum móttökum margra Íslendinga og gestrisni, en í viðmóti starfsfólks Útlendinga­ stofnunar kvaðst hún þó greina vissan áberandi og umhugsunar­ verðan þráð, sem hún lýsir svo: „Okkur líð ur stund um eins og full trú ar Út lend ing a stofn un ar hati fólk, og sér stak leg a flótta fólk.” Þetta er hollt fyrir þjóðina að heyra. Glöggt er gests augað. Sem Íslendingi finnst mér óhemju­ slæmt að vita til þess að svona skuli f lóttafólk, sem nýverið hefur gengið í gegnum skelfi­ legustu reynslu lífs síns og bjargað börnum sínum úr bráðri lífshættu, upplifa móttökur hins opinbera. Við eigum að heita framsýn þjóð og umburðarlynd, friðelskandi, hamingjusöm og kærleiksrík, ekki satt? En svona er þá í pottinn búið. Fulltrúar okkar gagnvart þeim sem þolað hafa hrakningar virðast haldnir mannhatri. Auðvitað kann að vera að hér sé einungis um upplifun að ræða, sem ekki eigi við rök að styðjast, og eflaust sárnar mörgum góðum starfsmönnum Útlendingastofn­ unar, en vinur er sá sem til vamms segir og svona dóma ber að taka alvarlega. Naflaskoðunar er þörf. Það sem mér þykir óþægilegt við þessa hreinskiptnu yfirlýsingu sem borgara er að hún rímar mjög við þær grunsemdir sem ég hef alið með mér í eigin brjósti eftir að hafa fylgst með meðhöndlun Íslendinga á flóttafólki úr fjarska. Tilfinn­ ingin er þessi: Það er eins og undir niðri í sam­ félaginu urri einhver skratti – svo ég noti viðeigandi klerklegt tungu­ tak – sem unir sér ekki nema hann geti á sem andstyggilegastan hátt vísað fólki í neyð úr landi. Helst á nóttunni. Það er eins og þessi skratti, þetta afl, þessi tilhneiging, hafi talið það sérstakan ósigur sinn að þurfa að taka á móti sæg af flóttafólki frá Úkraínu og því sett upp hunds­ haus. Eitt glas fékk fjölskyldan til að deila, engin rúmföt, engin eld­ húsáhöld, engar bleiur fyrir ung­ barnið og svo var því stjakað með þjósti upp á Keflavíkurflugvöll svo þar mætti það efla kvíðann við áhorf og hlustun herþotna á nokkurra mínútna fresti. Þetta er skítnógugott, segir skrattinn. Ég veit ekki hvaða kraftur þetta er. Ég þekki engan sem vill losna við flóttafólk með hraði. Ég þekki bara fólk sem fagnar því að við tökum á móti fólki í neyð. Ég þekki engan sem túlkar útlendingalög­ gjöfina þannig að hún sé fyrst og Að vanta fólk og hata fólk fremst tól fyrir þá sem vilja ekki fólk. Hún er þvert á móti leið­ beining um það hvernig við getum fagmannlega og af mannúð tekið á móti fólki. En alltaf skal hún samt rísa upp úr djúpinu þessi frumstæða kerfislöngun, að vilja henda fólki út. Hvaðan hún kemur er rannsóknarefni í sjálfu sér og greinilega mjög aðkallandi sem slíkt, sérstaklega í ljósi ummæla Olenu Jadallah. Hin yfirlýsingin kom frá öðrum hagfræðingi, Hannesi G. Sigurðs­ syni hjá Samtökum atvinnulífsins. Hann sagði efnislega að Íslending­ ar væru ekki nógu margir til þess að halda uppi lífskjörum og hag­ vexti. „Þess vegna þurfum við að flytja inn fólk í mjög miklum mæli og sívaxandi mæli,“ sagði hann. Við þurfum beinlínis að mati hans að búa til „girnilega pakka“ til að laða að fólk til að vinna hér alls konar flókin og krefjandi störf. Er skrattinn að heyra þetta? Eins og Hannes bendir réttilega á ætti þessi staða alls ekki að koma á óvart. Þetta hefur blasað við um langt skeið. Þjóðin er svo fámenn að markaðurinn getur ekki einu sinni haldið uppi einni þokkalegri rokkstjörnu hvað þá meira. Allir vinna mörg störf. Heilbrigðiskerfið og skólakerfið er að sligast út af skorti á starfskrafti. Staðreyndin æpir úr öllum kimum samfélags­ ins: Okkur vantar fólk! Hvernig væri þá að byrja á því að leyfa þeim manneskjum að vera sem hingað eru þó komnar? Hanna kannski handa þeim girnilegri pakka en eitt glas, engin eldhúsáhöld, engin sængurver, nagandi óvissu og kvíða? Kannski bjóða fólkinu almennt frekar öryggi, störf, meiri menntun og bjarta framtíð? n FÖSTUDAGUR 3. júní 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.