Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 10
Bjargvættur Íslands Joseph Banks ákvað að fara til Íslands þegar honum leist ekki á vistarverur í öðrum leiðangri kafteins Cook. Myndir John Cleveley yngri úr leiðangrinum eru lýsandi fyrir tíðarandann á Íslandi. Hér getur að líta innanstokks í dönsku verslunarhúsi í Hafnarfirði. Þegar Bretarnir komu að Heklu fannst þeim ískalt og erfitt að klífa fjallið. Í ár eru 250 ár liðin frá vís- indaleiðangri Joseph Banks til Íslands. Dálæti hans á landi og þjóð átti eftir að reynast Íslendingum vel. arnartomas@frettabladid.is Í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá Íslandsleiðangri náttúrufræðings- ins Joseph Banks verður opnuð ný sýning í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Þar verður gerð grein fyrir ævi og störfum Banks sem og för hans til Íslands sem var fyrsti breski vís- indaleiðangurinn hér á landi. Náttúrufræðingur og landkönnuður „Joseph Banks var forríkur ungur maður sem hafði mikinn áhuga á náttúrufræði og landkönnun,“ segir Anna Agnarsdóttir, prófessor emeritus. „Honum tókst að komast með í fyrsta leiðangur James Cook á árunum 1768-1771, sem fór suður til Nýja-Sjálands, Ástralíu og umhverf- is hnöttinn.“ Þátttaka Banks í leiðangrinum jók hróður hans þar sem Banks var hefðarmaður en Cook af fremur lágum stigum. Fyrir vikið var í breskum blöðum á þeim tíma alltaf talað um leiðangur Banks en ekki Cook, þótt í dag sé raunin önnur. Þar sem leiðangurinn var svo vel heppnaður var strax farið að undir- búa annan suður á bóginn til að leita að meginlandinu Terra Aust- ralis Incognita sem síðar kom í ljós að var ekki til. „Banks var þá boðið aftur að vera vísindalegur leiðangursstjóri ef hann borgaði allt sjálfur, sem hann gat og vildi. Hann safnaði þá að sér mörgum vísindamönnum, teikn- urum og þjónustuliði,“ segir Anna, sem bendir á að Banks hafi viljað hafa allan varann á því að í fyrsta leiðangri Cook höfðu sjö menn á vegum Banks lagt af stað en aðeins þrír komið lifandi til baka. „Þegar hann kom að skipinu sem átti að fara í annan leiðangur Cook leist Banks ekkert á aðstæðurnar um borð og hætti við.“ Íslandsförin slembilukka Banks þurfti þó að nýta mannskap- inn sem hann hafði ráðið til árs. „Hann kíkti á landakortið og Ísland blasti við, sem hann taldi lítt rannsakað af „almennilegum nátt- úrufræðingum“,“ segir Anna. „Það var eiginlega algjör tilviljun að hann fór til Íslands – bara vegna þess að hann fór í fýlu yfir vistarverunum um borð í leiðangri Cook.“ Hann var mest spenntur fyrir Heklu og eitt aðalmarkmið Banks var að ganga á hana. Leiðangur Banks til Íslands var fyrsti breski vísindaleiðangurinn til Íslands en Frakkar höfðu komið hingað stuttu áður. Á Íslandi komst Banks í kynni við marga Íslendinga, m.a. Ólaf Stephensen, þá amtmann, og héldu þeir í kjölfarið áfram að skrifast á og senda hvor öðrum gjafir. Viðskipti á stríðstímum „Síðan leið og beið þar til Napó- leónsstyrjaldirnar skullu á þar sem Danir gengu í lið með Frökkum og urðu þar með óvinir Breta,“ segir Anna. „Breski f lotinn sigldi um Norður-Atlantshafið og hertók helming skipa danskra kaupmanna sem versluðu við Ísland og flutti þau til hafna í Englandi.“ Svo vildi til að Magnús Stephen- sen, dómstjóri og fremstur Íslend- inga á sinni tíð, var með í einu skipinu og skildi strax að það þyrfti að leita á náðir Breta þar sem Danir gætu ekki aðstoðað Íslendinga. „Magnús mundi eftir því að þegar hann var tíu ára gamall hafði þessi Breti, Joseph Banks, komið til Íslands og snætt hjá föður sínum Ólafi,“ segir Anna. „Þetta væri eini Bretinn sem hann þekkti og hann ákvað að skrifa honum bréf. Þetta voru auðvitað landráð því Danir voru í stríði við Breta og strang- lega bannað að eiga samskipti við óvininn.“ Bjargvættur Íslendinga Magnús biðlaði þannig til Banks um að leysa skipin úr haldi þar sem hungursneyð myndi vofa yfir Íslandi ef engin skip hlaðin nauðsynjum kæmust til landsins. „Banks stökk til að hjálpa Íslend- ingum og setti allt í gang,“ útskýrir Anna, sem segir Banks hafa verið valdamikinn í Bretlandi. „Hann sat í trúnaðarráði konungs, var forseti breska vísindafélagsins og þekkti flesta málsmetandi menn.“ Georg III Bretlandskonungur lýsti því í kjölfarið yfir, að beiðni Banks, að Íslendingar væru nú hlutlausir í stríðinu við Bretland, frjáls verslun væri nú leyfileg milli landanna og Íslendingar flokkuðust sem „útlend- ir vinir“ Breta. „Þar með var Íslandi bjargað frá 1810-1814 og skipin sigldu og allt gekk tiltölulega vel, þó auðvitað ekki jafnsmurt og á friðartímum. Þess vegna kalla ég Banks bjargvætt og verndara Íslendinga,“ útskýrir Anna. Tíðarandinn fangaður En hvernig kom þessi sýning sem opnar nú á föstudaginn til? „Árið 2018 var haft samband við mig af British Library í Bretlandi sem voru að fara að halda stóra sýningu út af fyrsta leiðangri Cook. Þau spurðu hvort við vildum ekki vera með og ég benti á að fyrir okkur skipti ef til vill meira máli tengingin við Íslandsleiðangur Banks og þau 250 ár sem yrðu liðin frá honum nokkrum árum seinna, það er að segja nú í ár,“ segir Anna. Á sýningu British Library var samt heill veggur tileinkaður Íslands- leiðangri Banks með myndefni frá ferðalaginu. Við verðum síðan með sameiginlegan Banks-viðburð í haust. „Einn aðalafraksturinn fyrir okkur Íslendinga frá ferð Banks eru þessar frábæru teikningar af íslenskri náttúru og ekki síður for- feðrum okkar,“ segir Anna. „Teiknar- arnir í ferðinni gerðu skissur sem unnið var úr þegar heim var komið til Englands. Myndirnar eru varð- veittar í British Library en ráðamenn þar voru svo höfðinglegir að láta okkur myndirnar allar í té og veittu okkur leyfi til að sýna þær.“ Sýningin verður opnuð í Þjóðar- bókhlöðunni klukkan 15 í dag. n Skálholt var helsti staður Íslands á þessum tíma og má ætla að húsakostur hafi komið Banks og félögum á óvart. Ástkær pabbi, tengdapabbi og afi okkar, Guðmundur Brynjólfsson flugvirki, Garðatorgi 7, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 25. maí. Útför fer fram í Vídalínskirkju föstudaginn 3. júní kl. 13.00. Hjalti Guðmundsson Sigrún Ýr Svansdóttir Brynhildur Guðmundsdóttir Örlygur Auðunsson barnabörn. Geir fuglinn var lengi algengur á Norður-Atlantshafi, meðal annars við strendur Íslands. Snemma á 19. öld fór að halla mjög á stofninn sökum ofveiði en fuglinn var bæði stór og kjötmikill en einnig auðveldur til veiði enda óf leygur. Auk þess að vera veiddur til matar voru fjaðrir hans notaðar í gerð fatnaðar. Þegar geirfuglinum tók að fækka til muna fóru erlend söfn að greiða háar upphæðir fyrir fuglinn. Kaupmaðurinn Carl Franz Siemsen byrjaði að versla í Reykjavík um 1840. Honum var síðar falið að ná í geirfugla fyrir erlent safn og fékk hann bændur í Höfnum til að ná í geirfugl, lifandi eða dauðan. Þeir sigldu til Eldeyjar þar sem þeir fundu tvo fugla á klettasyllu og sneru þá úr hálsliðnum. Það voru síðustu lifandi geirfuglar sem sést hafa. Í dag eru um 80 uppstoppaðir geir- fuglar til á söfnum víða um heim. Einn þeirra er að finna á Náttúrufræði- stofnun Íslands. Árið 2010 var sett upp stytta af geirfuglinum eftir bandaríska listamanninn Todd McGrain sem horfir frá Valahnúki að Eldey. n Þetta gerðist 3. júní 1844 Síðustu geirfuglarnir veiddir í Eldey Um 80 geirfuglar eru til á söfnum víða um heim í dag. MYND/AÐSEND Ástkær faðir okkar, Einar Baxter lést þann 31. maí. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Einarsdóttir Guðmundur S. Pétursson Grettir Einarsson Ásdís Clausen Jóna Einarsdóttir Sigfús Pétursson TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 3. júní 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.