Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2022, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 03.06.2022, Qupperneq 20
Í æsku kynntist hann miklu mót- læti og fótboltinn varð hans flóttaleið úr fátækt og ömurleika stein- steypta frumskógarins sem var heimkynni hans fyrstu árin. I Am Zlatan er ótrúleg sönn saga af heimsfrægu fótboltahetjunni Zlatan Ibrahimovic. Zlatan er fæddur í Svíþjóð en er sonur inn- flytjenda frá Balkanlöndunum. Hann varð fyrir miklu mótlæti á unga aldri en fann hjálpræði í fótbolta þar sem hann uppgötvaði fljótt ótrúlega hæfileika sína. Kvikmyndin segir frá upp- vaxtarárum Zlatans, fjölskyldulífi og upphafi fótboltaferils hans. Fót- boltinn fangaði hug Zlatans þegar hann var ungur og hafði hann hæfileika, metnað og vilja til að ná langt þrátt fyrir mikið mótlæti. Öll þekkjum við knattspyrnu- goðið Zlatan sem virðist hafa óendanlega hæfileika sem knatt- spyrnumaður og ögrar náttúru- lögmálum með því að spila í hæsta gæðaflokki þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldur, er fæddur 1981. Lífið hefur hins vegar ekki alltaf leikið við Zlatan og því fer fjarri að hann hafi fengið allt upp í hend- urnar. Í mótlæti æskunnar varð knattspyrnan flóttaleið hans úr fátækt og ömurleika steinsteypta frumskógarins sem var heimkynni hans fyrstu árin. Myndin segir þroskasögu drengs sem gefst ekki upp heldur nýtir ótrúlega hæfileika sína til að brjótast til frægðar og frama. I am Zlatan er hins vegar alls ekki hefðbundin heimildamynd. Þetta er leikin mynd í fullri lengd, gerð eftir sjálfsævisögu Zlatans, sem sló í gegn svo um munaði. Við fylgjumst með vandamálum Zlatans í æsku, fjölskyldulífinu og aðstæðunum sem hann ólst upp við. Við sjáum uppreisnarandann brjótast fram í ungum manni sem var staðráðinn í að nýta hæfileika sína á stóra sviðinu og verða bestur allra. n Smárabíó og Háskólabíó Snillin á bak við ótrúlega þroska- og sigursögu Fróðleikur n Á veitingahúsi í París er hamborgari nefndur eftir Zlatan, en þar í bæ er hann mjög vinsæll eftir farsælan feril með Paris Saint- Germain. Borgarinn er engin smásmíði fremur en Zlatan sjálfur og vegur 600 g. n Zlatan er með svarta beltið í taekwondo. Beltið fékk hann í heiðursskyni fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum, en í æsku æfði hann greinina með Malmö taekwondo-klúbbnum. n Einu sinni gaf Zlatan öllum liðsfélögum sínum nýja Xbox One leikjatölvu. n Nafnið Zlatan er orðið sagnorð í sænsku og þýðir að gnæfa yfir eða gera eitthvað afburðavel. Komin í bíó Aðalhlutverk: Granit Rushiti (Zlatan 17 ára), Dominic Andersson Bajraktati (Zlatan 11 ára), Cedomir Gliso- vic, Merima Dizdarevic, Håkan Bengtsson, Selma Mesaovic og Linda Haziri Handrit: Jakob Beckman og David Lag- ercrants (skrásetjari ævisögu Zlatans) Leikstjórn: Jens Sjögren Goodfellas Kvikmyndin Goodfellas (1990) í leikstjórn Martins Scorcese er af mörgum talin með betri myndum sem gerðar hafa verið, að minnsta kosti þegar kemur að þessari tegund glæpamynda. Aðalper- sónan er Harry Hill og er hann leikinn af þeim stórskemmtilega og hæfileikaríka leikara Ray Liotta, sem því miður kvaddi þessa tilvist fyrir nokkrum dögum. Liotta var síður en svo fyrsta val Scorceses, en sagt er að Sean Penn, Alec Baldwin, Val Kilmer og Tom Cruise hafi allir komið til tals. Scorcese á að hafa hrifist svo af Ray Liotta í kvikmyndinni Something Wild (1986), í leikstjórn Jonathan Demme, að hann fékk hlutverkið, sem varð stærsta hlut- verk hans á leikferlinum. Fróðleikur um Goodfellas, Ray Liotta og fleira Einhverjar mögnuðustu myndir kvikmyndasögunnar eru Goodfellas og myndirnar um dr. Hannibal Lechter. Ray Liotta, sem fallinn er frá fyrir aldur fram, vann sinn stærsta sigur í Goodfellas og atriðið þar sem Lechter matreiðir fyrir hann hluta heila hans gleymist seint. Gamall vinur í mat Eitt magnaðasta atriði í kvikmyndinni Silence Of The Lambs er þegar dr. Hannibal Lecter ávarpar dr. Stirling (leikin af Jodie Foster) í klefa sínum og segir: „Ég át lifrina úr honum með breiðbaunum og chianti“ og gefur svo frá sér þetta sturlaða soghljóð og horfir á hana með trylltu augnaráði. Er þetta tilviljanakennd upptalning? Nei, kvikmyndalistin rúmar engar til- viljanir, Hannibal á nefni- lega að vera á lyfi sem heitir monoamín oxídasahindrar og er notað gegn þunglyndi. Þeir sem eru á því lyfi mega alls ekki borða lifur, baunir né drekka vín, því það getur verið þeim lífshættulegt. En með þessari yfirlýsingu er hann að láta dr. Stirling vita að hann sé alls ekki að taka lyfin sín ... sem eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega þegar Hannibal er annars vegar. Goodfellas og Henry Hill Kvikmyndin Goodfellas er byggð á ævisögunni Wiseguy: A Life in the Mafia Family (útg. 1985) eftir blaðamanninn Nicholas Pileggi, sem sérhæfði sig í umfjöllun um glæpi. Þar segir hann frá ævi Henry Hill og lífi hans í mafíunni og eftir að hann gerðist heim- ildarmaður lögreglunnar. Henry þurfti því að fara í vitnavernd, en honum líkaði það ekkert sér- staklega. Velgengni kvik- myndarinnar Goodfellas gladdi hann mjög og sagði hann öllum að myndin fjallaði um hann. FBI neyddist þá til að taka hann úr vitnavernd- inni. Kvikmyndin My Blue Heaven (1990) var einnig byggð á lífi Henrys og handritið skrifaði Nora Ephron, eiginkona Nico- las Pileggis. Hannibal Dr. Hannibal Lecter, leikinn af Ant- hony Hopkins, er líklega einn af þekktustu karakterum kvikmynda- sögunnar. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Sil- ence Of The Lambs (1991). Í fram- haldinu kom kvikmyndin Hannibal (2001) og í henni leikur Ray Liotta í alræmdu atriði. Þar leikur hann Paul Krendler, fulltrúa frá dóms- málaráðuneytinu, sem er í gíslingu dr. Lecters, sem gerir á honum fádæma grimmilegar rannsóknir, sem felast meðal annars í því að höfuðkúpa hans er höfð opin og heilinn því alltaf aðgengilegur. Þegar dr. Stirling (leikin af Julianne Moore) er í heimsókn hjá dr. Lecter tekur hann hluta af heila Pauls, steikir og gefur honum að borða. En ekki bara hvaða hluta sem er heldur þann sem geymir árásargirnd, því að Hannibal fannst Paul ekki nógu kurteis. Eftir mál- tíðina var Paul Krendler ekkert nema elskulegheitin. 8 kynningarblað 3. júní 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.