Fréttablaðið - 15.06.2022, Side 4

Fréttablaðið - 15.06.2022, Side 4
eitök velun í ferðalagið bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Gísli Páll Pálsson, for­ stjóri Grundarheimilanna, hefur tekið tillit til kvartana sumra les­ enda tölvupósta sinna. Hann er farinn að skýra pósta sína með þeim hætti að viðtakendum á framveg­ is að vera ljóst hvort um mikilvægar upplýsingar vistmanna sé að ræða eða pólitískar skoðanir forstjórans. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skemmstu að hluti viðtakenda tölvupósta Gísla, sem sendir eru á starfsmenn, aðstandendur vist­ fólks á öldrunarheimilum og vini og kunningja, hefði valdið óróa og jafn­ vel vanlíðan. Í pósti sem Gísli sendi fyrir helgi segist hann ætla að koma til móts við þá sem hafa kvartað eða haft ama af skrifum hans. „Þess vegna mun ég héðan í frá til­ greina efni póstanna í „subject“ línu þeirra þannig að vel sjáist hvort þeir Forstjórinn bregst við óánægju með tölvupósta bene diktarnar@fretta bladid.is LAND BÚNAÐUR For maður Sam taka fyrir tækja í land búnaði vill að sam­ tökin fái beina aðild að Sam tökum at vinnu lífsins. Hann segir stöðu land búnaðar á Ís landi slæma miðað við önnur Evrópu ríki. „Staðan er ein fald lega sú að um­ gjörð og starfs skil yrði bænda og land búnaðar fyrir tækja á Ís landi hefur gefið mjög mikið eftir,“ segir Sigur jón Rúnar Rafns son, for maður Sam taka fyrir tækja í land búnaði. Sjálf sagt sé að samtökin verði hluti af Sam tökum at vinnu lífsins. Hall dór Benja mín Þor bergs son, fram kvæmda stjóri Sam taka at­ vinnu lífsins, segir að við ræður um aðild séu á frum stigi. n Vilja beina aðild að Sam tökum at vinnu lífsins n Mjólkurvörur n Kjötvörur n Ávextir og grænmeti n Dósamatur og þurrvara n Brauð og kornvörur n Annað Krónan Nettó Hagkaup Heimkaup Tesco +11% ICA-1% Franprix +6% Verðlagsbreytingar á vörum haustið 2021 og nú (Í krónum) 8000 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 Í verðkönnun sem Verita­ bus gerði á dögunum hjá Krónunni, Nettó, Hagkaup og Heimkaupum kemur í ljós að innkaupakarfan er orðin dýrari í Heimkaup en í Hagkaup. Einnig kemur í ljós að verðlag á Íslandi er mun hærra en í nágrannalöndum okkar og horfir ekki til bóta. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Ef miðað er við könnun sem ASÍ gerði í september 2021 hefur verðlag í Hagkaup hækkað minnst, eða um 5,5 prósent. Litlu hærri er Krónan með 5,7 prósenta hækkun. Í Nettó hefur karfan hækk­ að um 7,3 prósent. Mest er hækk­ unin í Heimkaupum, 16,5 prósent, og er karfan nú orðin dýrari þar en hjá Hagkaup. Í fyrsta sinn gerir Veritabus nú samanburð á verðlagi hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Kannað var verð hjá Tesco í Bretlandi, ICA í Svíþjóð og Franprix í Frakklandi til að bera saman verð hér og í þessum löndum. Allar þessar erlendu versl­ anakeðjur eru stórar og öf lugar í sínum heimalöndum og sambæri­ legar hvað vöruúrval og þjónustu varðar við þær íslensku. Gerð var vörukarfa þar sem not­ aðar voru vörur sem meðalfjöl­ skylda hér á landi myndi kaupa til að endast út vikuna. Vörurnar sem urðu fyrir valinu voru 35 talsins. Samkvæmt könnuninni var karf­ an í Krónunni, sem var sú verslun sem hafði lægsta verð á Íslandi, 53 prósent dýrari en hjá Tesco í Bret­ landi, 12 prósent dýrari en ICA í Svíþjóð og 25 prósent dýrari en hjá Franprix í Frakklandi. Þegar vegið er upp á móti mis­ Matvara á Íslandi er miklu dýrari en í nágrannalöndum og hækkar mjög munandi virðisaukaskattsþrepum í þessum löndum hækkar karfan eilítið í Bretlandi og Frakklandi en lækkar enn frekar í Svíþjóð vegna þess að virðisaukaskattur á Íslandi er hærri en í Bretlandi og Frakklandi en eilítið lægri en í Svíþjóð. Athyglisvert er að almennt er enginn virðisaukaskattur á matvæli í Bretlandi og í Frakklandi eru mat­ væli almennt skattlögð helmingi minna en hér á landi. Engu að síður er umtalsverður munur á verðlagi matvæla hér á landi og í þessum samanburðar­ löndum eins og sést vel í súluritinu. Mjólkurvörur eru 56 prósent dýrari en í Bretlandi, 20 prósent dýrari en í Svíþjóð og 42 prósent dýrari en í Frakklandi. Mjólkurvörur hér á landi eru 65 prósent dýrari en í Bretlandi, meira en 100 prósent munur er á verði grænmetis og ávaxta og einn­ ig munar mjög miklu á brauði og kornvörum. Þessi munur miðar við verð í Krónunni, sem var ódýrust í íslensku könnuninni. Munurinn er meiri ef aðrar verslanir í íslensku könnuninni eru lagðar til grund­ vallar. n Verð körfunnar Verslanir Verð körfu Krónan 23.335 kr. Nettó 25.109 kr. Nettó app 24.607 kr. Hagkaup 25.028 kr. Heimkaup 27.427 kr. Tesco 15.229 kr. ICA 20. 822 kr. Franprix 18.663 kr. Þeir sem skipta við Heimkaup finna fyrir mestu hækkuninni samkvæmt ASÍ. fjalli um „innanhússmál“ eða eitt­ hvað allt annað,“ skrifar Gísli. Gísli segist þó halda sínu striki með áframhaldandi skrif, bæði um málefni Grundarheimilanna og einnig á persónulegum nótum. „Ég mun hins vegar reyna að halda mig á mottunni og ganga hægt og varlega um þessar gleðinnar dyr,“ segir Gísli. Hann endar pistilinn sinn auðmjúkur á tilvitnun í Hávamál: „Svo lærir sem lifir.“ n Gísli Páll Pálsson, for- stjóri Grundar- heimilanna. bth@frettabladid.is ALÞINGI Ríkisstjórninni tókst að afgreiða f jármálaáætlun í gær, 2023 til 2027. Var hún samþykkt á Alþingi með 35 atkvæðum gegn tólf. Ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Stjórnarandstaðan gagnrýndi áætlunina hástöfum og hafði uppi margar athugasemdir. Í umræðum um áætlunina véfengdi Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, forsendur og útreikninga. Bjarni Benediktsson fjármála­ ráðherra sagði bjart fram undan. Með breytingum á áætluninni yrði spornað við áhrifum verðbólgu. n Bjart fram undan að sögn Bjarna Sigur jón Rúnar Rafns son, for- maður Sam taka fyrir tækja í land búnaði. Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra. 4 Fréttir 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.