Fréttablaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 11
Mest krefjandi verkefni síðustu missera hafa því verið að stofna þessa nýju deild. MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 15. júní 2022 Hera Grímsdóttir er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hún segir feril sinn hafa verið ansi fjölbreyttan, einkennst af ólíkum verkefnum og umhverfi sem og stöðugt nýjum áskorunum. Hún hafi verið svo lánsöm að hafa alltaf fundist gaman í vinnunni og vinnan gefi henni mjög mikið, bæði vellíðan og útrás. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst skemmtilegast að verja tíma með fjölskyldunni minni og vinum. Þó að ég njóti þess að vera heima, hafa það huggulegt og Lánsöm að hafa alltaf fundist gaman í vinnunni Hera Gríms- dóttir segir París vera uppáhalds- borgina og hér á landi er það hálendið sem heillar mest. MYND/AÐSEND n Svipmynd Hera Grímsdóttir Nám: MSc. í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörð- unartöku og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Störf: Ég hóf störf sumarið 2002 hjá verkfræðistofunni Línuhönnun, sem í dag heitir EFLA, fyrst á orkusviði og síðar á framkvæmda- sviði. Árið 2011 söðlaði ég svo um og hóf störf hjá stoðtækja- fyrirtækinu Össuri þar sem ég stýrði m.a. alþjóðlegum BIONICS gerviútlimaverkefnum og starfaði við að koma nýrri vörulínu af spelkum á markaðinn. Síðla árs 2015 tók ég svo við stöðu sem sviðsstjóri yfir byggingasviði við Háskólann í Reykjavík og er í dag forseti iðn- og tæknifræðideildar. Samhliða starfi mínu hjá HR hef ég sinnt ýmsum verkefnum, m.a. fyrir Landsvirkjun og sprotafyrir- tæki, kennt verkefnisstjórnun, áhættu- og ákvörðunartöku og tölfræði hjá HR sem og í Opna há- skólanum til fjölda ára. Jafnframt sit ég í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís. Fjölskylduhagir: Ég er mikil fjölskyldumanneskja, er gift Birni Traustasyni, sam- tals eigum við þrjár dætur, eitt barnabarn og hund. Að auki er ég mjög náin systkinum mínum og foreldrum og finnst fátt skemmti- legra en þegar stórfjölskyldan hittist. lesa góða bók þá held ég að það sé óhætt að segja að ég sé frekar aktíf. Fer á snjóbretti og skíði, fer á hest- bak þegar tækifæri gefst, spila golf og elska að ferðast innanlands sem utan. Þá hef ég einstaklega gaman af því að læra eitthvað nýtt og tak- ast á við nýjar áskoranir. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég er vön að vakna um kl. 7 með dætrum mínum áður en þær fara í skólann en þær sofa þó lengur þessa dagana enda komnar í sumarfrí. Ég byrja svo alla daga á að kveikja á morgunútvarpinu, við fjölskyldan fáum okkur oftast morgunmat saman, græjum nesti og spjöllum um daginn sem fram undan er. Þegar þær svo rjúka út í skólann fæ ég mér góðan kaffibolla eða tvo, skoða tölvupóstana og skipulegg daginn áður en ég held af stað til vinnu. Hver hafa verið mest krefjandi verkefni á undanförnum misserum? Að vera forseti iðn- og tækni- fræðideildar Háskólans í Reykjavík er bæði skemmtilegt, f jölbreytt og krefjandi. Engir tveir dagar eru eins og það er óhætt að segja að mér hefur aldrei leiðst í vinnunni. Deildin var stofnuð í mars 2019, hefur verið í miklum vexti síðan þá og er í dag fjórða stærsta deild HR með rúmlega 500 nemendur. Því fylgir mikil ábyrgð og traust að vera forseti, því að það er afar margt sem þarf að huga að þegar kemur að núverandi og framtíðar iðn- og tæknimenntun nemenda. Þessar hröðu breytingar á störfum og tækni sem við erum að sjá í dag orsaka meiri eftirspurn eftir fólki með sérhæfða tæknimenntun og nýja gerð stjórnunarhæfni. Mest krefjandi verkefni síðustu missera hafa því verið að stofna þessa nýju deild sem hefur það hlutverk að undirbúa nemendur til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra við komuna út á vinnu- markaðinn, sem og að takast á við mikla vaxtarverki deildarinnar vegna mikillar fjölgunar nemenda. Við skulum ekki gleyma því að Covid hafði mjög mikil áhrif á allt skólastarf síðustu missera og gat verið ansi krefjandi að aðlaga allt starf vegna þess. Ef þú ættir að velja þér annan starfsvettvang, hver yrði hann? Orkumálin eiga hug minn allan þessa dagana og ég mun taka við sem framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR þann 1. ágúst nk. Hverjar eru helstu áskoranir fram undan? Næsta áskorun verður að takast á við nýtt starf sem framkvæmda- stýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í byrjun ágúst. Hlutverk OR er að nýta auð- lindir á sjálf bæran og hagkvæman hátt og stendur Ísland frammi fyrir miklum tækifærum sem og áskornum á komandi árum í þeim efnum. Orkumál eiga hug minn allan þessa dagana, ég efast ekki um að starfið verði krefjandi en á sama tíma skemmtilegt og ég er full til- hlökkunar að vinna með því góða starfsfólki sem starfar hjá OR. Hver er þín uppáhaldsborg? Ég á mér margar uppáhalds- borgir enda nýt ég þess að ferðast. Í dag verð ég að segja að París standi upp úr en ég fór þangað fyrr á árinu í yndislega og eftirminnilega helg- arferð með manninum mínum og dætrum. Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi? Við fjölskyldan höfum alltaf ferðast mikið um Ísland og þá sér- staklega á sumrin, hvort sem er í útilegum, hestaferðum eða upp á fjöll. Held það sé erfitt að gera upp á milli allra þeirra einstöku staða sem landið hefur upp á að bjóða en ætli það sé ekki helst hálendi Íslands. n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.