Fréttablaðið - 15.06.2022, Síða 20

Fréttablaðið - 15.06.2022, Síða 20
Það er mjög skemmtilegt þegar maður skoðar gaml- ar myndir af Glaumbæ hvað margt er eins. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Þ. Jenný Ólafsdóttir lést sunnudaginn 22. maí á Hrafnistu við Brúnaveg. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vitatorgs og Sólteigs fyrir einstaka umönnun og hlýju sem hún naut þar. Guðmundur Walter Aasen Kolbrún J. Harðardóttir Aasen Berglind Bragadóttir María Júlía Helgadóttir Þórdís Ingibjörg Ólafsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Brynjólfur Kjartansson hæstaréttarlögmaður, áður Flókagötu 37, lést föstudaginn 10. júní 2022. Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður, Guðmundur, Tómas og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnhildur Kristjana Gunnarsdóttir Vatnabúðum, Eyrarsveit, lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli 30. maí sl. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju mánudaginn 20. júní kl. 13.00. Sævaldur Fjalar Elísson Hjördís Fríða Jónsdóttir Ægir Berg Elísson Guðrún Vilborg Gunnarsdóttir Gunnar Jóhann Elísson Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Jóna Sigurðardóttir (Lilla í Mellandi) Kirkjuvegi 6, Hvammstanga, lést á HSV Hvammstanga, föstudaginn 10. júní. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju, þriðjudaginn 21. júní, klukkan 14.00. Baldur Ingvarsson Sigurður Kr. Baldursson Sigríður Sigurðardóttir Inga S. Baldursdóttir Stefán L. Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Halldór Ingi Hallgrímsson Njörvasundi 15, lést þriðjudaginn 7. júní. Útförin fer fram í Langholtskirkju fimmtudaginn 16. júní klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Smitsjúkdómadeildar 7A á Landspítalanum fyrir hlýja og góða umönnun. Kristjana Kristjánsdóttir Margrét Halldórsdóttir Kari Juhani Sammo Helga Halldórsdóttir Björn Traustason Kristján Halldórsson Lára Björk Erlingsdóttir Hallgrímur Halldórsson Inga Guðrún Kristjánsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Lilju Guðrúnar Eiríksdóttur Grænlandsleið 53, sem lést 24. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Maríuhúss og Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir yndislega alúð og umönnun. Viðar Þorsteinsson Baldvin Viðarsson Kjartan Viðarsson Kristín V. Samúelsdóttir Lilja Viðarsdóttir Skúli Magnússon Anna Viðarsdóttir Jón Aðalsteinn Hinriksson Helgi Viðarsson Magdalena Stefaniak Viðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Fyrsta sýningin sem opnuð var í Byggðasafni Skagfirðinga er enn opin og fagnar sjötíu ára afmæli sínu í dag. arnartomas@frettabladid.is Sýningin Mannlíf í torfbæjum á 19. öld var opnuð þann 15. júní 1952 í Byggða­ safni Skagfirðinga í Glaumbæ. Það var fyrsta sýningin sem opnuð var á Byggða­ safninu og hefur sýningin því verið opin í sjötíu ár í dag. „Síðasta fólkið sem flutti úr Glaumbæ gerði það 1947 og Byggðasafnið var stofnað ári síðar til að halda utan um gripi og annað í bænum,“ segir Berg­ lind Þorsteinsdóttir safnstjóri. „Það er mjög skemmtilegt þegar maður skoðar gamlar myndir af Glaumbæ hvað margt er eins, til dæmis er kistan sem er inni í norðurstofunni enn á sínum stað.“ Berglind segir að þar sem sýningin hafi staðið svona lengi finnist henni erfitt að breyta nokkru. „Auðvitað hefur sýningin verið yfir­ farin og smávegis breytingar gerðar,“ segir hún. Liggur ekki við að það þurfi að gera sýningu um sýninguna? „Það þyrfti nánast að gera það,“ svarar hún og hlær. „Þar sem sýningin sjálf er orðin svona gömul þá er hún sjálf komin með varðveislugildi. En auðvitað þarf stundum að skipta út sumum gripum sem eru margir orðnir viðkvæmir. Mörgum gestum safnsins kemur á óvart að gripirnir séu upprunalegir en ekki eftirmyndir.“ Gægst inn í fortíðina Líkt og heiti sýningarinnar gefur til kynna býðst gestum sýningarinnar að gægjast aftur til fortíðar og sjá lifnaðar­ hætti frá 19. öld. „Hvert herbergi er í anda þess rýmis sem tilgangurinn þjónar,“ útskýrir Berglind. „Þarna er hægt að sjá gamalt hlóðaeldhús, baðstofuna þar sem fólk Sýningin sjálf er forngripur Baðstofan í Glaumbæ þar sem síðustu íbúar fluttu út 1947. MYNDIR/BSK Smjör strokkað í mjólkurbúrinu í Glaumbæ. 1667 Franski læknirinn Jean-Baptiste Denys fram- kvæmdi fyrstu blóðgjöfina. 1752 Benjamin Franklin uppgötvaði að elding er rafmagn. 1829 Kambsránsmenn voru dæmdir í Hæstarétti og hlutu sex þeirra hýðingu (allt að 81 högg) en einn var dæmdur í ævilanga þrælkunarvinnu. 1926 Almannafriður á helgidögum þjóðkirkjunnar lög- festur. 1926 Dönsku konungshjónin lögðu hornstein að bygg- ingu Landspítala Íslands sem konur beittu sér fyrir í tilefni af kosningarétti sínum. 1952 Byggðasafn var opnað í Glaumbæ í Skagafirði. 2001 Teiknimyndin Atlantis: Týnda borgin frumsýnd. 2010 Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tók við völdum í borgarstjórn Reykjavíkur. Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri. Merkisatburðir eyddi mestum sínum tíma og fleira til. Glaumbær var auðvitað efnameiri bær en ekki hefðbundinn alþýðubær.“ Það er annars nóg að gerast í byggða­ safninu en um helgina verða nokkrar nýjar sýningar opnaðar. Í Áshúsi verður opnuð sýningin Íslenskir þjóðbúningar og pilsaþytur sem er samstarfsverkefni Byggðasafns­ ins og félagsins Pilsaþyts þar sem fróð­ leikur, búningahlutar og skart verða til sýnis. Þá verður opnuð í Gilsstofunni sýningin Torfbærinn: Heimili og vinnu­ staður frá Skottu kvikmyndafjelagi, sem unnin var í samstarfi við byggðasafnið, þar sem hægt verður að ferðast aftur í tímann með 360 gráðu gleraugum. n TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.