Fréttablaðið - 15.06.2022, Page 26
Ég fór
um það
bil
tuttugu
sinnum í
Mjódd-
ina,
kynntist
fólki og
safnaði
miklu
efni.
Útsala
Hvernig ertu? er yfirskrift
sýningar Svavars Péturs
Eysteinssonar (Prins Póló) í
Borgarbókasafninu Gerðu-
bergi. Þar sýnir hann ljós-
myndir, prentverk, vídeóverk
og skúlptúr. Ný plata lista-
mannsins er komin út.
Spurður um titil sýningarinnar
segir Svavar: „Þegar ég fór að setja
upp þessa sýningu þá var þessi frasi
ofarlega í huga mér því ég var alltaf
að heyra hann. Þannig klíndist
hann á sýninguna.“ Svavar hefur
undanfarin ár glímt við krabba-
mein og fær því oft að heyra þessa
spurningu: Hvernig ertu?
Hluti af sýningunni er ljós-
myndasería tekin í Mjódd. „Þar er
fólk af öllum stigum samfélagsins
en einstaklingar sem búa við kröpp
kjör og eru jafnvel fallnir frá vegna
óreglu eru þar áberandi,“ segir lista-
maðurinn. „Myndirnar eru teknar
yfir hálfan vetur. Ég fór um það bil
20 sinnum í Mjóddina, kynntist
fólki og safnaði miklu efni. Þetta
er fyrsta og eina verkefnið sem ég
hef gert þar sem ég sekk mér ofan
í mannlífið.“
Fleiri ljósmyndir eru á sýn-
ingunni. „Í listinni leik ég mér
að hversdagshlutum. Á þessari
sýningu eru ljósmyndir af þeim
tveimur hringtorgum sem eru í
Breiðholtinu. Við tökum lítið eftir
hringtorgum og þau þykja jafnvel
ómerkileg en það er ótrúlega fal-
legur strúktúr í þeim. Ég heillast af
hringtorgum og á góðan bunka af
ljósmyndum af þeim víða um heim.
Ég sýni líka ofur hversdagslegar
matarmyndir, eins og örbylgju-
hamborgara og mynd af mér að
smyrja kavíar á ristað brauð og
útbúa kórónu sem er tákn Prins-
ins.“
Sjoppulegur titill
Eins og f lestir vita er listamanns-
nafn Svavars Prins Póló. „Ég tók
mér það nafn á Seyðisfirði fyrir
rúmum tíu árum. Þá hafði ég ekkert
að gera og ákvað að semja tónlist
þar sem horft yrði til bernskunnar
þegar poppmenningin byrjaði að
gerjast í höfðinu á mér. Þá tók ég
mér sjoppulegan listamannstitil
vegna þess að mér fannst ég vera
að gera sjoppulega hluti.“
Einn skúlptúr er á sýningunni
sem samanstendur af gúmmíbát
og reiðhjóli. „Þar fer ég alveg á byrj-
unarreit, aftur til ársins 1987 þegar
ég var tíu ára gamall og eignaðist
gúmmíbát og reiðhjól.“ Vídeóverk
sýnir þegar Svavar fer í bílskúr
föður síns að sækja þessa gömlu
muni til að fara með á sýninguna
í Gerðubergi. Ari Eldjárn er höf-
undur myndbandsins.
Myrk viðfangsefni
Á sýningunni má einnig sjá prent-
verk með textum af nýrri plötu
Svavars. „Ég hef gert það í gegnum
tíðina að renna í gegnum textana
mína og ef ég sé einhverja frasa sem
mér finnast eiga heima á prentverki
þá bý ég til prent úr þeim.“
Platan kom út á opnunardag sýn-
ingarinnar, 28. maí. Á henni eru sex
lög með texta eftir Svavar. „Ég hef
alltaf leikið mér að því að tala um
dimma hluti og gera þá kómíska en
á þessari plötu eru viðfangsefnin
samt myrkari en venjulega. Prins-
inn er melankólískur og veikindin
hafa ýtt undir það.“
Hann segist hafa haft gaman af
að vinna að sýningunni. „Ég hafði
ár til að vinna hana. Það er gaman
að gera sýningu sem maður getur
eytt tíma í. Ég ætla svo að halda
áfram að skapa. Það kemur mér
fram úr á morgnana og hefur gert
í rúman áratug.“ n
Leikur sér að hversdagshlutum
Á sýningunni eru prentverk með textum af nýrri plötu
Svavars. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Listamaðurinn
hafði ár til
að undirbúa
sýninguna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
kolbrunb@frettabladid.is
Ljósrými – skuggarými er yfirskrift
sýningar í Skoti Ljósmyndasafns
Reykjavíkur. Á sýningunni eru
ljósmyndir eftir Ester Jóhannes-
dóttur.
Sýningin byggir á yfirstandandi
rannsókn Esterar á ljósmyndun í
afmörkuðu rými. Hún leitast við
að ljósmynda birtu og skugga í
innviðum bygginga með náttúru-
legri lýsingu, en einnig úti með raf-
magnsljósi. Með því vill Ester skoða
hvaða áhrif birtan/ljósið, náttúru-
legt eða rafmagns, hefur á rýmið og
myndina.
Ester Jóhannesdóttir útskrifaðist
með MFA gráðu frá University of
Leeds árið 2010 og hefur fengist við
listsköpun í yfir 30 ár.
Sýningin stendur til 16. ágúst. n
Birta og skuggar
Ljósmynd á
sýningunni.
MYND/AÐSEND
kolbrunb@frettabladid.is
Kjagað á eftir
biskupi er yfir-
skrift ókeypis
k völdgöngu á
vegum Borgar-
sögusafns, sem
Jón Páll Björns-
son og Íris Gyða
G u ð b j a r g a r -
d ót t i r s a g n -
fræðingar leiða
f immtudaginn
16. júní kl. 20. Gangan byrjar við
Dómkirkjuna á Austurvelli.
Gengið verður um Dómkirkjuna,
Víkurgarð og Aðalstræti, leiðsögu-
menn segja frá hinum ógleyman-
legu biskupshjónum Geir og Sigríði
Vídalín sem bjuggu í Aðalstræti 10 á
árabilinu 1807-1846, samtíðarfólki
þeirra og tíðaranda 18. aldar. n
Kjagað á eftir
biskupi
Geir Vídalín
biskup.
22 Menning 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR