Alþýðublaðið - 17.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.01.1920, Blaðsíða 2
3 ALPÝÐUBLAÐIÐ Upplestur. Sunnudaginn 18. Jan. kl. 4 e. m. les Steindór Sigurðsson upp í Iðnó. Þar verður meðal annars á dagskrá þýðingar af kvæðum hins fræga sænska skálds Runebergs, höf. Sveins Dúfa o. fl. Sömu- leiðis kafli úr óprentaðri skáldsögu og frumsamin kvæði Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigurjóns Jóns- sonar Laugaveg 19 eftir kl. 4 í dag og við innganginn. með kol í frjálsri verzlun, og á þann hátt grætt fé í landssjóð, ef landsverzlun á annað borð getur kept við kaupmenn. Þessu síðasta er að svara: Lands- verzlunin getur fyllilega kept við kaupmenn, og mun gera það. En landsverzlunin getur aldrei rekið verzlun á alveg sama hátt og væri hún einkafyrirtæki. Það verða t. d. altaf gerðar þær kröfur til hennar, að hún hafi jafnan til kol. En af því leiðir, að hún verð- ur altaf að kaupa kol, þegar þess þarf með; getur ekki hætt við að kaupa, þó koiaverðið sé hátt ein- mitt þá í svipinn, og erfitt að fá skip, eða að öðrum kosti verður hún að liggja með stórar birgðir af kolum, og það er nú mitt álit, að það eigi hún jafnan að gera (hafa 10 þús. smálestir liggjandi hér, eða jafnvel meira). Þegar þetta er athugað, virðist liggja í augum uppi að einkasala sé það rétta, það er að segja ef eingöngu er tekið tillit til almenningsheilla. Vtpfon Sinctaír °9 úholi Ronungur. í 7. tölubl. Alþýðublaðsins er sagt frá því, að gerðar hafi verið tilraunir til þess, að myrða Up- ton Sinclair, meðan hann var að Bemja Kola konung. Vegna þess, að ýmsa mun fýsa að vita or- sökina til þessara árása, set eg hér stutta lýsing á því, hvers vegna Koli konungur var saminn. Höfundurinn, sem frægur er orðinn um allan heim, vegna bóka þeirra er hann hefir ritað um ástandið meðal verkamanna í Bandaríkjunum, hafði heyrt ýms- ar sögur um það, hvernig farið væri með verkalýðinn í kolanám- unum amerisku. Til þess nú að komast fyrir sannleikann í þessu máli tók Sinclair upp á því, að fara dulbúinn til námanna og leita sér þar atvinnu sem óbreyttur námumaður. Honum gekk mjög illa að fá vist, vegna þess, fyrst og fremst, hve haft er strangt eftirlit með því, að engir komist í námurnar, sem líklegir eru til þess, að koma á samtökum meðal verkamanna og 'auk þess hafði það kvisast, að hann mundi reyna að komast þangað. Loksins hepn- aðist honum að fá vinnu, eftir að honum hafði hvað eftir annað verið vísað á bug. í tvö ár vann nú Sinclair í námunum og hnýst- ist í alt, sem hann áleit að hon- um gæti að gagni komið við samning væntanlegrar lýsingar á námulífinu. En loks komust námueigend- urnir að því, að hann væri í námunum, ráku hann í burtu, og við sjálft lá að hann yrði drep- inn. En vegna þess hve hann var vinsæll maður meðal verkamanna og átti öfluga vini utan námanna, slapp hann þó að svo komnu, með því að lofa að stíga aldrei fæti í námurnar framar. Þegar hahn var seztur aftur um kyrt, tók hann að rita Kola kon- ung, sem er nákvæm Iýsing á ástandinu í flestum smerískum námum. Sjálfur er hann sögu- hetjan. En aámueigendur höfðu njósnir úti um það, hvað Sinclair tæki sér fyrir hendur, og þegar þeir komust að þvi, að hann var að skrifa bók um veru sína í námunum, vildu þeir alt til vinna, að hútí kæmist aldrei fyrir al- menningssjónir. Þeir vissu af fyrri reynslu, að sögur Sinclair’s höfðu áhrif. Þess vegna gerðu þeir alt, sem þeir gátu til þess að ná handritinu, þegar þeir ekki gátu drepið höfundinn. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hepnaðist hvor- ugt: að drepa höfundinn eða ó- nýta handritið. Þegar Sinclair hafði lokið við samning Kola, sendi hann í laumi afrit af handritinu til Georgs Brandesar, og bað hann að sjá um útgáfuna, gæti hann ekki sjálfur séð um hana. Brandes reit formála fyrir bókinni og kvað ó- hætt að treysta öllum höfuðatrið- um hennar. Sinclair væri svo sannorður og göfugur maður, að engin ástæða væri til að rengja frásögn hans, auk þess sem fyrri rit hans hefðu staðist allar árásir. Fyrsta útgáfa Kola á dönsku var neðanmáls í „Pólitiken*, en nú hefir hann verið gefinn út í fleiri útgáfum, auk þess sem hann heflr komið út á fjölda tungu- mála. Þeir sem halda vilja sögunni saman, ættu að gæta þess, að tapa engu blaði, vegna þess, að sagan verður ekki sérprentuð. I. J. þjð9abanðalagiB. Khöfn 16. jan. Wilson hefir boðað Þjóðabanda- lagsíund á morgun (þ. e. í dag). Bandaríki Norður-Ameríku hafa þar engan fulltrúa. Konungur á vonarvöl. Lúðvík fyrverandi Bajerskon- ungur hefir opinberlega mótmælt því, að búið er að gera mest af eignum hans upptækt. Meira en ár er liðið síðan hann hröklaðist frá völdum, en honum hafa engar skaðabætur verið goldnar enn þá. Konungurinn er í Sviss og er í miklum peningavandræðum. Fór hann því fram á það við stjóra- ina, að hún veitli honum styrk. Stjórnin bauð honum þá 50 þús. mörk, en honum þótti það of lítið og tók ekki á móti tilboðinu. Lifir hann nú á styrk frá ætt- ingjum sínum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.