Alþýðublaðið - 17.01.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ’X’aubudda með peningum fandin. Má vitja á afgr. Dm daginn 09 veginn. Sýndi það sig þá að þetta var barnajaxl, sem nú fyrst var að detta úr, og var svo sem ekki alveg dottinn. En nú er eftir að vita hvort maðurinn tekur nýjan jaxl hátt á fimtugsaldri. Bæjarsíminn. Nýjir talsímanotendur við miðstöð B. 17. janúar 1920. Almenningi skal bent á, að kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga Wggur frammi á skrifstofu bæjar- gjaldkera í Slökkvistöðinni til 27. Þ' m., að þeim degi meðtöldum. Allir þeir, sem áhuga hafa á því, að þeir verði ekki sviftir þeim röttindum, sem þeim að lögum t)6r» ættu ekki að láta undir höfuð leggjast, að athuga hvort nafn teirra stendur á kjörskránni. Standi það ekki á henni, eiga þeir senda kjörstjórn kæru eigi síð- ar en 27. þ. m., annars geta þeir jafnvel átt það á hættu, að falla °ftar af kjörskrá. Og ekki fá þeir a^ kjósa sé nafn þeirra þar ekki. Tanskil. Kaupendur blaðsins erú vinsamega beðnir að gera afgreiðslunni á Laugavegi 18 B aí>vart, fái þeir ekki blaðið með skilum. Hún mnn eftir föngum l>8eta úr vanskilunum. Verkamannafélagið Dagsbrún hsldur aðalfund sinn á morgun (8unnudag) klukkan tvö e. hád. í ^áruhúsinu. Þar verða mörg mál á dagskrá, eins og sjá má á öðr- stað í blaðinu. Enginn félagi ®tti að sitja heima þegar fundir era haldnir, því þeir eru að nokkru leýti driffjöður félagsins. Skemtnnin, sem haldin var lyrh leikhúsbyggingarsjóðinn fyrir skernstu, verður endurtekinn vegna ^skorana á þriðjudaginn kemur ^1- 8 í Iðnó. Breyting verður Uokkur á dagskránni. hnnðrað manns hafa 8er>gíð í Hásetafélag Reykjavíkur á tessum vetri. Það mun nú vera eitt af stærstu félögunum á land- löu- Margar inntökubeiðnir liggja fyrir næsta fundi. Ýísðómstönnin. 47 ára gamall ^Uaður hér í bænum fór í gær til tauulæknis. Aldrei hafði hann ^urft þangað að koma áöur. Það yar laus í honum tönn, og tann- ’riun tók hana úr honum. Steinðór Signrðsson les upp í Iðnó á morgun kl. 4 e. h. eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu. Þessi ungi maður er af mörgum talið mjög efnilegt skáld og þeir, sem sækja þennan upp- lestur hans, munu fá tækifæri til þess, að dæma sjálfir um upples- arahæfileika hans, sem mörgum, sem hafa heyrt hann, þykja góðir. 20,000 nýir „miljónerar“ í Ameriku. Árið 1855 voru 28 „miljónerar* í Ameríku. Eftir þrælastríðið steig talan upp í 500. Árið 1914 voru þeir orðnir 5000, en nú ef^ir stríðið eru þeir orðnir 25,000. — Þeir tapa ekki á stríðunum auð- mennirnir! Aýjasta Handley Page flugvélin rúmar 15—20 farþega og ber 2 tons. í henni er fínn salur með dúkum og gluggatjöldum, hæg- indastólum, speglum, baðherbergj- um, þráðlausum talfærum o. s. frv. Hún getur farið 28 danskar mílur á klukkustund, en venju- hraði er 23 mílur. Sérstakur út- búnaöur er hafður svo skröltið í vélinni trufii ékki samtal farþeg- anna. Vélarnar eru svo sterkar að flugvélin getur hafið sig á tiltölu- lega mjög litlu svæði, og bili önnur breyfivélin getur flugvélin gengið fyrir hinni einni. Fluglistinni fleygir áfram og vélarnar verða betri og betri. Eins og menn muna er nú búið að fljúga yfir Atlantzhaf og frá Eng- landi til Ástralíu. Vonandi komast á fastar flugferðir hingað til lands- ins í framtíðinni. 916 Bergur Rósinkranzson, kaupm., Hverfisg. 84. 834 Bertelsen, A. J., heildsali, Túngötu 2. 1007 Björn Jónsson, bakari, Grettisgötu 28 B. 813 Christensen, P. O., f. lyf- sali, Aðalstræti 11. 885 Gisli Björnsson, Grettis- götu 8. 902 Guðbergur Jóhannsson, málari, Grettisg. 44. 875 Hannes Jónsson, kaupm., Laugav. 28’ 871 Hannes Ólafsson, kaupm., Grettisg. 1. 872 Hermes, verzlun, Njáls- götu 26. 840 Hjálmar Þorsteinsson, kaupm., Skólavörðust. 2. 1008 Jens Bjarnason, bókhald- ari, Kárastfg 11. 814 Jóhann ólafsson, verkstj,, Hverfisg 84. 806 Jón Sigurðsson, járnsm., Laugav. 54. 1031 Kristján Snorrason, síma- maður, Bergstaðast. 17, 892 Lúðvik Magnússon, verzl- unarfulltrúi, Kárastíg 11. 950 Markús Einarsson & Co. verzlun, Laugaveg 44. 933 Mjólkurbúðin, Laugav. 46. 893 Ryden, Carl, kaupm., Að- alstræti 6. 811 Sjóvátryggingarfélag ís- lands, h.f., framkvændar- stjórinn, Austurstr. 927 Sveinn Jónsson, vélastj., Hverfisg. 91. 920 Valdimar S. Loftsson, bakari, Vitastíg 14. 922 Þórdís J. Carlqvist, ljós- móðír, Laugav. 20 B. 892 Þórður Erlendsson, Vita- stig 8. Auglýsing. Breytingar á lögum V. K. F. „Framsókn* liggja frammi á af- greiðslu Alþýðubl., félagskonum til athugunar fyrir næsta aðalfund. gtjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.